Veröldin gefur mér á sama hátt og ég henni

Um 7. erfðavenjuna:
– erindi flutt á Landsþjónusturáðstefnunni 2001
Eftirfarandi erindi um sjöundu erfðavenjuna var flutt af Ragnheiði Þ. á Landsþjónusturáðstefnu Al-Anon samtakanna í september á síðasta ári.  Sjöunda erfðavenjan hljóðar þannig: „Sérhver deild ætti að vera algjörlega á eigin framfæri og hafna utanaðkomandi framlögum.“ (Á ensku: Every group ought to be fully selfsupporting, declining outside contributions.):
 
Ég ætla að byrja á að lesa nokkur orð upp af spjaldinu Dagurinn í dag: „Í dag ætla ég að vera óttalaus. Sérstaklega ætla ég að vera óhrædd/ur við við að njóta þess sem fagurt er og trúa því, að veröldin gefi mér á sama hátt og ég henni.“
Í seinni hluta 3. erfðavenjunnar segir: Til þess að gerast Al-Anon félagi þarf aðeins eitt, að ættingi eða vinur hafi átt eða eigi í vanda vegna alkóhólisma.
· Eina krafan sem gerð er til þess sem vill styrkja Al-Anon samtökin með fjárframlögum, öðrum gjöfum eða sjálfboðavinnu er að hún/hann sé félagi í samtökunum.
· Fjárframlög okkar, félaganna í Al-Anon, eru eina féð sem Al-Anon deildirnar hafa sér til stuðnings.
· Ef við félagarnir munum eftir að láta okkar af hendi rakna, verða Al-Anon samtökin ávalt til staðar fyrir fjölskyldur og vini alkóhólista.
· Til að byrja með erum við boðin velkomin án þess að nokkrar kröfur séu gerðar til þess að við borgum í pottinn eða styrkjum Al-Anon starfið á annan hátt.
· Við erum hvött til þess að taka tíma fyrir okkur sjálf áður en við förum að taka þátt í þjónustu í deildinni.
· Það kemur að því að við finnum hjá okkur þörf til þess að vinna sporin og að leggja okkar af mörkum í deildinni svo við höldum áfram að þroskast eftir Al-Anon leiðinni.
 
· Við veljum að axla þá ábyrgð að greiða fyrir okkur sjálf með frjálsum framlögum.
· Þegar við sjáum sjálf um fjárhagslegar þarfir okkar getum við haft starfið nákvæmlega eins og við viljum hafa það.
· Það eru engir utanaðkomandi styrktaraðilar sem geta sagt okkur fyrir eða haft áhrif á stefnu samtakanna með því að hóta að hætta að styrkja okkur.
· Sjálfstæði Al-Anon er á okkar ábyrgð, það er á okkar ábyrgð að Al-Anon haldi áfram að vera til staðar fyrir fjölskyldur og vini alkóhólista.
· 7. erfðavenjan vísar okkur veginn er við lærum að sinna efnislegum og tilfinningalegum þörfum okkar.
· 7. erfðavenjan gerir okkur sjálfbær, keeps us self-sustaining.
 
Félagar deila reynslu, styrk og vonum.
· Það er í mannlegu eðli að manneskja sem gefur öðrum peninga, geti haft ákveðnar væntingar um hvernig þeim skuli varið.
· Ef við framfleytum okkur ekki sjálf er hætta á að við getum orðið fórnarlömb þess sem styrkir okkur.
· Enginn getur keypt eða eignað sér Al-Anon deild með peningum, stöðu eða áhrifum, við skiljum utanaðkomandi áhrif eftir fyrir utan dyrnar, ,,willingly or not.“  Þau eru ekki hluti af Al-Anon boðskapnum.
· Þegar við lærum að taka fjárhagslega ábyrgð á okkur sjálfum , lærum við í leiðinni að sinna þörfum okkar.
· Það fer í taugarnar á mér að rætt sé um 7. erfðavenjuna einvörðungu út frá fjárhagslegu sjónarmiði.  Er ég hugsa um 7. erfðavenjuna sem vernd fyrir andlegan vöxt minn, upplifi ég frelsi og auðmýkt.  Ég veit að ég fæ ekki aðeins að gefa peninga og þjónustu, heldur fæ ég einnig að taka á móti endalausum kraftaverkum.
 
