Ótrúlegar uppgötvanir

Reynslusaga úr Janúar hefti Forum:
 
Ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku sem gerði það að verkum að ég átti í erfiðleikum með kynlíf þegar ég var orðinn eldri.
Ég tók þátt í því sem fullorðinn manneskja en ég naut mín ekki. Jafnvel þótt svo að ég hafi laðast að manninum mínum kynferðislega, þá var ég farin að hata kynlíf- rétt eins
og ég fór að hata hann og vera full af gremju gagnvart honum á meðan hann drakk. En ég elskaði eiginmann minn, þannig að ég bældi tilfinningar mínar sem voru m.a. ótti og gremja.
Eftir að verða heftari og heftari kynferðislega þá fór ég að draga mig til hlés hvað varðar kynlíf og kenndi eiginmanninum mínum um það í hljóði.
Þrátt fyrir að hafa fengið hjálp við misnotkuninni á sínum tíma, þá skammaðist ég mín of mikið til þess að nálgast faglega hjálp varðandi núverandi erfiðleika í kynlífi. Ég ræddi þetta við trúnaðarkonu mína sem einnig hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í barnæsku. Ég las einnig um kynferðislega nánd í lesefni
Al-Anon og ræddi það á nokkrum fundum sem ég leiddi. Þrátt fyrir að lesa í Al-Anon bókum sem hjálpuðu mér var kynlífið okkar ekkert að batna. Trúnaðarkona mín stakk upp á því að ég ræddi þetta við minn æðri mátt og bæði hann að koma inn
í aðstæður okkar. Hún sagði að ég gæti beðið um Guðs hjálp áður en við stunduðum  kynlíf. Ég hikaði í fyrstu, mér fannst uppástungan frekar framandi, en örvæntingin gerði mig fúsa til að reyna þessa leið.
Þegar minningar úr barnæsku minni helltust yfir mig þá bað ég Guð að fjarlægja þær. Á endanum leysti Guð mig frá þráhyggju minni og ég hætti að fá flashback úr fortíðinni. Að upplifa frelsi og árangur frá þessari einu beiðni var svo mikilvæg fyrir mig að ég fór að trúa því Guðgæti gert kynlíf mitt heilbrigt að nýju og að við gætum stundað eðlilegt kynlíf.
Þegar ég spurði eiginmann minn hvort við ættum ekki að biðja fyrir kynlífinu okkar, þá leit hann á mig eins og ég væri brjáluð og sagði þvert “Nei”. Það væri þá eins og ástarþríhyrningur. Viðbrögð hans gerðu það að verkum að ég skammaðist mín en ég  sýndi honum það ekki. Ég hélt hinsvegar áfram að biðja fyrir kynlífinu okkar og mér fór að líða miklu betur með sjálfan mig og kynlífið.
6 mánuðum seinna las maðurinn minn skáldsögu sem snerti á líkamlegum, tilfinningalegum og andlegum afleiðingum sem kynferðislegt ofbeldi getur haft í för með sér. Hann skildi loksins
hvað ég var að upplifa sem barn og hann varð fús til þess að biðja Guð að hjálpa okkur með kynlífið. Á hnjánum báðum við Guð um hjálp við kynlífið okkar. Við höfum gert undraverðar
uppgötvanir. Nánd er miklu meira en líkamleg ánægja og að þóknast hvort öðru þýðir ekki að við þurfum að fórna okkur fyrir hvort annað. Við höfum lært að elska hvort annað alveg upp á
nýtt og við höfum upplifað mikla gleði í fyrsta sinn í lífi okkar. Umfram okkar villtustu drauma þá hefur Guð gert okkur heilbrigð að nýju.
Takk Al-Anon fyrir að skapa vettvang til þess.