Vinnusmiðja – Al-Anon og samfélagið, almannatengsl (Public outreach)

VINNUSMIÐJA  Al-Anon 2024 verður haldin sunnudaginn 10.mars  kl. 10:00 – 13:00 í Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29, Reykjavík. Vinnusmiðjan er liður í því að efla vitund Al-Anon félaga um uppbyggingu og starf samtakanna, hlutverk nefnda, svæða og alþjóðafulltrúa og mikilvægi þess að taka að sér þjónustu fyrir samtökin. Í þjónustuhandbókinni segir um hlutverk deildarfulltrúa og varadeildarfulltrúa „eru mikilvægir hlekkir í viðhaldi, …

Afmælisfundur – Al-Anon á Íslandi 50 ára

Reykjavík, 20. nóvember 2022  Kæru Al-Anon félagar.   Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi, 50 ára afmæli, verður haldinn sunnudaginn 20. nóvember kl. 20:00 í Grafarvogskirkju. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir.   Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar og AA félagi deila reynslu, styrk og von. Lifandi tónlistarflutningur verður í lok fundarins. …

Vinnusmiðja „Nafnleyndin – hinn andlegi grundvöllur“

sunnudag 3. apríl í Reykjavík   VINNUSMIÐJA  Al-Anon 2022 verður haldin sunnudaginn 3. Apríl  kl. 10:00 – 13:00 í Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29, Reykjavík.   Yfirskrift: ”Nafnleynd- hinn andlegi grundvöllur”.   Vinnusmiðjan er liður í því að efla vitund Al-Anon félaga um uppbyggingu og starf samtakanna, hlutverk nefnda, svæða og alþjóðafulltrúa og mikilvægi þess að taka að sér þjónustu fyrir …

Al-Anon skrifstofan lokuð

Covid-19   Vegna stöðunnar í faraldrinum verður skrifstofan lokuð um óákveðinn tíma. Enn er þó hægt að panta bækur gegnum pöntunarform á heimasíðu. Við óskum þess að þessari ráðstöfun verði mætt af skilningi.   Með kveðju frá framkvæmdanefnd.  

Skýrsla Evrópufundar Al-Anon september 2021

EZM2021   Skýrsla um Evrópufund Al-Anon EZM2021 sem haldin var 3.-5. september s.l.   Þátttakendur voru frá 20 löndum og var yfirskrift fundarins “Sponsorship”, auk þess voru fulltrúar frá WSO, alþjóðaskrifstofunni í Bandaríkjunum. Fundurinn fór fram á Zoom og voru tveir þátttakendur frá Íslandi.   Sjá hér úrdrátt úr skýrslunni á íslensku.   Sjá hér skýrsluna í heild sinni (á …

Leiðir til bata vinnuhefti (P-93) komið út á íslensku

Leiðarvísir um spor, erfðavenjur og þjónustuhugtök Al-Anon   Í þessum leiðarvísi, Leiðir til bata vinnuhefti (P-93), er að finna allar spurningar bókarinnar Leiðir til bata (B-24) um hvert spor, erfðavenju og þjónustuhugtak auk pláss til að skrá svör við þeim.  Vinnuheftið er ekki bara hugsað til hægðarauka heldur líka sem viðbótarverkfæri á þroskaleiðinni.   Heftið er 112 blaðsíður og kostar …

Bóksala – sumarlokun 2021

  Kæru Al-Anon félagar   Eins og hefur verið síðustu ár mun framkvæmdanefnd loka skrifstofunni hluta úr sumri. Nú verður sumarlokun frá 1. júlí til og með 19. ágúst. Netpantanir verða afgreiddar mánaðarlega í sumar. Við biðjum félaga og bókafulltrúa að hafa það í huga þegar bækur eru pantaðar.   Ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna eru félagar vinsamlega …

