SOS hópurinn

Reynslusaga félaga af 12. spors starfi
Ég kom í SOS hópinn til að dýpka bata minn í 12.sporsstarfinu. Ég kom á SOS fund og tók að mér einn laugardag til að manna kynningu á Vogi.
Ég fór svo í heimadeildina mína, stóð upp og auglýsti eftir fólki til að koma með mér. Eftir fundinn komu svo til mín fleiri en þurfti. Því bauð ég einni stelpu sem var í 8. spori og einum nýliða með. Og sagði hinum að koma bara á næsta SOS fund.
Við mættum snemma á Vog og okkur var gefið kaffi. Svo hófst fundurinn. Ég las fyrst inngangsorðin og sagði frá reynslu minni, veitti styrk og von. Svo tók nýliðinn til máls og sagði sína reynslu, loks reyndur félagi sem lokaði svo fundinum, eftir að við tókum við spurningum frá vistmönnum. Þetta gekk alveg eins og í sögu og var ekki annað að sjá að fólk hafi haft gagn af. Það var mikið spurt um Alateen og hvar fundi væri að finna. Við gátum reyndar ekki svarað öllum spurningunum, enda ekki alvitur  En það var bara allt í lagi.
Ég hvet alla sem hafa áhuga á að taka bæði krefjandi og skemmtilegt 12.sporsstarf að hafa samband við hópinn með tölvupósti: kynningarteymi@hotmail.com
 
Þakklátur Al-Anon félagi.