Þegar ég hugsa um jafnvægi, verður mér hugsað til þess sem einn félagi sagði á fundi þegar umræðuefnið var „Hafðu það einfalt.” Hann sagði að hann reyndi að gera daglegu verkefnin án þess að hafa áhyggjur af restinni. Þrátt fyrir að ég hafi heyrt þetta oft áður tengi ég alltaf við þetta aftur. Ég á það til að ýta á undan mér einföldum atriðum í daglega lífinu; að fara í gegnum póstinn minn, borga reikningana á réttum tíma, hringja til baka í fólk, setja hluti á sinn stað þegar ég er búin að nota þá og þrífa húsið mitt.
Ég hef fengið mikla hjálp við frestunaráráttu minni. Að vera virk í prógramminu og að vinna fjórða sporið sýndi mér þessi ákveðnu skapgerðarbresti. Annað atriði sem hjálpaði mér var að vera í sambandi við trúnaðarmanninn minn, sem hefur góðlátlega hjálpað mér við það að finna einfaldar leiðir við að laga frestunaráráttu mína.
Til dæmis tek ég reikningana mína óopnaða með mér í vinnuna daginn eftir að þeir berast. Ég mæti fimmtán mínútum fyrr í vinnuna og fer yfir reikningana. Við skrifborðið mitt í vinnunni hef ég ró og næði án truflana frá fjölskyldunni, sjónvarpinu og símanum.
Þegar ég afgreiði daglegu verkefnin mín minnkar óreiðan innra með mér. Ég þarf hvorki á sektarkenndinni né sjálfsvorkunninni né tómu loforðunum, þar sem ég lofa sjálfri mér að gera betur næst, að halda. Þegar ég tek ábyrgð á sjálfri mér á daglegum grundvelli forðar það mér frá því að vera að skipta mér af lífi annarra og heldur mér í núinu. Og í þessu andartaki, núna, er mitt æðruleysi.
Paula J.
October, Forum 2004