Nýliði í Al-Anon

  Ég hef ekki verið í Al-anon lengi. Rétt rúma þrjá mánuði. En þessir þrír mánuðir eru dýrmætari fyrir mig en mig hefði nokkurn tíman geta grunað.   Ég held að ég hafi alltaf verið frekar stjórnsöm, alveg síðan ég man eftir mér, allavega var mér sagt um daginn að ég hefði fæðst stjórnsöm. Sem er kannski allt í lagi …

Að láta drauma sína rætast

Mig langar aðeins að deila því  með ykkur hvað þessi bataleið í Al-Anon hefur hjálpað mér óendanlega mikið að fá svo miklu meira út úr lífinu. Fyrir um það bil 3 árum fór ég á minn fyrsta Al-Anon fund og ég fór á þennan fund til að leita lausna. Helst lausn á því hvernig ég ætti að bjarga málum fjölskyldunnar. …

Meira virði en…

Reynslusaga um sjálfsmat Ég gægðist fram á tröppurnar á bak við pilsfald móður minnar þar sem ég horfði á tvö lögreglumenn halda föður mínum á milli sín. Hann var afar illa til fara, blóðugur, óhreinn og angaði af vínanda, virtist reiður, barðist um og reyndi að losa sig sem gekk ekki í þetta sinn. Þeir spurðu hvort móðir mín vildi …

Ást

Reynslusaga Heftið okkar Leiðsögn til bata skiptist í sex kafla og þar gefst okkur tækifæri til að gera persónulega úttekt á viðhorfum, ábyrgð, sjálfsmati, ást, þroska og skapgerðareinkennum okkar. Áður hafa verið birtast hér á síðunni reynslusögur um viðhorf og ábyrgð. Hér kemur reynslusaga um ást.   Ég minnist þess ekki að einhver hafi sagt við mig í mínum uppvexti …

Ábyrgð

Reynslusaga  Ég var ofurábyrg yfir gjörðum fyrrverandi sambýlismanns, sona minna og skoðanamyndunum allra í kringum mig. Svona ábyrgð er íþyngjandi og skemmandi og þar af leiðandi óheilbrigð. Í Al-Anon hef ég lært að færa þessa ríku ábyrgðarkennd í heilbrigðari farveg. Það er mín reynsla að þessi lærdómur lærist smátt og smátt þar sem heilbrigðari sýn á aðstæður fara að skýrast …

Viðhorf

Reynslusaga Þegar ég kom fyrst í Al-Anon var ég óttasleginn, óöruggur og átti erfitt með að treysta öðru fólki. Ég fann fljótt að ég átti heima í þessum félagsskap og smám saman fór ég að treysta því að það sem væri sagt á fundum og félaga í milli færi ekki lengra. Það kom að því að ég varð tilbúinn til …

Eftirminnileg hópvinna

4. spors vinna Þegar ég var búin að vera í Al-Anon samtökunum í 6 ár og farin að taka að mér meiri þjónustu í deildinni langaði mig að fara dýpra í 4. sporið. Ég var þá að lesa Paths to Recovery (Leiðir til bata), þá frábæru bók. Bókin fjallar um allar þrjár meginstoðir Al-Anon samtakanna, sporin 12 fyrir bata einstaklingsins, …

Reynslusaga

Leið mín lá í Al-Anon fyrir allmörgum árum þegar ég fór á kynningarfund sem mér var bent á í framhaldi af fyrstu meðferð bróður míns.   Ég er uppkomið barn alkahólista og aðstandandi. Í kjölfar drykkju á heimilinu leið mér alltaf illa, fannst ég utangátta og passa hvergi inn í neinn félagskap. Ég var sífellt í feluleik og gat ekki …

Raddir fortíðar

Þegar ég óx úr grasi var drukkið á mínu heimili, eins og mörgum öðrum. Foreldrar mínir gerðu sitt besta til að sinna mér eins vel og þau gátu. Oft á tíðum þegar ég tjáði mig um eitthvað óþægilegt eða sagði eitthvað sem ekki hentaði þá sögðu þau við mig ,,hvaða vitleysa….“ og ,,láttu ekki svona….“ eða ,,æ góða slakaðu á…“. …

Sönn jólasaga

Jólin 2008 var ég í þeirri aðstöðu að eiga ekki fyrir öllum jólagjöfum. Ég hafði föndrað og prjónað gjafir. En þó vantaði mig að geta keypt nokkrar gjafir. Ég fór á minn fasta fund og það var sporafundur. Þar sem þetta var í desember þá var fjallað um 12. sporið. Eftir að við höfðum lesið saman um 12. sporið í …

Jólakvíðinn er farinn

Íslensk reynslusaga Eftir hrunið versnaði fjárhagur minn mikið, enda láglauna-manneskja. Sporin tólf hafa hjálpað mér mikið til þess að ég geri mér grein fyrir því hvað það er sem skiptir máli í lífinu.   Samband mitt við minn æðri mátt hefur orðið til þess að ég hef geta tekist á við þennan erfiða fjárhag. En samt þurfti ég líka á aðstoð …

Afmælisfundurinn minn

Íslensk reynslusaga Í fyrra fór ég í fyrsta sinn á afmælisfund Al-Anon. Ég hafði verið í samtökunum í nokkur ár en aldrei haft mig í að fara. Ástæðan var sú að afmælisfundurinn var alltaf á sama tíma og fundur í minni heimadeild og hef ég ætíð verið óöruggur þegar breyta á út af vananum. Þegar ég kom svo inn í …

Ég hef ekki misst af neinu

Íslensk reynslusaga Ég var alin upp við alkóhólisma og 6 ára gömul var ég send í sveit til vandalausra yfir sumarið. Ég var í sveit á sumrin frá 6-15 ára aldri og fór yfirleitt daginn eftir skólaslit og kom rétt fyrir skólabyrjun. Ég fór aldrei á sumarnámskeið eins og skólasystkini mín, aldrei í skátabúðir, aldrei í unglingavinnuna. Ég eignaðist barn …

