Heftið okkar Leiðsögn til bata skiptist í sex kafla og þar gefst okkur tækifæri til að gera persónulega úttekt á viðhorfum, ábyrgð, sjálfsmati, ást, þroska og skapgerðareinkennum okkar. Áður hafa verið birtast hér á síðunni reynslusögur um viðhorf og ábyrgð. Hér kemur reynslusaga um ást.
Ég minnist þess ekki að einhver hafi sagt við mig í mínum uppvexti að hann elskaði mig eða þætti vænt um mig og sjaldan var ég föðmuð eða tekin í fangið, en ég fékk að heyra að ég væri dugleg og gott að treysta mér. Með þetta úr fortíðinni var frekar erfitt að svara spurningum um ástina – elskaði ég mig? Nei, en við það að vinna sporin fyrst sjálf, og smá með mínum æðri mætti, með félögum í deildinni og síðan þegar félagi bað mig að fara með sér skriflega í fjórða spor Al-Anon – Uppgjör (Leiðsögn til bata P-5) opnuðust nýjar víddir í mínu lífi.