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis maí 2021

Sundaborg 1 Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis verður haldinn fimmtudaginn 27. maí 2021, frá kl. 17:00 – 18:15 að Sundaborg 1, í fundarsal sem er í sama húsi og skrifstofa Al-Anon.   Gengið er inn á austurenda hússins við hlið verslunarinnar Sport24.   Kveðja Svæðisfulltrúi Reykjavíkursvæðis    

Vinnusmiðja Al-Anon 2021

Reykjavík, 16. maí   Kæru félagar   VINNUSMIÐJA  Al-Anon 2021 verður haldin sunnudaginn 16. maí kl. 10:00 – 13:00 í Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29, Reykjavík.   Yfirskrift: ”Þjónustuhandbókin – hvernig starfar Al-Anon, hvert er hlutverk mitt?”   Vinnusmiðjan er liður í því að efla vitund Al-Anon félaga um uppbyggingu og starf samtakanna, hlutverk nefnda, svæða og alþjóðafulltrúa og mikilvægi þess …

Bóksala – breyting

COVID-19   Kæru félagar.   Vegna hertra sóttvarnaraðgerða út af COVID-19 þá er bóksalan lokuð í dag (1. apríl 2021). Hins vegar verður hægt að sækja netpantanir á skrifstofuna þann 8. apríl frá kl. 16-18, bætt hefur verið við tímabundnum valkost í netpöntunareyðublaðið á heimasíðunni. Munum eftir einstaklingsbundnum sóttvörnum þegar komið er inn á skrifstofuna. Við minnum einnig á að …

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2021

  Kæru félagar   Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2021 verður haldin laugardaginn 15. maí n.k. kl. 9:30 – 16:00 og vinnusmiðja verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 16. maí kl. 10:00 – 13:00 í  Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29 Reykjavík.   Yfirskrift ráðstefnunnar og vinnusmiðjunnar í ár er:   „Þjónustuhandbókin – hvernig starfar Al-Anon, hvert er hlutverk mitt?“   Tilgangur ráðstefnunnar er að styrkja …

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis Jan 2021

Zoom, 26. janúar   Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis verður haldinn 26. janúar 2021 frá kl. 17-18, fundurinn verður eingöngu á Zoom.   Hlekkur á fundinn hér að neðan.   https://zoom.us/j/3963270766?pwd=c25IYVhZWVppYWtQZ1ZnZUZXNVNTUT09  

Bóksala – breyting á opnun

  Kæru félagar. Það gleður okkur að tilkynna að bóksala Al-Anon verður ekki einungis opin fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði, heldur einnig framvegis þriðja fimmtudag í hverjum mánuði frá kl. 16-18. Bóksala Al-Anon verður því næst opin fimmtudaginn 21. janúar frá kl. 16-18. Munum eftir einstaklingsbundnum sóttvörnum þegar komið er inn á skrifstofuna. Við minnum einnig á að netpantanir eru …

Bóksala – jólaopnun

fim. 17. des. 2020   Það gleður okkur að tilkynna að bóksala Al-Anon verður opin næstkomandi fimmtudag, þann 17.12.2020, frá kl. 16 – 19.   Munum eftir einstaklingsbundnum sóttvörnum þegar komið er inn á skrifstofuna.   Við minnum einnig á að netpantanir eru afgreiddar eins og venjulega.   Ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna mega félagar senda fyrirspurnir á …

Bóksala á skrifstofu

COVID-19   Bóksala Al-Anon verður lokuð næstkomandi fimmtudag 3. des. vegna hertra sóttvarnaraðgerða út af COVID-19. Netpantanir verða áfram afgreiddar eins og venjulega.   

