Faðirinn sem ég þarfnaðist

Það mikilvægasta sem ég hef fengið frá Al-Anon er samband mitt við Æðri mátt. Áður en ég byrjaði í prógramminum hafði ég ekkert hugtak yfir Æðri mátt sem uppsprettu kærleiks og vegvísi til betra lífs. Guð var einskonar stigavörður sem hafði yfirlit yfir mistök mín og ég var honum ekki þóknanlegur. Hugmynd mín
um Guð var að hann væri refsandi og leggði dóm á mig. Ég fór í Al-Anon afþví að pabbi minn er alkóhólisti. Minningarnar um alkóhólismann, ótta minn og óhamingju ásamt áhyggjum streymdu fram. Þar sem að ég lærði í prógramminum var að sætta mig við fortíðina og leitast eftir því hvað ég gæti gert til þess að breyta mér. Það var mælst til þess að ég ynni 12 reynslusporin og þannig myndi ég eignast samband við æðri mátt. Þetta þýddi að ég þyrfti að breyta viðhorfum mínum til föður míns sem ég bar gremju til fyrir að vera alkóhólisti. Þrátt fyrir bænir mínar gat ég ekki losnað við gremjuna.  Hvað átti ég að gera? Með því að vinna sporin 12 öðlaðist ég samband við
æðri mátt.  þegar ég skrifaði ástæður gremju minnar til föður míns, komst ég að því að ég var reiður út í hann því ég átti ekki föður sem kom á fótboltaleikina mína eða lék við mig reglulega.

 
En þegar ég las þessar hugrenningar fyrir sponsorinn minn benti hann mér á að ég hefði föðurinn sem ég þarfnaðist jafnvel þó ég hafi ekki fengi allt sem ég vildi. Nánast samstundis hvarf gremjan. Faðir minn sá mér fyrir mat, góðu húsaskjóli og menntun- hlutir sem öðrum börnum skorti sem ólust upp við alkóhólisma. Þegar gremjan mín hvarf komst ég nær Guði.  Ég var þakklátur fyrir það sem ég hef fengið. Ég gat sætt mig við það að faðir mín væri haldinn þessum sjúkdómi Alkóhólisma og hann gerði sitt best með þennan alvarlega sjúkdóm. Í dag er ég hamingjusamur að hafa Æðri mátt sem sýnir mér það góða í lífinu þegar ég reyni að nálgast hann.