Til trúnaðarmannsins míns

Þakka þér, kæri vinur, fyrir að ganga á undan mér, fyrir að upplifa sársaukann og örvæntinguna og fyrir að sigrast á því, fyrir að hafa tekið líf þitt í þínar hendur og ákveða að reyna nýjar leiðir.
Þakka þér fyrir að deila reynslu þinni með mér, tilraunum og mistökum, hliðarsporum og góðum árangri, leið þinni til æðruleysis og heilbrigðis.  Án sársaukans hefðir þú ekki orðið að þeirri yndislegu manneskju sem þú ert nú, og ég hefði ekki haft neina fyrirmynd í mínum endurbata, engan til að benda mér á leiðir, engan til að deila með einmanalegri örvæntingu  minni.
 
Þakka þér fyrir að hlusta á mig og taka mér eins og ég er, fyrir að benda mér á að það er möguleiki á breytingum í lífi mínu, að ég geti ekki breytt einhverjum öðrum.  Þakka þér fyrir hláturinn.  Ég var búin að gleyma því hvað innilegur hlátur léttir lífið.

 
Þakka þér fyrir að leyfa mér að deila trúnni með þér, án þess að dæma hikandi tilraunir mínar við tilbeiðslu.  Þú sagðir mér að breytingar gerast hægt og þær koma í dropatali, ekki lítratali.  Þakka þér fyrir að segja mér að Hann geti hjálpað sé til hans leitað, og að ég ætti að leita Hans núna.  Hve einlæglega ég leitaði, og ég fann.
 
Hve yndislegur er friðurinn og æðruleysið sem ég hef fengið að upplifa.  Hve lotningarfull er sú uppgötvun að nú er komið að mér að ganga á undan öðrum og deila reynslu minni, styrk og vonum og að styðja aðra á leið sinni til heilbrigðis innan Al-Anon.
 

Betty P. Minnesota
Forum nóv. 1993 bls.21
Áður birt með leyfi AFG Inc.
í Hlekknum í mars 1995