Reynsla mín af bókinni How Al-Anon Works

Íslensk reynslusaga um það hve lesefnið getur stutt okkur í batanum:
Ég er þakklát fyrir hvernig Guð leiddi mig inn í Al-Anon. 
Fljótlega eftir að ég flutti í nýja íbúð, kynntist ég konu sem var í Al-Anon. 
 
Í rúmt ár var ég á einkafundum í Al-Anon án þess að ég vissi, en það var akkúrat það sem ég þurfti.Ég var orðin algjörlega einangruð bæði vegna meðvirkni og geðrænna vandamála.Þarna fékk ég tækifæri til að opna augun fyrir mínum hluta í vandanum og að ég væri einhvers virði. Svo kom sá dagur að ég fór á fund og það besta var að ég var að fara algjörlega fyrir mig sjálfa. 
Ég fór strax að fara reglulega á fundi og fljótlega fékk ég mér trúnaðarkonu .
Það fyrsta sem trúnaðarkonan mín lét mig gera var að kaupa bók sem heitir  How Al-Anon Works.
Ég keypti líka Einn dagur í einu, en ég féll alveg fyrir How Al-Anon Works. Alltaf  þegar einhver vanlíðan kom í ljós las ég eina til tvær sögur og leið strax betur.
Svo byrjaði ég í reynslusporunum og þá var ég stundum stopp og komst ekki lengra og þá las ég líka eina til tvær sögur. 
Ég gat líka nýtt mér skrif um reynslusporin og svo eru svo miklar upplýsingar um hvað Al-Anon er , hvernig það virkar og hvers vegna. Mér finnst þessi bók How Al-Anon Works hafa hjálpað mér gríðalega í mínum bata og einnig hef ég haft einhverjar upplýsingar í höndunum þegar fólk hefur verið með spurningar, þá get ég bara sýnt það í bókinni.
 
Ég vona heitt og innilega að hún verði þýdd á íslensku fyrir þá sem ekki geta lesið ensku og ég mæli með að þetta sé fyrsta bókin sem nýliðar kaupa sér, þessi bók hefur verið mér ómetanleg á minni batagöngu.
 
Kveðja frá þakklátum Al-Anon félaga