Spurningar
· Hvað er átt við með því að vera algerlega á eigin framfæri?
· Hugsa ég út í kostnaðinn og hvers deildin mín þarfnast þegar ég ákveð hvað ég ætla að leggja til eða hendi ég bara alltaf sama 100 kallinum í pottinn?  Get ég sett aðeins meira í pottinn fyrir nýliðann sem getur ekki sett neitt sjálfur?
· Er ég meðvit/uð/aður um andlegu hliðina á því að gefa af sér.
· Hvernig styð ég við starfið í minni deild? Á mínu svæði? Landsþjónustustarfið og Alþjóðastarfið?
· Hvað gefur það mér að vera hluti af alþjóðlegum félagsskap?
 
Hvað gerir Alþjóðaþjónustuskrifstofan til að hvetja félagana til þess að gefa fé til sameiginlegs starfs?
 
· Ákall til félaganna. Fjórum sinnum á ári (febrúar, maí ,ágúst og nóvember) sendir skrifstofan bréf til allra deilda í Bandaríkjunum og Kanada þar sem félagarnir eru hvattir til að gefa 500 krónur (má að sjálfsögu vera minna) til þess að hjálpa til við að bera Al-Anon boðskapinn út um heimsbyggðina.  Beðið er um að bréfið sé lesið á þremur fundum í röð og gjaldkerinn sér um að safna peningunum saman og senda til skrifstofunnar. Í nóvember eru auk þess send bréf til allra þjónustuskrifstofa Al-Anon þar með talið skrifstofunnar okkar.
· Afmælisgjöf. Félagar eru hvattir að leggja 100 krónur fyrir hvert ár í Al-Anon á fundasóknarafmælinu sínu.
· Beint framlag. WSO tekur á móti fé frá félögum að að einni milljón króna á ári.
· Minningargjafir. Gjöf frá félaga til minningar um látinn vin eða ættingja er ein leið til að hjálpa við að bera út Al-Anon boðskapinn.
· Arfleiðslugjöf. Al-Anon félagar geta ánafnað samtökunum allt að 10 milljónum í erfðaskrá sinni.
· Deildirnar. Þar fyrir utan senda deildirnar til WSO það sem eftir er þegar deildin er búin að borga leigu, lesefni, veitingar …
 
Á skífuriti yfir framlög til WSO á síðasta ári kemur fram að:
– 41% rekstrarfjárins kemur frá árfjórðungslega ákallinu til félaganna
– 34% frá félögunum
– 10% frá arfleiðslu og afmælisgjöfum
– 8% frá einstaklingum
– 7% eftir öðrum leiðum
 
Í nóvember á síðasta ári voru sendir 300 $ til WSO og er gert ráð fyrir því á kostnaðaráætlun fyrir þetta á að það verði send út sama upphæð í ár. Aðalþjónustuskrifstofan sendir í febrúar á hverju ári bréf til allra deilda þar sem beðið er um stuðning deildanna til sameiginlegs starfs. Auk þess er reiknað með því að deildirnar greiði kostnaðinn af ráðstefnunni en honum er jafnað á deildirnar og gíróseðill sendur út fyrir ráðstefnuna.
 
Hvað getum við gert til þess að vekja meðvitund um mikilvægi þess að gefa til baka svo að Al-Anon haldi áfram að vera til staðar fyrir vini og fjölskyldur alkóhólista?
 
– Köllum pottinn okkar þakklætispottinn.
 
(Umræður um sjöundu erfðavenjuna eru í næstu grein.)