Viðbrögð nýliða við bakslagi

Eftir margra ára drykkju og alkóhólisma fór maðurinn minn í meðferð. Fjölskyldulífið okkar var ekki fullkomið en það var yndislegt! Þá byrjaði hann að drekka aftur þó það væri ekki í sama magni og áður, hann berst við að halda sér allsgáðum.  
Al-Anon bjargaði geðheilsu minni. Ég hef stundað prógrammið í þrjá mánuði, búin að hringja mitt fyrsta símtal til Al-Anon félaga og stuðningurinn sem ég fékk var mjög öflugur. Ég ákvað að fá mér trúnaðarkonu og byrja að vinna Sporin.
Vikan fór í að biðja til æðri máttar, taka “Einn dag í einu” og ræða líðan mína við maka minn og börnin þrjú.
Ég talaði lengi við 14 ára dóttur mína sem  var vön að fá reiðiköst og loka sig af. Í þetta sinn talaði hún í tvo tíma og sagðist skilja að alkóhólismi væri sjúkdómur. Hinar dætur mínar tvær lýstu sama skilningi á sjúkdómnum.
Ég sýndi maka mínum ást og umhyggju og hve mikils ég met hann sem einstakan, yndislegan mann. Hann brást við af virðingu, virtist ekki eins skömmustulegur og ég einbeitti mér að sjálfri mér. Æðruleysið sem ég upplifði var ólýsanlegt í þessum kringumstæðum, ég var róleg og lifði einn dag í einu.
By Claudette B., New York
The Forum, December 2008