Áríðandi tilkynning: Bóksala á skrifstofu

  Bóksala Al-Anon verður lokuð næstkomandi fimmtudag, 5. nóv 2020, vegna hertra sóttvarnaraðgerða út af COVID-19. Netpantanir verða áfram afgreiddar eins og venjulega.   Með kveðju  

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis 2020

19. nóvember á Zoom   Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis verður haldinn fimmtudaginn 19. nóvember 2020, frá kl. 17.00 – 18.00. Vegna sóttvarnaraðgerða verður haldinn fjarfundur á Zoom. Við vekjum athygli á að á fundinum fer fram kosning í þjónustu svæðisfulltrúa, varasvæðisfulltrúa og gjaldkera. Við hvetjum alla félaga til að mæta og gefa kost á sér í þjónustu, því þegar við tökum þátt …

Svæðisfundur Suðvestursvæðis haust 2020

Staður: Microsoft Teams   Vegna Covid-19 hefur fundarfyrirkomulagi verið breytt. Svæðisfundur Suðvestursvæðis verður haldinn á Teams sunnudaginn 25. október 2020 kl. 18:00 til 20:00.   Click here to join meeting.   Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á svæðisfundi.   Dagskrá fundarins: Fundur settur með æðruleysisbæn Fundarmenn kynna sig Fundarritari kosinn Lesið upp úr Einn dagur í einu, erfðavenjur og þjónustuhugtök Hlutverk …

Þjónustuhugtökin (P-57) bæklingur kominn út á íslensku

Bæklingurinn The Concepts Al-Anon´s Best Kept Secret? (P-57) er nú kominn út á íslensku undir heitinu: Þjónustuhugtökin, best varðveitta leyndarmál Al-Anon? (P-57). Hann er 24 blaðsíður og myndskreyttur. Í bæklingnum er þriðju arfleifð Al-Anon lýst á einfaldan og aðgengilegan hátt til að auðvelda skilning á þjónustuhugtökunum tólf. Bæklingurinn getur nýst félögum og deildum sem fyrsta skref við að kynna sér og …

Vinnusmiðja Al-Anon árið 2020 fellur niður

Til stóð til að halda Landsþjónusturáðstefnu Al-Anon og opna vinnusmiðju um þjónustuhandbókina í mars sl. en þessu var frestað til hausts með þá von að Covid -19 veiran yrði gengin yfir. Eins og þið vitið er það því miður ekki svo og verður ráðstefnan því haldin með öðru sniði en venjulega þann 12. september nk. Á hana mæta aðeins kjörnir …

Ný dagsetning á Landsþjónusturáðstefnu

12. og 13. september 2020   Kæru félagar   Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2020 sem halda átti í mars sl. var frestað vegna Covid 19.   Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 12. september n.k. kl. 9:30 – 16:00 og vinnusmiðja verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 13. september kl. 10:00 – 13:00 í  Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29 Reykjavík.   Yfirskrift ráðstefnunnar og vinnusmiðjunnar í …

Bóksala á skrifstofu og afgreiðsla netpantana

Breytingar   Ákveðið hefur verið að gera tímabundnar breytingar á afgreiðslu netpantana hjá bóksölu samtakanna. Netpantanir hjá www.al-anon.is  verða afgreiddar einu sinni í viku í stað aðra hverja viku.   Fyrsta fimmtudag í maí og júní verður bóksalan á skrifstofan opin á hefðbundnum tíma. Um miðjan júlí og fram í miðjan ágúst fer bóksalan í sumarfrí og verður send út …

Al-Anon á COVID-19 tímum

frá aðalþjónustunefnd   Aðstæður í samfélaginu eru vægast sagt öðruvísi en vanalega og skiptir þá engu hver á í hlut. Segja má að öll starfsemi í landinu sé með óvenjulegum hætti og þar er Al-Anon ekki undanskilið.   Starfsemi í deildum er því mismunandi. Sumar deildir hafa fellt tímabundið niður fundi, sumar komið á netfundum og aðrar halda hefðbundna fundi …

