Að njóta ferðarinnar

Upp á síðkastið hef ég litið aftur um farinn veg sl. 48 ár. Það hefur veitt mér mikið  þakklætiog gleði að hugsa um þann bata sem ég hef öðlast í Al-Anon.
Ég er þakklát
Guði, Al-Anon og AA samtökunum fyrir þau ár sem ég hef fengið að eyða með
manninum mínum. Ég var ekki að leita að áfangastað, heldur naut ég ferðarinnar einn dag í einu, og þvílík ferð sem það hefur verið! Mig langar að gefa áfram þann bata sem ég hef öðlast í Al-Anon. Allir hlutir eru mögulegir með Guðs hjálp, svo að ég tek bara eitt skref í einu og held áfram. Jafnvel þótt að ég sé með plan, þá er Guð ætíð með betra plan.
 Ég er mjög þakklát að ég hlustaði og lærði. Stundum var það mjög erfitt, en í gegnum Guð og Al-Anon lærði ég að nota slagorðið “ þetta líður hjá“.
Félagar í Al-Anon gáfu mér frábær verkfæri til að nota. Frá því á fyrsta Al-Anon fundinum mínum fyrir 41 ári síðan, hef ég lært að setja á mig verkfærabeltið á hverjum morgni.
Ég er alltaf með verkfærin innan seilingar: trúnaðarmanneskju sem þekkir mig mjög vel, lista af símanúmerum hjá Al-Anon félögum ef ske kynni að ég næði ekki í trúnaðarmanneskjuna
mína, ráðstefnusamþykkt lesefni sem ég les jafn óðum, fundarlista svo ég hefði alltaf upplýsingar
um næsta fund, og slagorð sem hafa oft hjálpað mér í hvelli. En síðast en ekki síst reynslusporin
12 og 12 erfðavenjur. Sporin hafa hjálpað mér að skoða sjálfan mig og breyta lífi mínu og  erfðavenjurnar hafa hjálpað mér með að ala upp 7 börn. Tímaritið Forum hefur verið enn eitt
verkfærið í verkfærabeltinu mínu.  
Áður en ég kom í Al-Anon var ég tilbúin til að enda 7 ára hjónaband. Að koma til Al-Anon
samtakanna þegar ég var aðeins 25 ára gaf mér von og góð trúnaðarmanneskja veitti mér mikla hvatningu. Ég deildi 41 ári með manninum sem ég elskaði áður en hann lést. Vilji minn
til að deila bata mínum með öðrum er mikilvægur- 12 sporið í framkvæmd. Að hafa verið þáttakandi í þjónustu hjálpaði mér að koma alltaf afbtur.
 
Joan, New York