Hjarta mitt fylltist gleði

Auglýsum fundina:
– kveðja frá þakklátum félaga
Fyrir nokkru hvatti svæðisfundur í Reykjavík allar deildir til þess að nýta tilkynninga- og auglýsingatöflur hvar sem þær er að finna  til þess að setja upp auglýsingar um fundarstað og fundartíma Al-Anon deildar í viðkomandi hverfi eða bæjarfélagi.  Eftirfarandi kveðja barst Hlekknum í dag:
Frábært framtak að gera okkur sýnileg.  Ég var stödd fyrir stuttu í sjoppu í Breiðholtinu, þegar mér var litið á upplýsingartöflu þar. Sá ég þá ekki að það var tilkynning frá Al-Anon deild, sem auglýsti fund. Hjartað mitt fylltist gleði.  Við erum að byrja að gera okkur sýnileg, ég vona að ég eigi eftir að sjá fleiri svona tilkynningar.
 
Kveðja þakklátur
Al-Anon félagi