10. spors vinnan er æðisleg

Félagi deilir reynslu af sporavinnu Ég hef undanfarið unnið mikið í að greina sjálfa mig sem aðstandanda alkóhólista og hef reynt að finna hvað það er sem ég vil breyta og bæta. Ég hef verið að vinna í sporavinnunni og er komin í 10. sporið sem segir: „Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust“. Í …

Láttu það stoppa hjá mér

Íslensk reynslusaga Ég var alin upp við alkóhólisma þar sem faðir minn og hálfbróðir eru alkóhólistar.  Við bróðir minn erum sammæðra.  Hann og pabbi minn hafa aldrei þolað hvorn annan og það hefur litað allt heimilislífið, samskipti í fjölskyldunni og viðhorf mín til fósturforeldra yfirleitt.                       Þegar ég síðan eignaðist barn sjálf og varð einstæð móðir var ég harðákveðin í því …

Sérhver deild ætti að vera algjörlega á eigin framfæri

Vinnusmiðja um erfðavenjurnar árið 2006 Spurningar um sjöundu erfðavenjuna Hér koma nokkrar spurningar sem félagar af Reykjavíkursvæðinu sömdu með hliðsjón af Al-Anon lesefninu Paths to Recovery (Leiðir til bata), Tólf erfðavenjur í máli og myndum og Al-Anon´s Twelve Steps & Twelve Traditions.   Þessar spurningar voru notaðar í umræðum á vinnusmiðju árið 2006 en eiga ekki síður við núna þegar umræðu …

LÍFSÞOR

Ljóð frá félaga Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga, sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa, djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, manndóm til að hafa eigin skoðun.   Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi, einurð til að forðast heimsins lævi, vizku til að kunna að velja og hafna, velvild, ef að andinn …

Undarlegt ferðalag

Ljóð frá félaga Guð sendi mér engilí ljósgráum bolmeð endalaust þol,nartandi í munnvikiðgaf mér augnablikiðsem ég leitaðist eftir.   Guð sendi mér engilmeð guðdómlega röddþar sem ég var stöddá slæmum staðí lífinuog baðum þaðað láta bjarga mér.Var stödd í hvirfilbyl hugsannakomst ekki útniðurlútkom hann við mig,snerti hjarta mitt,vakti mig úr vondum draumiþar sem ég syndgaði í laumieinóhrein.Hitti botninnþá kom hann,drottinn,með …

Al-Anon, haldreipið í lífi mínu

Íslensk reynslusaga Áður en ég áttaði mig á því hvaða áhrif alkóhólistarnir í lífi mínuhöfðu á mig kunni ég engin ráð til að bæta líðan mína og ná jafnvægi.Ég sveiflaðist bara eins og pendúll í klukku, á milli þess að vera aðrifna úr hamingju í það að engjast af sársauka í sálinni. Endurteknar uppákomur gera mann sífellt brothættari og auðsærðari.Lífsgleðin …

Hefur trúin tilgang??

Félagi deilir reynslu Áður en ég kynntist Al-Anon samtökunum vissi ég svo sem ekki hvort égvar trúuð eða ekki. Ég hafði jú fermst, gifst og skírt börnin mín. Égbað bænir þegar einhver var veikur en ég upplifði aldrei að ég fengieinhver „svör“ við bænum mínum. Ég söng  í kirkjukór í 15 ár afeinhverskonar skyldurækni við samfélagið en ekki af því …

Hugleiðingar aðstandandans

Aðstandandi finnur fyrir andlegri leiðsögn Það var í nótt sem ég þakkaði fyrir að hafa fengið að kynnast Al-Anonog gæfusporunum 12 sem mér var kennt að tileinka mér þar. Það vareinmitt núna sem ég þurfti mest á því að halda að lifa og haga mér ísamræmi við það sem þau hafa kennt mér.  Undanfarna fimm sólarhringa hef ég verið mikið …

Hugleiðing nýliða

Íslensk reynslusaga Ég byrjaði í Al-Anon fyrir ekki svo löngu síðan og líf mitt hefur bara batnað síðan. Ég hef í gegnum tíðnina fengið útrás fyrir vanlíðan með því að skrifa texta og ljóð. Svo kom á daginn að mér leið rosalega vel og „andinn“ kemur yfir mig og á einhverjum 2 min fæddist ljóð. Það var í fyrsta skipti …

Þín reynsla gulli betri

Réttu fram hjálparhendi Ágæti Al-Anon félagi!   Við höfum öll sögu að segja. Það styrkir batasamfélag okkar að heyra aðra deila reynslu sinni, styrk og von. Á þessa síðu vantar íslenskar reynslusögur um sporin og sporavinnuna. Deildu bata þínum með öðrum. Nánari upplýsingar má finna á Hlekknum undir > Efni óskast frá félögum.     Þetta nýja vefsetur Al-Anon á Íslandi …

Hvers vegna Al-Anon

Íslensk reynslusaga Ég sit föst í láglaunastarfi og hef þurft að hætta í námi vegna gjaldþrotslandsins landsins og sé ekki tilgang í neinu.Ég er stöðugt með hugsanir um að stinga af.. flytja uppí sveit, hætta að borga allar skuldir og vera bara að vinna í hestunum mínum.  Ég finn að í þessum draumórum að þá leita ég stöðugt að einhverju …

Minn bati:

Hvernig mér tókst að hætta að falla fyrir ofbeldisfullum alkóhólistum  Í fjallahlíðum Austur-Tennessee bjó tvenns konar fólk: Hinir virtu meðlimir samfélagsins sem unnu hörðum höndum, gættu heimila sinna og fóru í kirkju á hverjum sunnudegi. Hinir voru aumar sálir sem voru dæmdar til vítisdvalar vegna drykkju og syndsamlegra lifnaðarhátta. Þegar ég lít til baka þá er ég viss um að …