Samkomubannið og fundaskráin

  Síðan síðasta frétt um breytingar á fundaskrá vegna Covid-19 var send út, þá hafa orðið frekari breytingar á fundaskránni. Fundaskráin er stöðugt að breytast eftir því sem deildirnar aðlaga fundi sína að samkomubanninu. Við vonum að þið sýnið því skilning að ekki er hægt að gefa út tilkynningu fyrir hverja einustu breytingu. Best er að heimsækja fundaskrána á vefsíðunni reglulega til …

Breyting á fundaskrá vegna Covid-19

Samkomubann   Í ljósi samkomubanns vegna COVID-19, og þeirrar fordæmalausri stöðu sem samfélagið stendur frammi fyrir, hefur fundaskrá Al-Anon fjölskyldudeildana á Íslandi tekið breytingum samkvæmt samvisku hverrar deildar.  Fundartímar hafa verið færðir til, fundum frestað um óákveðinn tíma eða haldnir verða netfundir í stað hefðbundinna funda.   Helstu breytingar á fundaskránni eru sem hér segir:   MÁNUDAGAR 19:30 Reykjavík – …

Vegna Covid-19

Upplýsingar   Aðstæður í samfélaginu breytast ört þar sem áhrif Covid – 19 eru gríðarlega mikil.  Til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða með það að markmiði að heilbrigðiskerfið ráði við álagið sem getur myndast vegna sjúkdómsins. Eftirfarandi atriði ber að hafa sérstaklega í huga vegna Al-Anon funda.   Frá 16. mars – 13. …

Landsþjónusturáðstefnu og vinnusmiðju frestað fram á haust 2020

  Vegna Covid-19 veirunnar hefur aðalþjónustunefnd Al-Anon ákveðið að fresta Landsþjónusturáðstefnu og vinnusmiðju sem halda átti dagana 21. og 22. mars.   Að öllu óbreyttu verður ráðstefnan og vinnusmiðjan haldin 19. og 20. september 2020.   Ný tilkynning verður send út með haustinu.  

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2020

21. mars í Brautarholti, Reykjavík   Kæru félagar   Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2020 verður haldin laugardaginn 21. mars n.k. kl. 9:30 – 16:00 og vinnusmiðja verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 22. mars kl. 10:00 – 13:00 í  Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29 Reykjavík.   Yfirskrift ráðstefnunnar og vinnusmiðjunnar í ár er: „Þjónustuhandbókin – hvernig starfar Al-Anon, hvert er hlutverk mitt?“   Tilgangur …

Afmælisfundur Al-Anon á Íslandi

Grafarvogskirkju 24. nóvember   Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 24. nóvember kl. 20:00 í Grafarvogskirkju. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir.   Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi og AA félagi deila reynslu, styrk og von. Lifandi tónlistarflutningur verður í lok fundarins.   Þarna er kærkomið tækifæri …

Svæðisfundur Reykjavíkur haust 2019

9. október kl. 17   Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis verður haldinn 9. október 2019 kl. 17:00 í Sundaborg 5, Rvk.   Dagskrá fundarins: Fundur settur með æðruleysisbæn Fundarmenn kynna sig Fundarritari kosinn Lesið upp úr Einn dagur í einu, erfðavenjur og þjónustuhugtök Hlutverk svæðisfundar kynnt Fundargerð síðasta svæðisfundar lesin Kosning landsþjónustufulltrúa (3) og varalandsþjónustufulltrúa (3 Önnur mál Tillögur til umfjöllunar á fundinum þurfa …

Svæðisfundur Suðvestursvæðis haust 2019

Hafnarfirði, 19. október   Svæðisfundur Suðvestursvæðis verður haldinn 19. október 2019 kl. 12:00 að Suðurgötu 7, í Góðtemplarahúsinu Hafnarfirði. Ath! Hefðbundinn Al-Anon fundur hefst kl. 14:00.   Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á svæðisfundi.   Dagskrá fundarins: Fundur settur með æðruleysisbæn Fundarmenn kynna sig Fundarritari kosinn Lesið upp úr Einn dagur í einu, erfðavenjur og þjónustuhugtök Hlutverk svæðisfundar kynnt Fundargerð …

