Mikilvægi þakklætisins

Hópavinna landsþjónusturáðstefnunnar:
-Hvað getum við gert til þess að vekja meðvitund um mikilvægi þess að gefa til baka?
Í lok erindis um 7. erfðavenjuna, sem birt er hér að ofan lagði Ragnheiður til að ekki væri lengur talað um kaffisjóð í deildunum, heldur þakklætissjóð. Hún benti á að umræða um 7. erfðavenjuna væri erfið, það sé ekki hægt að ráðast á nýliðann og heimta að hann borgi í pottinn. Húnr rifjaði upp eigin nýliðatíma þegar henni fannst hún hafa beðið skarðan hlut frá borði þegar auði heims var úthlutað, og sú tilfinning var ríkust að hún ætti að þiggja en ekki gefa. Hún minnti á að löngunin til að gefa í pottinn verður að koma innan frá, hjá sérhverjum félaga.
Í kjölfar erindis Ragnheiðar var orðið látið ganga hringinn á milli ráðstefnugesta og hver og einn benti á leiðir til að svara spurningunni:
 
,,Hvað getum við gert til þess að vekja meðvitund um mikilvægi þess að gefa til baka svo að Al-Anon haldi áfram að vera til staðar fyrir vini og fjölskyldur alkóhólista?“
 
Ritarar ráðstefnunnar skrifuðu niður svörin sem hér fara á eftir, og vonandi geta félagarnir í deildunum allt í kringum landið nýtt sér þær hugmyndir sem þar eru settar fram, eins og stungið var upp á í lok umræðunnar.
 
 
Áslaug: Vont að við skulum ekki eiga peninga til að gefa út eina bók eins og við erum mörg. Leggur til að stofnaður verður sérstakur pottur í deildunum sem nefnist þýðingar- eða útgáfusjóður.
María: Tekur undir spurninguna: „Hendi ég hundraðkallinum í pottinn af gömlum vana í pottinn?“ Góð ábending að vera meðvituð um andlegu hliðina á fjárhag Al-Anon samtakanna.
Björg: Bendir á að fólk verði að temja sér að vera ekki bara með greiðslukort á sér. Fólk þurfi að hugleiða í hvað peningarnir fara. Spyr sjálfa sig hvort hún sé að eyða peningum í óþarfa og þeim peningum væri betur varið hjá samtökunum.
Heiðrún: Minnir á að fólk hefur misjafnlega mikið fé á milli handanna.
Jóhanna: Talar um hvað hún hefur fengið mikið frá Al-Anon og að hún vilji gefa til baka. Segist reyna að muna að gefa sérstaklega í pottinn um mánaðamót. Minnir á að þegar hún var nýliði hafi fjárhagur sinn verið svo slæmur.
Anna: Tekur undir kortaumræðuna. Bendir á að í sinni heimadeild séu félagar hættir að tala um kaffisjóð – pottur heitir það núna. Segir að oft sé minnt á hann.
Guðrún B.: Segir frá því að í lokaorðum heimadeildar hennar sé tilgreint í hvað potturinn fari. Spyr hvort tilgreina megi Al-Anon sem líknarfélag í dánartilkynningum.
Vilborg: Sniðugt að láta pottinn/körfuna ganga á meðan lokaorðin eru lesin en þó verður að passa að af því myndist ekki of mikill hávaði eða truflun. Bendir á hve peningamálin séu mikið feimnismál. Segir nauðsynlegt að minna á í hvað potturinn fari, viðbrögð félaganna batni við það þegar þeir átti sig á að peningarnir eru notaðir til sameiginlega starfsins, útgáfu lesefnis og skrifstofurekstrar, en ekki aðeins til að kaupa inn fyrir deildina.
Ragnheiður: Talar um andlegu hliðina á því að gefa í pottinn. Eftir því lengur sem hún hefur verið í Al-Anon langi hana til að gefa meira af sér, líka í þjónustu. Áður en hún fer á fund undirbýr hún sig undir að gefa í pottinn, kemur við í hraðbanka og hlakkar til að gefa í pottinn.
Sigríður: Talar  um að þegar hún kom fyrst inn í Al-Anon fyrir tólf árum hafi verið gefinn 100-kall. Nefnir sem hugmynd að haldnir séu svæðisfundir þar sem safnað sé í pott. Minnir á að peningar eigi ekki að liggja lengi inni á bankareikningi deildar, heldur renna til skrifstofu.
Ása: Tekur undir hugmyndina um að gefa á fundarafmælisdegi. Minnir á að einu sinni hafi framlagið í pottinn miðast við sígarettupakka og að hann sé löngu orðinn dýrari en 100 krónur. Vill að skrifstofan sendir bréf til deilda einu sinni til tvisvar á ári þar sem minnt er á afmælisdagana.
Jóhanna: Segir gott að kalla þetta þakklætissjóð, sem og að hugsa til peningalítilla nýliða þegar maður gefur í pottinn.
Gylfi: Bendir á að mikilvægt sé að hafa fjáröflun einfalda. Tilhneigingin sé sú að söfnun lendi alltaf á fárra manna höndum. Bendir síðan á að skrifstofan megi ekki senda deildum of oft bréf þar sem óskað sé eftir fjárframlögum. Segir mikilvægt að vekja upp jákvætt hugarfar hjá fólki. Þakklætissjóður sé því mjög gott nafn. Segir það hafa verið sett inn í lokaorðin í heimadeildinni sinni að potturinn stæði undir skrifstofu, þýðingu á lesefni, kaffi og húsaleigu.
Erlendur: Tekur undir að kynnt verði í deildum til hvers fjármunir séu notaðir. Bendir að nauðsynlegt sé að ákveðin hugarfarsbreyting eigi sér stað innan Al-Anon, að félagar endurskoði það að borga 100-kall í pottinn. Að fólk hugleiði hvort það sé að borga fyrir einhverja hluti sem gefi því ekki neitt.
Bára: Þakkar fyrir góðar hugmyndir sem fram hafa komið. Leggur fram þá hugmynd að fólk eigi klinksjóð heima hjá sér.
Elín: Segir frá því að hún hafi spurt að því í deildinni sinni hversu mikið ætti að borga í pottinn. Fannst þetta vera mikið feimnismál þegar hún bað fólk að borga í pottinn. Stunduð sé gert lítið úr pottinum þegar nýliði spyrji til hvers potturinn sé.
Begga: Bendir á að aðgreina þurfi þýðingarsjóð frá pottinum.
Arnbjörg: Spyr hvers hlutverks sé það í deildinni að minna á pottinn. Á gjaldkeri að sjá um að minna á pottinn? Á deildarfulltrúi að gera slíkt?
Sólbjörg: Segist vera sammála hinum.
Kristín Sæm.: Segir að í heimadeildinni sinni minni gjaldkeri reglulega á pottinn. Sjálf deili hún því með félögunum að skrifstofunni vanti fjármagn.
Kristín Sig: Spyr hvort hægt sé að taka Al-Anon í fóstur líkt og maður tekur börn á Indlandi eða Úganda í fóstur og greiðir 500-1.000 krónur á mánuði? Leggur til að sá sem leiði segi frá því í stuttu máli í hvað peningarnir fari. Spyr hvort hægt sé að taka allar þær hugmyndir sem fram hafi komið, setja á blað og senda til deilda?