Önnur erfðavenjan

Hver deild hefur aðeins einn leiðtoga algóðan guð, eins og hann birtist í deildarsamviskunni. Fyrirsvarsmenn okkar eru aðeins þjónar sem við treystum, ekki stjórnendur Önnur erfðavenjan segir mér, að það sé mikilvægt fyrir fjölskylduna að koma saman og ræða hugsanir, tilfinningar og áform. Það er enginn yfirmaður á þessum fundum. Eina raunverulega valdið á heimilinu ætti að vera Æðri Máttur. …

Erfðavenjurnar og heimilislífið

1 Sameiginleg velferð okkar situr í fyrirrúmi. Bati hvers og eins byggist á einingu samtakanna. Þó ég væri að vinna í sporunum veittist mér erfitt að bæta ástandið á heimilinu. Ósanngirni og ruglingur varðandi ábyrgð leiddu til óraunhæfra væntinga og gremju. Trúnaðarmaðurinn minn benti mér á að erfðavenjurnar væru leiðbeiningar til að halda einingu innan heimilisins líkt og innan Al-Anon …

Viðbrögð nýliða við bakslagi

Eftir margra ára drykkju og alkóhólisma fór maðurinn minn í meðferð. Fjölskyldulífið okkar var ekki fullkomið en það var yndislegt! Þá byrjaði hann að drekka aftur þó það væri ekki í sama magni og áður, hann berst við að halda sér allsgáðum.   Al-Anon bjargaði geðheilsu minni. Ég hef stundað prógrammið í þrjá mánuði, búin að hringja mitt fyrsta símtal til …

Í byrjun hélt ég að ég ætti ekki heima í Al-Anon

  Sem faðir heróínfíkils reyndi ég allt til að fá hann til að hætta.  Svo týndist hann, ég vissi ekki hvort hann var lífs eða liðinn.  Fullur sorgar hóf ég leit og fann Al-Anon.  Mér fannst ég utangátta á fyrsta fundinum mínum þar sem sonur minn hafði ekki valið áfengi sem sinn vímugjafa.  (Seinna áttaði ég mig á því að hann …

Eru steinar lifandi?

Ég velti þessari spurningu fyrir mér einn daginn þegar ég fór að hreinsa steinbeð (án blóma) hjá mér í garðinum, við mér blasti steinveggur á aðra hönd og steinsteypt gangstétt á hina og þar á milli er þetta steinbeð.   Ég hófst handa við að taka hvern steininn á fætur öðrum og leggja þá á gangstéttina, undir steinunum er gróf …

Al-Anon var síðasta hálmstráið

Pabbi var yfirleitt drukkinn.  Hann var mjög ofbeldisfullur, líkamlega og andlega.  Mamma drakk ekki mikið en tók pirringinn út á mér.    Ég var alltaf að koma mér í vandræði.  Reglurnar á heimilinu breyttust daglega, stundum oft á dag.  Og þess vegna var í sífellt í einhverjum vandræðum.  Mamma lamdi mig en svo fékk ég heldur betur að finna fyrir …

Áhugavert efni fyrir alla Al-Anon félaga

Nú eiga allir deildarfulltrúar og þeir sem sátu Landþjónusturáðstefnu Al-Anon 2007 að hafa fengið skýrslu ráðstefnunnar senda og á hún að liggja frammi í öllum deildum fyrir alla Al-Anon félaga, í þessari skýrslu er áhugavert efni sem vert er að lesa. Ég er ein af þeim sem ekki er vel lesandi á enska tungu og mig hefur alltaf þyrst eftir …

Fróðleikur um stofnun Al-Anon samtakanna

Al-Anon samtökin voru stofnuð árið 1951 af Lois W. og Anne B.  Innan AA samtakanna höfðu sprottið upp fjölskyldudeildir sem voru fyrir fjölskyldur alkóhólista.  Þar sem AA samtökin eru einvörðungu fyrir alkóhólista ákváðu þau að fjölskyldudeildir fyrir aðstandendur gætu ekki starfað í þeirra nafni.   Lois og Anne sendu árið 1951 bréf til allra þeirra 87 fjölskyldudeilda sem voru starfandi og …

Að læra að aftengjast þegar foreldrar rífast

Foreldrar mínir rifust nánast á hverjum degi þegar ég var lítill. Ég var hræddur við pabba af því að hann drakk. Ég vissi aldrei hvað hann myndi gera við mömmu. Ég fékk á tilfinninguna að hann myndi berja hana eða jafnvel enn verra en það, drepa hana. Ég var ungur, svo að ég hafði ekki hugmynd um hvað var að …

Ævintýrið ,,Prinsessan, drekarnir og töfrakistan“

Einu sinni var prinsessa sem langaði til að finna sér draumaprins sem elskaði hana ofar öllum öðrum.  Hún leitaði hátt og lágt og fór um víðan völl í leit sinni en þótt margir álitlegir piltar segðust vera prinsar kom jafnoft í ljós að konungdæmi þeirra stóð aðeins um skamma hríð og gufaði stundum hreinlega upp þegar sólin kom upp að …

Ég setti loks mörk

Nú var komið að því….aftur. Ég ætlaði að henda honum út. Mér leið orðið mjög illa í sambandinu við manninn minn. Ég var kvíðin og þunglynd alveg eins og svo oft áður í fortíðinni, áður en ég kom í Al-Anon. Við töluðum lítið sem ekkert saman lengur og allt  annað kom í forgang: Vinnan, áhugamálin og tölvan. Hann var hættur …

Meðvirknisdraumurinn

Mig dreymdi að er ég tók utan um þig – leið þér betur. Mig dreymdi að er ég hélt utan um þig – hvarf ótti þinn. Mig dreymdi að ég hefði töfrakraft – sem tók frá þér vanlíðan. Mig dreymdi að að þú gætir trúað mér fyrir þínum innstu tilfinningum. Mig dreymdi að ég skildi þig og sýndi samúð. Mig …