Þjónustuhandbók Al-Anon uppfærð og lagfærð

  Þjónustuhandbók Al-Anon á Íslandi hefur verið uppfærð og lagfærð.   Athugið að uppfært eintak af þjónustuhandbók Al-Anon sem var gefið út í ágúst reyndist þurfa minniháttar lagfæringar. Nýtt lagfært eintak hefur verið sett á vefsíðuna.   Handbókin er ókeypis og hægt að hala niður sem PDF skrá.   Kveðja Al-Anon á Íslandi  

Þjónustuhandbók Al-Anon á Íslandi 2019-2020

  Þjónustuhandbók Al-Anon hefur verið uppfærð. Handbókin er ókeypis og hægt að hala niður PDF skrá, sjá hlekk Þjónustuhandbók hér til vinstri.   Kveðja Al-Anon á Íslandi  

Bóksalan fer í sumarfrí

  Kæru félagar athugið!   Netbóksalan ætlar í smá sumarfrí í sumar, síðasta afgreiðsla bóka sem pantaðar eru í gegnum pöntunarformið á heimasíðunni okkar verður afgreidd föstudaginn 14. júní. Bóksalan verður hinsvegar opin á skrifstofunni að Sundaborg 5, 6. júní og 4. júlí. Netpantanir verða síðan afgreiddar að nýju föstudaginn 23. ágúst og þá mun opna salan á skrifstofunni halda …

Svæðisfundur Suðvestursvæðis

Selfossi 28. maí   Svæðisfundur Suðvestursvæðis verður haldinn 28. maí 2019 kl. 18:00 að Hrísholti 8, Selfossi.   —————- ATH! Al-Anonfundur kl. 20:30 —————   Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á Svæðisfund.   Dagskrá fundarins: Fundur settur með æðruleysisbæn Fundarmenn kynna sig Fundarritari kosinn Lesið upp úr einn dagur í einu, Erfðavenjur og Þjónustuhugtök Hlutverk Svæðisfundar kynnt Fundargerð síðasta svæðisfundar …

VINNUSMIÐJA

Sunnudag 31. mar 2019   Kæru félagar.   Vinnusmiðja um Leiðarljós Al-Anon verður haldin sunnudaginn 31. mars 2019 kl. 10:00- 13:00.   Hún er liður í því að styrkja hugmyndafræði Al-Anon starfsins, tilgang þess sem andlegrar aðferðar til sjálfshjálpar og bata og einnig til að styrkja starfsemi deilda jafnt og einingu samtakanna í heild.   Eftirfarandi er meðal umræðuefna: Hvernig …

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2019

haldin 30. mars í Brautarholti, Reykjavík   Kæru félagar   Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2019 verður haldin laugardaginn 30. mars n.k. kl. 9:30 – 16:00 og vinnusmiðja verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 31. mars kl. 10:00 – 13:00 í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29, Reykjavík.   Yfirskrift ráðstefnunnar og vinnusmiðjunnar í ár er:   „Leiðarljós AL-Anon“   Tilgangur ráðstefnunnar er að styrkja Al-Anon …

Bókin „Leiðir til bata“ er komin út

Reynsluspor, erfðavenjur og þjónustuhugtök Al-Anon   Bókin Leiðir til bata – Reynsluspor, erfðavenjur og þjónustuhugtök Al-Anon er nú komin út. Um er að ræða íslenska þýðingu á Paths to Recovery-Al-Anon’s Steps, Traditions and Concepts þar sem fjallað er um hinar þrjár arfleifðir Al-Anon: reynslusporin, erfðavenjurnar og þjónustuhugtökin.   Bókinni er skipt í þrjá meginhluta þar sem hver arfleifð er tekin …

