Skrifstofa – Bóksala
Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon í Sundaborg 5 er opin þriðjudaga 16-18 og miðvikudaga kl. 15-18.
Sumarlokun skrifstofu – bóksölu
Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá 18.-29. júní, 8.-16. júlí og frá 22. – 30. júlí,  á þessum dögum verða pantanir í vefverslun ekki sendar út.

Almannatengslanefnd hefur sett sér það markmið að kynna fyrir Al-Anon félögum þær breytingar sem verða á kynningarstarfi Al-Anon á Íslandi. Við hvetjum allar deildir Al-Anon til þess að huga að nýliðaþjónustu og bjóða upp á nýliðafundi frá og með haustinu. Í Bóksölu Al-Anon er hægt að hlaða niður Leiðarljósinu „Nýliðafundir“ sér að kostnaðarlausu. Þar eru leiðbeiningar um hvernig halda skal nýliðafund. Nýliðafundir eru mikilvægur hluti Al-Anon og eru angi af kynningarstarfi Al-Anon á Íslandi. Mundu að þegar þú leiðir nýliðafund ertu einfaldlega að deila þeirri reynslu, styrk og von sem þú fannst með Al-Anon aðferðinni. Ykkur til upplýsinga þá liggur ennþá allt kynningarstarf á vegum Al-Anon á sjúkrahúsum og meðferðarstofnunum niðri. Fyrir þau sem hafa áhuga á því að nýta krafta sína í nefndarstarf Al-Anon þá er pláss fyrir fleiri félaga í Almannatengslanefnd. Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið al-anon@al-anon.is Með kærri kveðju, Almannatengslanefnd




Stuðnings- og upplýsingasími fyrir aðstandendur
Ef þig vantar stuðning eða upplýsingar þá er hægt að leita til Al-Anon félaga alla daga, allt árið um kring með því að hringja í stuðnings- og upplýsingasíma Al-Anon deildarinnar Stattu með þér. Síminn er 768 7888.
Síminn er starfræktur í anda yfirlýsingar Al-Anon: „Þegar einhver, einhvers staðar leitar eftir hjálp, megi hönd Al-Anon og Alateen ávallt vera til staðar og megi það byrja hjá mér.“
– sett inn 14. júní 2020

Al-Anon fjölskyldudeildirnar á Íslandi
Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru samtök ættingja og vina alkóhólista sem deila reynslu sinni, styrk og vonum svo þeir megi leysa sameiginlega vandamál sín. Við trúum að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að breytt viðhorf geti stuðlað að bata.
Ef þú telur þig hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju einhvers, þá hvetjum við þig til þess að fara á fund hjá næstu fjölskyldudeild Al-Anon.
Hlekkirnir hérna vinstra megin veita meiri upplýsingar um samtökin og starfið.

Reikningur samtakanna
Landsbankinn 0101-26-021674 – kennitala 680978-0429
Félagar sem vilja styrkja Al-Anon á Íslandi geta lagt inn á þennan reikning.