7. erfðavenjan

Reynslusaga: Sérhver deild ætti að vera algjörlega á eigin framfæri og hafna utanaðkomandi framlögum Ég sæki fund í heimadeildinni minni og karfan er á miðju borðinu.  Hvaða  upphæð á ég að leggja í körfuna að fundi loknum ?  Stundum er ég blönk og á ekkert aflögu.  En ég er svo heppin að oftast á ég nóg og hvaða upphæð legg …

Reynslusaga úr þjónustunni

Kæru félagar. Þó ég hafi ekki séð það þá, var það engin tilviljun að ég leitaði til Al-Anon. Mér var fylgt þangað af óþekktum mætti mér æðri.   Ég kom inn í deild sem var, að mér fannst vera full af ,,fullkomnu fólki” Mig langaði í það sem þau höfðu upp á að bjóða. Þar var mikið talað um sporin, …

Reynsla mín af því að vera trúnaðarmanneskja í Alateen

Ég hef verið þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að vera trúnaðarkona í Alateen. Ég man ekki hvað varð til þess að ég Ég hef verið þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að vera trúnaðarkona í Alateen. Ég man ekki hvað varð til þess að ég byrjaði að taka þátt í Alateen, en man að ég var mjög stressuð fyrir fyrsta fundinn …

Gefandi þjónusta

Alateen Á Al-Anon fundum hafði ég oft heyrt tilkynningar frá Alateen um að það sárvantaði fleira trúnaðarfólk.  Það hvarflaði ekki að mér að ég gæti sinnt þessu 12. spors starfi.  Ég taldi mér trú um að til að gerast trúnaðarmanneskja í Alateen yrði maður að hafa alist upp við mjög mikla drykkju og mér fannst ég ekki passa inn í …

Sársaukafull lækning

Einu sinni heyrði ég góða sögu um konu sem þurfti að fara í aðgerð. Þessi kona þjáðist mikið og var með miklar kvalir. Eftir aðgerðina þegar hún var vel vöknuð fann hún enn til sársauka. Henni fannst skrítið að finna til svona mikils sársauka þar sem hún var búin í aðgerðinni og spurði því lækninn afhverju svo væri. Henni leið …

SOS hópurinn

Reynslusaga félaga af 12. spors starfi Ég kom í SOS hópinn til að dýpka bata minn í 12.sporsstarfinu. Ég kom á SOS fund og tók að mér einn laugardag til að manna kynningu á Vogi. Ég fór svo í heimadeildina mína, stóð upp og auglýsti eftir fólki til að koma með mér. Eftir fundinn komu svo til mín fleiri en …

Reynsla mín af bókinni How Al-Anon Works

Íslensk reynslusaga um það hve lesefnið getur stutt okkur í batanum: Ég er þakklát fyrir hvernig Guð leiddi mig inn í Al-Anon.  Fljótlega eftir að ég flutti í nýja íbúð, kynntist ég konu sem var í Al-Anon.    Í rúmt ár var ég á einkafundum í Al-Anon án þess að ég vissi, en það var akkúrat það sem ég þurfti.Ég …

Að njóta ferðarinnar

Upp á síðkastið hef ég litið aftur um farinn veg sl. 48 ár. Það hefur veitt mér mikið  þakklætiog gleði að hugsa um þann bata sem ég hef öðlast í Al-Anon. Ég er þakklát Guði, Al-Anon og AA samtökunum fyrir þau ár sem ég hef fengið að eyða með manninum mínum. Ég var ekki að leita að áfangastað, heldur naut …

Mögnuð lífsreynsla

5. sporið: Reynslusaga félaga   EFTIR AÐ ég lauk við fjórða sporið lagði trúnaðarkona mín til að við dveldum við það spor stutta stund áður en við hæfumst handa við fimmta sporið. Hún sagði að við gætum unnið fimmta sporið á hvern þann máta sem ég vildi. Hún sagði mér frá nokkrum aðferðum sem hún hafði beitt til að vinna …

Ótrúlegar uppgötvanir

Reynslusaga úr Janúar hefti Forum:   Ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku sem gerði það að verkum að ég átti í erfiðleikum með kynlíf þegar ég var orðinn eldri. Ég tók þátt í því sem fullorðinn manneskja en ég naut mín ekki. Jafnvel þótt svo að ég hafi laðast að manninum mínum kynferðislega, þá var ég farin að hata …

Þriðja sporið

Reynslusaga: Ég lifði lengi í þeirri trú að ef ég bara næði að hagaræða hlutum nógu vel, ef ég gerði þetta, eða yrði aðeins meira svona eða hinsegin, þá myndi allt  breytast og fólk myndi breytast.   En það skipti engu máli hvað ég gerði, ég sat alltaf eftir með sárt ennið og var úrvinda við það að reyna að breyta …

Annað sporið

Reynslusaga: “Við fórum að trúa að máttur, okkur æðri, gæti gert okkur andlega heil að nýju.” Annað sporið á í dag mjög sérstakan stað í mínu hjarta, þar sem ég tel það, ásamt spori eitt og þrjú, vera grunvöllurinn af bata mínum í Al-anon.   Þegar ég kom á mína fyrstu Al-anon fundi var ég full af hroka þegar ég heyrði …

Að losna undan lyginni

Það er sagt að ég hafi alist upp við þá hugsun að ég yrði að haldi upp fullkomni ímynd út á við af heimili mínu og fjölskyldu. Sem barn, var ég vön lygum fjölskyldu minnar, jafnvel þótt að fjölskyldan nyti ákveðins traust út á við. Þau stóðu við skuldbindingar sínar, borguðu skatta og stálu ekki. Líf þeirra var látlaust og …