Húsavík: breytingar á fundartíma

  Við vekjum athygli á breyttum fundartíma hjá Al-Anon á Húsavík. Frá janúar 2019 verða haldnir fundir 1. og 3. mánudag í mánuði kl. 20:00. Staðsetning verður sem áður í Kirkjubæ.   Jólin 2018: athugið að fundir falla niður á Aðfangadag og Gamlársdag.   Kveðja Húsavíkurdeild  

Breyttur fundartími um jólin 2018

Kvennadeildin Kjarkur   Áríðandi tilkynning   Kvennadeildin Kjarkur mun funda á Þorláksmessukvöld kl. 19:30 og á kvöldi þess 30. desember en EKKI á Aðfangadagskvöld né Gamlárskvöld.   Kveðja Kvennadeildin Kjarkur   

Bóksalan heldur áfram

  Kæru félagar.   Ákveðið hefur verið að hafa bóksöluna áfram með sama hætti og fyrir sumarfrí. Bækur verða afgreiddar annan hvern föstudag en einnig verður opið á skrifstofunni fyrsta fimmtudag hvers mánaðar á milli 16 og 18.   Afgreiðsludagar pantana verða sem hér segir: 24. ágúst 7. september 21. september 5. október 19. október 2. nóvember 16. nóvember 30. …

Bóksala – sumarafgreiðsla 2018

Júní, júlí og ágúst   Bóksalan verður í sumarham í júní, júlí og ágúst. Bókapantanir verða afgreiddar fyrsta föstudag í mánuði. Bóksala á skrifstofu verður enn sem áður opin fyrsta fimmtudag í mánuði milli kl. 16 og 18.   Bestu kveðjur, Framkvæmdanefnd  

Svæðisfundur Suðvestursvæðis

Í Mosfellsbæ 30. maí   Svæðisfundur Suðvestursvæðis verður haldinn 30. maí 2018 kl. 18:15  í Lágafellskirkju Lágafelli Mosfellsbæ.   Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á Svæðisfund.   Dagskrá fundarins: Fundur settur með æðruleysisbæn Fundarmenn kynna sig Fundarritari kosinnLesið upp úr einn dagur í einu, Erfðavenjur og Þjónustuhugtök Hlutverk Svæðisfundar kynnt Fundargerð síðasta svæðisfundar lesin Tökum nokkrar teygjur á höndum og …

Svæðisfundur Reykjavíkur

þriðjud. 8. maí 2018   Kæru félagar, minnum á svæðisfundinn sem haldinn verður á morgun, þann 8. maí kl. 17:00-18:00 að  Sundaborg 5,  gengið inn austan megin við húsið (beint á móti Laugarásbíói við Kleppsveg).   Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Fundur settur með æðruleysisbæn Fundarmenn kynna sig Lesið upp úr ,,Einn dagur í einu í Al-Anon”, erfðavenjurnar og þjónustuhugtökin Hlutverk …

Alþjóðleg 12 spora ráðstefna

Júlí 2018 í Baltimore   Á þriggja ára fresti heldur Alþjóðaþjónustuskrifstofa Al-Anon 12 spora ráðstefnu sem er opin fyrir alla Al-Anon félaga.   Næsta ráðstefna verður haldinn 5.-8. júlí 2018 í Baltimore í Bandaríkjunum. Opnað hefur verið fyrir skráningu. Ódýrast er að skrá sig sem fyrst.   Skráningarsíða  

OPIN VINNUSMIÐJA: ,,Nafnleyndin – hinn andlegi grundvöllur“

Sunnudag 11. mars kl. 10:00 – 13:00   Kæru félagar   Vinnusmiðja um nafnleyndina verður haldin sunnudaginn 11. mars 2018, kl. 10.00- 13.00. Vinnusmiðjan er liður í því að styrkja félaga til að setja málefni og markmið ofar einstaklingum og að styðja við einstaklingsbata hvort sem um nýliða eða lengra komna er að ræða.   Eftirfarandi er meðal umræðuefna: Hvað …

