Hvers vegna Al-Anon

Íslensk reynslusaga
Ég sit föst í láglaunastarfi og hef þurft að hætta í námi vegna gjaldþrotslandsins landsins og sé ekki tilgang í neinu.
Ég er stöðugt með hugsanir um að stinga af.. flytja uppí sveit, hætta að borga allar skuldir og vera bara að vinna í hestunum mínum. 
Ég finn að í þessum draumórum að þá leita ég stöðugt að einhverju nálægt sjónum einhverstaðar þar sem sjávarúrvegur er brauðið og ímynda mér að ég geti horft á sjóinn, labbað í fjörunni með stórbrotið landslag allt í kring og þá er ég hamingjusöm.
Já einhvað er þetta nú kunnulegt, ég ólst upp á Vestfjörðum og ég er að leita eftir hamingju og æðruleysi æskuárana, þarna á þeim stað í hjarta mínu eru engar peninga áhyggjur eða kvíði vegna neins, æðruleysi er allt sem er.
Börn eru svo sannarlega hreinir guðir.
Afhverju er ég ekki flutt einhvert á svona stað fyrir löngu?
Jú á svona stöðum þarf að starfa við erfitt láglaunastarf og ég er hrædd við að geta ekki keypt flott föt, en samt get ég ekki keypt mér neina flík núna.
Ég er hrædd um að eiga ekki vini nálægt mér sem ég get farið með á djammið og kíkt með á kaffihús og slúðrað, samt búa flestar mínar vinkonur í 5mín. fjarðlægð og ég hitti þær sjaldan nú á dögum.
Ég er hrædd um að missa af ævintýrum og upplifunum og eyða æsku minni en samt hef ég setið í ár og horft á líf mitt mjakast framhjá.
Ég er hrædd við að mennta mig ekki í því sem ég vil og starfa svo við það.
Ég er hrædd ég er hrædd…
Hver sem les þennan pistil sér hversu ótrúlega fáranlegt þetta er.. og það er alveg rétt og sýnir bara hvað ég er hugsjúk.
Samt eru svona upplifanir alveg nauðsynlegar til að berja í mann vitið, það er greinilegt að ég vil búa við sjóinn, ég vil vera með hesta, ég vil ekki skulda neitt og ég vil rækta sambandið við vini og vandamenn.
Ég er ekki að framkvæma neitt af þessu nema hestana þessa dagana og ekki gert í svolítinn tíma.
Það er greinilegt að einhvað þarf að breytast.
Það er erfitt og ég vildi óska að svona hlutir kæmu bara að sjálfum sér hjá mér en það gera þeir ekki.
Kanski hjá öðrum en ekki mér og það er þessvegna sem ég þarf að vera í prógrammi.
En til að vera í prógrammi þarf ég að vilja það, ég þarf að velja að leggjast bara ekki niður og gefast upp, ég þarf hugrekki til að horfast í augu við sjálfa mig og takast á við mig, minn versta óvin.
Og þetta er ekki sjálfgefið og í raun þá trúi ég ekki að ég geti valið, öðlast hugrekki og styrk.. en ég get verið viljug og þegar ég er viljug hjálpar æðri máttur mér að velja, gefur mér hugrekki og styrk og þá get ég opnað þessa þykku bók sem ég er og lesið þetta örsmáa þétta letur sem liggur á þvers og kruss um síðurnar og þá fæ ég verðlaunin af vinnu minni..
Andlegt heilbrigði
Æðruleysi
Og alla mína drauma