Fyrsta sporið

Í nokkuð mörg ár hef ég verið að gægjast inn á Al-anon fundi í þeirri von um að lausnin mundi breytast. Var virkilega nauðsynlegt fyrir mig að viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og að mér var orðið um megn að stjórna eigin lífi? Eftir því sem að árin hafa liðið og líðan mín og líf ekki breyst til hins betra, þá …

Verkefnin eru auðveldari viðfangs

Þegar ég hugsa um jafnvægi, verður mér hugsað til þess sem einn félagi sagði á fundi þegar umræðuefnið var „Hafðu það einfalt.” Hann sagði að hann reyndi að gera daglegu verkefnin án þess að hafa áhyggjur af restinni. Þrátt fyrir að ég hafi heyrt þetta oft áður tengi ég alltaf við þetta aftur. Ég á það til að ýta á undan …

Slepptu tökunum og leyfðu Guði

Slagorðin öll hafa á einhverjum tímapunkti reynst mér vel; þau innihalda hvert um sig einfaldar leiðbeiningar um hvað Al-Anon leiðin felur í sér og minna mig á þegar ég hef týnt átttum við að „knýja fram úrlausnir“ og verð „uppstökk og ósanngjörn“.  Vandamálin hafa minnkað að umfangi með árunum en ennþá tekst þeim samt að „ná tökum á hugsunum mínum …

Kraftaverk

11. sporið: – úr Leiðir til bata Ellefta sporið er afar sérstakt spor. Ég kunni vel að meta það um leið og ég heyrði það fyrst. Áður en ég kom inn í Al-Anon hafði ég fengið áhuga á austrænum trúarbrögðum. Mér geðjaðist að hugmyndinni um hugleiðslu. En þó virtust allar tilraunir mínar til að hugleiða mistakast. Ég gat ekki haldið kyrrð …

Hvernig geta þær hjálpað mér?

Okkur hjónunum finnst gaman að spila við vini okkar, að fara út að borða, fylgjast með börnunum okkar í uppákomum í skólanum og að heimsækja ættingja hvors annars.  Það eina sem ógnaði tómstundunum okkar var drykkja.  Fyrst eftir að við giftum okkur gerði ég mér grein fyrir því að í fjölskyldu konu minnar voru nokkrir sem áttu í vanda með …

Hvað ef alkóhólistinn drekkur aftur?

Eftir að hafa búið við drykkjuvandamál sonar míns í gegnum gagnfræðaskóla, háskóla, hjónaband, skilnað og vinnumissi, var það ég sem endaði á hjartadeild sjúkrahúss.  Það var þá sem ég leitaði hjálpar hjá Al-Anon. Í fyrstu var ég ekki viss um að ég ætti heima í Al-Anon.  Ég fór vegna þess að ég þurfti að gera eitthvað í drykkju sonar míns.  …

Hjálp með aðstoð slagorðanna

Þegar ég kom fyrst inn í Al-anon var ég stöðugt með áhyggjur og kvíða yfir öllum mögulegum ástæðum. Hugasnirnar voru bæði ruglingslegar og tóku oft frá mér mikinn tíma, „Hvað ef þetta gerist…” og „Ef þessi segir þetta þá…” voru algengar hugsanir. Þegar ég var búin að vera í Al-Anon í smá tíma fóru slagorðin að óma í huga mér.  …

Faðirinn sem ég þarfnaðist

Það mikilvægasta sem ég hef fengið frá Al-Anon er samband mitt við Æðri mátt. Áður en ég byrjaði í prógramminum hafði ég ekkert hugtak yfir Æðri mátt sem uppsprettu kærleiks og vegvísi til betra lífs. Guð var einskonar stigavörður sem hafði yfirlit yfir mistök mín og ég var honum ekki þóknanlegur. Hugmynd mín um Guð var að hann væri refsandi …

Ég er að læra

Frá Cindy í Mississippi: Orðin ein munu aldrei getað tjáð allt það sem ég get þakkað trúnaðarkonunni minni. Hún var til staðar, til þess að styðja mig, til þess að uppörva mig og til þess að gefa mér von þegar ég loksins sættist við að ég þurfti á Al-Anon að halda. Marga daga og nætur var hún til staðar til …

Þegar ég skildi sjúkdóminn

Ég er búin að vera í Al-Anon í 10 ár og hef verið í mikilli þjónustu og stjórnað fundum af röggsemi, verið deildarfulltrúi og fundist ég vera í Al-Anon af öllu hjarta. Fyrir svona 4 árum fór ég að hugsa um af hverju gekk hvorki né rak á mínu heimili í sambandi við drykkju,  og ég skildi ekki af hverju …

Að leyfa sér að hafa tilfinningar

Mér fannst oft á fyrstu árum mínum í al-anon að kvart og kvein ætti alls ekki heima í prógramminu og ef að ég fengi löngun til slíks þá væri ég alls ekki í nógu góðum bata.  En svo gerði ég mér ljóst að einn af kostum þess að vera í bata er að gera sér grein fyrir þvi hvað það …

Sporin breyttu lífi mínu

Ég fór í gegnum sporin fyrir tæpum 5 árum. Það er engin spurning að þetta virkar svo vel að allt lífið breytist. Ég hugsa öðruvísi og hef breyst mikið. En ef þið eruð að hugsa um þetta drífið ykkur þá af stað og finnið ykkur sponsor því þetta er algjört kraftaverk – hvernig þetta virkar. En þið verðið að gera …

Að hafa kjark til að sættast við sjálfan sig

Reynslusaga úr Alateen: Ég er mjög hamingjusöm að hafa haft Alateen prógrammið, því án þess veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag.   Ég notaði foreldra mína til þess að hylma yfir með mér, og var alltaf tilbúin til þess að kenna öðrum um allt sem ég gat ekki sætt mig við. Þegar illa gekk heima var ég …