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2018

Laugardaginn 10. mars í Reykjavík   Kæru félagar   Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2018 verður haldin laugardaginn 10. mars n.k. og vinnusmiðja verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 11. mars í í Sjómannaheimilinu Örkin Brautarholti 29 Reykjavík.   Yfirskrift ráðstefnunnar og vinnusmiðjunnar í ár er: Nafnleyndin  – hinn andlegi grundvöllur     Tilgangur ráðstefnunnar er að styrkja Al-Anon starfið í landinu. Hún er …

Breyting í fundaskrá: Ný deild

  Ný deild hefur verið stofnuð á Selfossi. Fundir eru á laugardögum kl. 10:00 að Hrísholti 8 (AA húsinu).   Sporafundir eru 1. laugardag í mánuði og erfðavenjufundir 3. laugardag í mánuði.   Með kveðju  

Afmælisfundur Al-Anon á Íslandi

sunnudag 19. nóvember 2017   Kæru félagar,   Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember í Grafarvogskirkju.Samtökin voru stofnuð þann 18. nóvember 1972 og verða því 45 ára á þessu ári. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir. Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi og AA félagi deila …

Bóksalan lokuð

  Bóksölu á skrifstofu hefur verið lokað vegna starfsmannaleysis. Við látum vita þegar hún opnar aftur.   Kveðja Al-Aon á Íslandi  

Svæðisfundur suðvestursvæðis

Akranesi   Svæðisfundur suðvestursvæðis verður haldinn 28.október kl.12.30 á Suðurgötu 108, Akranesi. Allir velkomnir á deildarfundinn sem verður á sama stað kl.11.00 til 12.00   Kveðja Svæðisfulltrúi suðvestursvæðis  

Svæðisfundur Reykjavíkur

Haust 2017   Svæðisfundur Reykjavíkur verður haldinn 17. október 2017 kl. 17:00 – 18:30 að Sundaborg 5 (gengið inn frá austurenda).   Allir félagar á Reykjavíkursvæðinu eru velkomnir á svæðisfundinn en aðeins deildarfulltrúar og varadeildarfulltrúar hafa atkvæðisrétt (hver deild hefur eitt atkvæði).   Á svæðisfundinum hafa deildirnar tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir og tillögur frá samviskufundum. Þær verða ræddar …

Árbæjardeild lögð niður

  Fundir í Árbæjarkirkju á þriðjudögum falla niður því deildin hefur verið lögð niður.   Með kveðju  

Opnunartímar bóksölu

  Bóksalan hefur verið opnuð aftur eftir sumarfrí. Hún verður opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16:00 – 18:00.   Kveðja Framkvæmdanefnd   

Svæðisfundur Norðaustursvæðis maí 2017

16. september á Húsavík   Fundarboð   Svæðisfundur  Norðaustursvæðis  verður haldin á Húsavík  laugardaginn 16.september í Kirkjubæ/ Baldursbrekku kl 14.00. Al-anon fundur verður haldinn á eftir svæðisfundinum.   Fundarefni: Fundur settur með æðruleysisbæninni. Fundargestir kynna sig. Fundarstjóri og fundarritari kosnir. Hlutverk landþjónustufulltrúa lesin. 3 landsþjónustufulltrúar kosnir og 3 til vara. Hlutverk svæðisfulltrúa lesin. Svæðisfulltrúi kosinn Tillögur fyrir landsþjónustráðstefnu Frjálsar umræður …

Alateen fundir byrjar aftur

  Alateen fundir byrjar aftur á miðvikudögum kl. 20:00 í Héðinsgötu 1-3, sal 202.   Fyrsti fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. ágúst 2017.    

