Skrifstofa – Bóksala
Opnunartími Aðalþjónustuskrifstofu Al-Anon þriðjudaga kl. 16:00-18:00 og miðvikudaga kl. 15:00-18:00. Hægt er að kaupa bækur og annað lesefni á staðnum ásamt því að fá upplýsingar um starfsemi samtakanna.
– uppfært 26. ágúst 2022
ALATEEN
ALATEEN fundir falla niður um óákveðinn tíma.
– sett inn 31. maí 2022
Stuðnings- og upplýsingasími fyrir aðstandendur
Ef þig vantar stuðning eða upplýsingar þá er hægt að leita til Al-Anon félaga alla daga, allt árið um kring með því að hringja í stuðnings- og upplýsingasíma Al-Anon deildarinnar Stattu með þér. Síminn er 768 7888.
Síminn er starfræktur í anda yfirlýsingar Al-Anon: „Þegar einhver, einhvers staðar leitar eftir hjálp, megi hönd Al-Anon og Alateen ávallt vera til staðar og megi það byrja hjá mér.“
– sett inn 14. júní 2020
Al-Anon fjölskyldudeildirnar á Íslandi
Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru samtök ættingja og vina alkóhólista sem deila reynslu sinni, styrk og vonum svo þeir megi leysa sameiginlega vandamál sín. Við trúum að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að breytt viðhorf geti stuðlað að bata.
Ef þú telur þig hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju einhvers, þá hvetjum við þig til þess að fara á fund hjá næstu fjölskyldudeild Al-Anon.
Hlekkirnir hérna vinstra megin veita meiri upplýsingar um samtökin og starfið.
Reikningur samtakanna
Landsbankinn 0101-26-021674 – kennitala 680978-0429
Félagar sem vilja styrkja Al-Anon á Íslandi geta lagt inn á þennan reikning.
Al-Anon er ekki sama og Alanó
Af gefnu tilefni vill Aðalþjónustunefnd Al-Anon á Íslandi koma því á framfæri til allra félaga að Al-Anon er með öllu ótengt Alanó klúbbnum. Nokkrar Al-Anon deildir leigja fundaraðstöðu fyrir fundi sína að Héðinsgötu 1-3 en Alanó klúbburinn sér um rekstur og útleigu á húsnæðinu. Mánaðarlegar greiðslur til Alanó klúbbsins eru því greiðslur til rekstrarfélags húsnæðisins en ekki framlög til Al-Anon samtakanna á Íslandi.
Hægt er að millifæra framlög til Al-Anon á Íslandi, reikningsnúmer samtakanna er hér fyrir ofan.
Með bestu kveðu
Al-Anon samtökin á Íslandi