Al-Anon pennavinur óskast

Al-Anon félagi í Ástralíu Dear Alanon Iceland I am a guy who attends the Alanon groups here in Sydney, Australia. I would like correspond with Alanon members in Rejkavik or other towns in Iceland. I would like to exchange life experiences with some of your members, preferable age between 30-40 years old.   Looking forward to networking with Alanon Iceland! …

Dramatísk og krassandi reynsla

– sem breytti lífi mínu ,,Æi, á nú að fara að tala um erfðavenjurnar– og ég sem kom af því að ég þarf að tjá mig um brýnu vandamálin mín…“  Þessi hugsun flaug í gegnum huga minn oftar en mig langar til að viðurkenna fyrstu árin mín í Al-Anon.  Heimadeildin mín fundar um erfðavenjurnar í fyrsta fundi hvers mánaðar og …

Al-Anon pennavinur óskast

Bréf frá Bandaríkjunum: Hello. I just went to an Al-Anon district meeting and there was an article written about Al-Anon  in Iceland  which someone had written for a world service paper, I visited your beautiful country a few years ago and would like to revisit some day. I´ve been in Al-Anon 20 years and am always looking to share Al-Anon …

Eymd er valkostur

Frá félaga í karladeild Al-Anon: – reynslusaga uppkomins sonar alkóhólista Ég er aðstandandi og uppkomið barn alkahólista.  Ég hef fundið lausn í Al-Anon. Al-Anon eru samtök til að hjálpa aðstandendum og fjölskyldum alkahólista, því þetta er sjúkdómur með stóru S-i. Maður smitast ekki af þessum sjúkdómi, en maður lærir að vera með hann.  Nelson Mandela sagði einu sinni: Grunnurinn að öllum …

Hjarta mitt fylltist gleði

Auglýsum fundina: – kveðja frá þakklátum félaga Fyrir nokkru hvatti svæðisfundur í Reykjavík allar deildir til þess að nýta tilkynninga- og auglýsingatöflur hvar sem þær er að finna  til þess að setja upp auglýsingar um fundarstað og fundartíma Al-Anon deildar í viðkomandi hverfi eða bæjarfélagi.  Eftirfarandi kveðja barst Hlekknum í dag: Frábært framtak að gera okkur sýnileg.  Ég var stödd …

Von um veröld víða

– Alþjóðaþjónustufundur Al-Anon í Bandaríkjunum Færum von Al-Anon um víða veröld; Al-Anon, Expanding Our Worldwide Link of Hope. Þessi hvatning var yfirskrift ellefta alþjóðaþjónustufundar Al-Anon samtakanna sem haldin var í borginni Virginia Beach í Virginíufylki í Bandaríkjunum 2. til 6. október síðastliðinn.  Fundurinn, sem á ensku nefnist International Al-Anon General Service Meeting, er haldinn annað hvert ár á vegum alþjóðaskrifstofunnar …

Þátttaka er lykillinn að jafnvægi

Fjórða þjónustuhugtakið: – erindi og umræður á ráðstefnunni 2001 Eftirfarandi erindi var flutt á landsþjónusturáðstefnu Al-Anon á síðasta ári:   Reynslusporin tólf og erfðavenjurnar leiðbeina einstaklingnum til þroska og hópum til einingu. Þjónustuhugtökin eru leiðbeiningar um þjónustu, þ.e. hvernig við getum skipulagt samtök, þannig að þar séu engir stjórnendur, og að grundvöllur Al-Anon, þ.e. deildin sjálf, sé án skipulags. Þau …

Vonin byrjar með mér

Frá alþjóðafulltrúa Al-Anon 2001: – Hugleiðing vegna 50 ára afmælis Al-Anon samtakanna Eftirfarandi erindi var flutt á síðustu landsþjónusturáðstefnu Al-Anon samtakanna, sem haldin var í Neskirkju í september á síðasta ári. Flytjandi var Ása, þáverandi alþjóðafulltrúi samtakanna, og starfandi formaður aðalþjónustunefndarinnar: Þegar ég var að hugsa um alþjóðastarfið reikaði hugurinn til upphafsins til frumkvöðlanna. Hvernig byrjaði þetta allt saman? Það …

Internetið í örsamfélaginu

Erindi flutt á alþjóðaþjónustufundi Al-Anon: Kæru félagar í Al-Anon. Gildi Internetsins og heimasíðu Al-Anon á Íslandi er afar mikið fyrir samtökin í okkar fámenna, en dreifbýla landi.  Íbúafjöldi á Íslandi er aðeins tæp 300 þúsund en notkun Netsins í landinu er mjög almenn. Læsi og menntunarstig er hátt í landinu og um 78% þjóðarinnar hafa aðgang að Netinu á heimili …

Mikilvægi þakklætisins

Hópavinna landsþjónusturáðstefnunnar: -Hvað getum við gert til þess að vekja meðvitund um mikilvægi þess að gefa til baka? Í lok erindis um 7. erfðavenjuna, sem birt er hér að ofan lagði Ragnheiður til að ekki væri lengur talað um kaffisjóð í deildunum, heldur þakklætissjóð. Hún benti á að umræða um 7. erfðavenjuna væri erfið, það sé ekki hægt að ráðast …

Veröldin gefur mér á sama hátt og ég henni

Um 7. erfðavenjuna: – erindi flutt á Landsþjónusturáðstefnunni 2001 Eftirfarandi erindi um sjöundu erfðavenjuna var flutt af Ragnheiði Þ. á Landsþjónusturáðstefnu Al-Anon samtakanna í september á síðasta ári.  Sjöunda erfðavenjan hljóðar þannig: „Sérhver deild ætti að vera algjörlega á eigin framfæri og hafna utanaðkomandi framlögum.“ (Á ensku: Every group ought to be fully selfsupporting, declining outside contributions.):   Ég ætla …

