Hvað er Hlekkurinn?

Hlekkurinn er veftímarit Al-Anon samtakanna á Íslandi og er ætlað að vera vettvangur samskipta fyrir samtökin í heild.

Í Hlekknum birtast fréttir og tilkynningar frá deildum, svæðum, landsþjónustu, skrifstofu og erlendis frá sem kynna þá þjónustu sem fer þar fram. Úr bókum og öðru lesefni samtakanna eru birtir valdir kaflar og úrdrættir og síðast en ekki síst eru reynslusögur félaga. Eða með öðrum orðum,  allt það sem að gagni gæti komið við batagöngu ykkar sem hafa orðið fyrir áhrifum af fjölskyldusjúkdómnum alkóhólisma.

Hér geta félagar deilt reynslu, styrk og von líkt og þeir gera á fundum. En athugið þó að það efni sem hér er birt lýsir þeirra eigin persónulegu reynslu og skoðunum og má ekki eigna Al-Anon samtökunum í heild. Birting á efni frá félögum sem birtist hér gefur ekki til kynna samþykki samtakanna né Hlekksins á því. Þess er þó ávallt gætt að það efni sem er birt samrýmist boðskap og meginreglum Al-Anon samtakanna.

 ,,Taktu það sem þér geðjast að en láttu annað liggja á milli hluta“

Hlekkurinn áður og nú

Fyrstu áratugina kom Hlekkurinn út á pappír tvisvar til sex sinnum á ári. Deildir og félagar voru áskrifendur. Efni í honum var notað m.a. til leiða fundi. Talað var um Hlekkinn sem fund í farteskinu.  En árið 2001 þegar vefsíða samtakanna var sett upp fyrst, var ákveðið að færa hann í núverandi horf.

Allar ábendingar og tillögur um það er varða Hlekkinn og útgáfu hans eru vel þegnar og má senda á netfangið al-anon@al-anon.is.


 

Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að heimilda sé getið og vitnað í vefsíðuna.