Tilgangur Alateen unglingadeildanna
Unglingar koma saman til að:
-
deila með hvert öðru reynslu sinni, styrk og vonum
-
ræða vandamál sín
-
að læra árangursríkar aðferðir til að takast á við vandamál sín
-
hvetja hvert annað
-
hjálpa hvert öðru að skilja aðalatriði Alateen aðferðarinnar
Alateen félagar læra að:
-
stjórnlaus drykkja er sjúkdómur
-
þeir geta skilið sig tilfinningalega frá vanda þess sem drekkur en jafnframt elskað viðkomandi áfram
-
þeir eiga hvorki sök á drykkju né framkomu annarra
-
þeir geta hvorki breytt né stjórnað nokkrum öðrum en sjálfum sér
-
þeir eiga fjölbreytta möguleika á að þroskast, hvað svo sem gengur á á heimilinu
-
þeir geta eignast innihaldsríkt og gefandi líf
Alateen er:
-
félagsskapur ungra Al-Anon félaga, venjulega unglinga, sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju annarra
-
sjálfshjálparaðferð fyrir unglinga
-
vettvangur fyrir unglinga sem vilja hlusta á aðra unglinga sem eiga við sömu eða svipuð vandamál að stríða
-
vettvangur fyrir unglinga sem vilja deila reynslu sinni, styrk og von með öðrum unglingum sem eru aðstandendur alkóhólista
Alateen er ekki:
- hjálp fyrir unglinga sem vilja takast á við eigin fíkn og/eða drykkjuvandamál
- fyrir unglinga sem eru yngri en 13 ára
- barnapössun
- námskeið eða formleg kennsla
Þegar einhver, einhverstaðar leitar eftir hjálp
megi hönd Al-Anon og Alateen
ávallt vera til staðar
og megi það byrja hjá mér
Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að geta heimilda www.al-anon.is.
Al-Anon samtökin á Íslandi©
Al-Anon og Alateen félögum er frjálst að prenta út og dreifa efninu innan samtakanna og til félaga.