Kímnin í daglega lífinu

Mikil breyting hefur orðið á mér síðan ég ákvað að reyna að hafa Al-Anon prógrammið að leiðarljósi í lífi mínu.  Ég hef uppgötvað að það er ekkert bogið við það að hafa svolitla kímni með í lífinu.  Þega ég byrjaði í Al-Anon stökk mér varla bros.  Mér var líka illa við alla þá sem alltaf voru brosandi og fannst þeir …

Ég fékk kjark til að breyta því sem ég gat breytt

Þegar ég fór að gera eitthvað í mínum málum, fór í viðtal hjá ráðgjafa, á fjölskyldunámskeið og fór að stunda Al-Anon fannst mér að ekkert væri að hjá mér.  Það var aðeins eitt vandamál og það var maðurinn minn.  Hann drakk svo mikið.   Hann var búinn að eyðileggja mitt líf.  Mér fannst allt sem úrskeiðis hafði farið vera honum einum …

Að greina hismið frá kjarnanum

Al-Anon lesefnið: Þegar ég var beðin að rita grein í þetta blað sagði ég strax já.  Ég hef tamið mér það að segja já við flestu því sem ég hef verið beðin um að gera fyrir Al-Anon samtökin.  Þegar skiladagur nálgaðist fóru samt að renna á mig tvær grímur.  Um hvað átti ég að skrifa?  Reyndar komst ég að því …

Baráttan við sektarkenndina

Þakklát móðir skrifar: ,, . . við skiljum hvernig þér líður“ Ég sat við skrifborðið mitt fagurt sumarkvöld og horfði yfir höfnina.  Sjórinn var rennisléttur og fagur.  Sólin var í þann mund að setjast og fegurðin gagntók huga minn.  Allt í einu fylltist ég þakklæti þegar upp í huga minn kom atvik sem átti sér stað fyrir mörgum árum, löngu …

Ég öðlaðist nýja lífssýn í Al-Anon

Eiginmaður segir frá: Í tólf ár var ég í sambúð með alkóhólískri konu og var orðinn fársjúkur aðstandandi.  Ég var sjúklega meðvirkur og þar sem ég er líka fullorðið barn alkóhólista passaði ég fullkomlega í þetta hlutverk.  Ég stjórnaðist algjörlega af duttlungum þessa sjúkdóms.  Þegar ég fyrir áeggjan ,,vina“ minna ákvað að lýsa yfir stríði á hendur sjúkdómnum hrundi veröldin …

Netvinur óskast

Kæru Al-Anon félagar!   Ég óska öllum gleðilegs árs með þökk fyrir það liðna og vona að þið séuð ekki með jólasíþreytu eins og ég. Ég óska hér með eftir net-pennavini.  Ég er 59 ára gömul, búin að vera gift í tæp 40 ár og þar af hafa 20 ár verið edrú.  Ég hef stundað Al-Anon í þessi 20 ár, …

Til trúnaðarmannsins míns

Þakka þér, kæri vinur, fyrir að ganga á undan mér, fyrir að upplifa sársaukann og örvæntinguna og fyrir að sigrast á því, fyrir að hafa tekið líf þitt í þínar hendur og ákveða að reyna nýjar leiðir. Þakka þér fyrir að deila reynslu þinni með mér, tilraunum og mistökum, hliðarsporum og góðum árangri, leið þinni til æðruleysis og heilbrigðis.  Án …

Að „lifa jólin af“ eða njóta þeirra

– kótilettan og Al-Anon Það var í október sem ég gerði mér grein fyrir því að ég hafði verið með kvíðahnút í maganum í nokkra daga. Ég fór að velta því fyrir mér af hverju hann stafaði, fór yfir atburði síðustu daga en svo skaut mynd upp í kollinn á mér af aðfangadegi 2000. Það var í eldhúsinu heima hjá …

Gleði og þakklæti um jólin

Með hjálp Al-Anon: – í stað sorgar og vonbrigða Áður fyrr voru jól og áramót versti tíminn í lífi mínu.  Ég sagði að jól væru svo mikill tilfinningatími og þá rifjuðust upp allar erfiðu minningarnar.  Í lífi fjölskyldu sem er með sjúkling sem er haldinn sjúkdómnum alkóhólisma er þetta oft staðreynd.  Við erum kvíðin.  Verður hann drukkinn eða ekki um …

Nú get ég sleppt tökunum

Saga uppkominnar dóttur alkóhólista: – æðruleysið er ómetanlegt Ég kynntist Al-Anon fyrst fyrir mörgum árum, þegar ég fór á fund með vinkonu minni sem átti kærasta sem drakk.  Mér fannst ég ekki eiga heima þarna því að faðir minn drakk ekki og hafði ekki drukkið þegar ég bjó hjá honum áður en hann og móðir mín skildu.  Ég skildi ekki …

Ég og æðri máttur

Þriðja sporið: Ég hef um tíma talið mér trú um að ég væri búin að taka þriðja sporið og  hefði fært Guði líf mitt og vilja til umönnunar. Vissulega var það rétt að  nokkru leyti en mér varð ljóst fyrir nokkru að ég hefði aðeins fært honum valda kafla af lífi mínu og vilja. Ég hélt ákveðnum þáttum eftir fyrir …

Lifðu og leyfðu öðrum að lifa

Bréf frá móður: Kæru Al-Anon félagar. Ég sit ein með penna í hönd og veit ekki hvar skal byrja en þegar ég hugsa mig betur um held ég að best sé að byrja á byrjuninni. Það var seint um vetrarkvöld sem ég sá son minn drukkinn í fyrsta skipti. Mér brá mjög. Hann var illa drukkinn og kaldur. Hann hafði …

Þakklæti

Kæri Hlekkur!   Ég á eins og hálfs árs afmæli í samtökunum. Hreint ótrúlegt hvað ég hef breyst í auðmjúka, kærleiksríka konu. Kraftaverkin eru að gerast. Þakka þér Guð fyrir mig. Núna geri ég fullt af góðum  hlutum fyrir mig og er stolt af. Ég get leyft alkóhólistanum að lifa sínu eigin lífi. Ég var uppfull af ranghugmyndum og sjúkdómnum …

Ferðalag uppgötvana

Sem fullorðið barn alkóhólista missti ég af mjög mikilvægum hluta lífs míns – barnæskunni. Ég fullorðnaðist á einni nóttu á  alkóhólísku heimili okkar. Í dag er ég að vinna aftur hluta af þessu tapi. Það getur verið sársaukafullt ferðalag að vaða í gegnum kvalafullar minningar.  Það getur einnig verið ævintýri að ferðast þar sem ég á hreinlega engar minningar. Þetta …

Yfirveguð gremja

Sérhvert okkar hefur væntingar. Þær eru kjarninn í daglegu lífi okkar. Þegar ég vakna á morgnana veit ég að sólin mun rísa í austri og setjast í vestri og að sumarið verður hlýrra en veturinn. Þetta eru hlutir sem ég býst við að gerist hvað svo sem ég geri eða geri ekki. Einhvern veginn breytast þessar væntingar þegar ég beini …

Að eiga trúnaðarmann

– Nemandinn er reiðubúinn Þegar ég kom inn á minn fyrsta Al-Anon-fund var ég hrædd, sorgmædd og einmana. Líf mitt var í ringulreið. Allt mitt líf var í algjörri óreiðu – hugsanir mínar, börnin mín, heimilið mitt. Ég hafði svo lengi lifað í sjálfsvorkunn, reiði og hirðuleysi að ég vissi ekki hvernig ég átti að koma mér út úr því. …

Það sem við eigum sameiginlegt

Oft á tíðum hefur mér opnast sýn á handleiðslu æðri máttar á óvæntan hátt og þannig lærst að hafa hugann opinn fyrir henni. Ég á marga bræður en aðeins eina systur.  Því miður höfum við systir mín ekki verið í nánu sambandi í gegnum tíðina.  Persónuleikar okkar virðast mjög andstæðir, en eitt eigum við þó sameiginlegt: Við giftumst báðar alkóhólistum. Ég …

Sagan mín

Ég var 18 ára gömul þegar ég kynntist manni sem var og er alkóhólisti. Við það tók líf mitt stefnu sem mig hefði seint órað fyrir en það besta er að í dag er ég sátt við að hafa farið þessa leið.  Ég sá fljótlega að það var eitthvað bogið við neyslumunstur þessa manns. Hann drakk um helgar og ef …

Bati með þjónustu í Al-Anon

Tökum þátt: Þegar ég kom fyrst í Al-Anon fyrir nokkrum árum niðurbrotin á sálinni þá fann ég fljótt að ég gat treyst því fólki sem þar var. Það sýndi mér mikla vinsemd og hlýju.  Það var vel tekið á móti mér, mér fannst ég vera komin heim.  Síðan eru liðin nokkur ár. Nú þekki ég betur sjálfa mig, sjálfstraustið hefur …

Al-Anon– ekkert fyrir mig!

Þessu hef ég trúað í hartnær 15 ár.  Ég er sum sé “uppkomið barn alkóhólista” svo rétta hugtakið sé notað.  Merkilegt, allan þennan tíma hef ég ekki upplifað mig sem neitt sérstakan “bara” þótt pabbi hafi drukkið brennivín og vel af því.  Faðir minn er alkóhólisti, var virkur sem slíkur fyrstu 20 ár ævi minnar, en hefur verið nokkurn veginn …

Riddarinn á hvíta hestinum

Ég kynntist Al-Anon samtökum fyrst fyrir um 10 árum.  Þá stóð ég á tímamótum, ég var að skilja eftir 22 ára hjónaband.  Maðurinn minn var farinn frá mér. Eftir stóð ég með sjálfmyndina í rúst, enga vinnu og var að missa húsnæðið mitt.   Börnin mín þrjú voru 20 ára, 19 ára og 11 ára.  Ég var full af gremju og …

Væntingar mínar

Það var komið að mér. Ég hafði tekið að mér að vera með fund hjá Al-Anon þetta kvöld. Þegar ég vaknaði morguninn sem fundurinn átti að vera, vænti ég þess að geta vippað upp umræðuefni í hvelli og að snilldarhugmyndir myndu hellast yfir mig, til að deila með öðrum. Ég bjóst einnig við að geta klárað fimmtán aðra hluti þann …

Hvers vegna Al-Anon fyrir mig?

Næstkomandi septembermánuð hef ég verið í Al-Anon í tvö ár.  Ég man þennan kalda haustdag þegar að ég kom á minn fyrsta fund eins og hann hafi verið í gær en á sama tíma er eins og hann hafi verið fyrir 100 árum .  Ég man svo vel þá uppgjöf sem heltók huga minn þegar að ég ákvað að fara …

Það sem ég hef lært

Mér hefur lærst margt í Al Anon sem ég veit að ég hefði ekki lært án alls þess sem að baki er og fyrir það verð ég að eilífu þakklát . . .   ég hef lært að elska sjálfa mig ég hef lært að biðja til Guðs um hjálp ég hef lært að opna hjarta mitt ég hef lært …

Kjarkur til að breyta

Til breytinga þarf kjark, hreinskilni, heiðarleika og vilja. Breyting var fyrir mér áhætta, mjög hræðileg, en ef ég gerði það ekki mundi líf mitt vera við það sama. Ég mundi vera sú sama. Mér fannst ég engu hafa að tapa því ég hafði þegar tapað sjálfri mér. Ég var að fara í gegnum tilfinningakreppu. Ég fór að taka margar áhættur. …

Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi

Fyrsta sporið: – og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi Fyrsta orðið er við.  Fyrir mér þýðir það að ég er ekki ein, aðrir finna fyrir sömu tilfinningum og ég.  Það er þess vegna sem við erum félagsskapur jafningja.  Annað orðið er viðurkenning.  Það þýðir að ég get hætt afneitun minni og viðurkennt að ég eigi …