Sumarlokun bóksölu

sumarið 2017   Bóksalan (aðalþjónustuskrifstofa) verður lokuð í sumar frá og með 20. júní 2017.   Tilkynnt verður um vetraropnunartíma í haust.   Með kveðju Al-Anon samtökin á Íslandi  

Ný deild í fundaskrá

Fundir á pólsku   Pólska deildin „Islandia“ hefur verið stofnuð. Fundir eru á miðvikudgötum kl. 18:00 í Biskupsstofu fyrir aftan Landakotskirkju.   Fundaskrá hefur verið uppfærð.  

Breyting á fundum í Árbæjarkirkju

Sumarið 2017   Fundir á þriðjudagskvöldum í Árbæjarkirkju (Rvk) breytast þannig í sumar:   Sporafundir falla niður frá og með 16. maí til 1. sept. 2017 Nýliðafundir falla niður í júlí og ágúst.   Með kveðju  

Svæðisfundur Suðvestursvæðis maí 2017

13. maí á Selfossi   Svæðisfundur Suðvestursvæðis verður haldinn 13. maí 2017 kl. 11:00 að Hrísholti 8, 800 Selfossi.   Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á Svæðisfund.   Dagskrá fundarins:   Fundur settur með æðruleysisbæn Fundarmenn kynna sig Fundarritari kosinn Lesið upp úr einn dagur í einu, Erfðavenjur og Þjónustuhugtök Hlutverk Svæðisfundar kynnt Fundargerð síðasta svæðisfundar lesin Tökum nokkrar teygjur …

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis

Apríl 2017   Svæðisfundur Reykjavíkur verður haldinn 25. apríl n.k. kl. 17:00-18:00 að Sundaborg 5, gengið inn austan megin við húsið.   Allir félagar í Al-Anon eru velkomnir en aðeins deildarfulltrúar hafa atkvæðisrétt.   Kveðja frá Svæðisfulltrúa  

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2017

Laugardaginn 1. apríl í Reykjavík   Kæru félagar   Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2017 verður haldin laugardaginn 1. apríl n.k. í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 í Reykjavík (ská á móti Pítunni í Skipholti). Vinnustofa verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 2. apríl (sjá frétt um vinnusmiðju).   Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er:  „Trúnaðarsambandið – þáttur í bataferlinu.“   Tilgangur ráðstefnunnar er að styrkja …

Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið

Sunnudag 2. apríl kl. 11:00   Kæru félagar.   Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið verður haldin sunnudaginn 2. apríl 2017, kl. 11.00-15.00 í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 (ská á móti Pítunni í Skipholti).   Þátttaka er opin öllum Al-Anon félögum án endurgjalds, en þakklætispotturinn verður á sínum stað.   Vinnusmiðjan er liður í að efla framboð af trúnaðarmönnum/konum.  Við vonumst til að …

Breytingar á fundum

Alateen og kvennadeild mánudögum   Eftifarandi breytingar hafa verið gerðar á fundaskrá.   Kvennadeildin „Kjarkur“ sem er með fundi á mánudagskvöldum kl. 19:30 er flutt úr kaffistofu Samhjálpar í Tjarnargötu 20 (gula húsið).   Alateen fundir leggjast niður um tíma.   Með kveðju Al-Anon á Íslandi  

Breyting á fundaskrá: Ný deild

  Ný deild hefur verið stofnuð með fundi á þriðjudgötum kl. 19:30 í Guðríðarkirkju, Grafarholti.   Fundarskrá hefur verið uppfærð.  

Afmælisfundur Al-Anon 20. nóvember 2016

Sunnudagur kl. 20 í Grafarvogskirkju Kæru félagar, Al-Anon samtökin voru stofnuð þann 18. nóvember 1972 og verða því 44 ára á þessu ári. Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 20. nóvember í Grafarvogskirkju og við viljum hvetja þig til að mæta og gleðjast með okkur.   Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir. …

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis

Haustfundur 2016   Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis verður haldinn 12. október 2016 kl. 17:00 – 18:00 í Sundaborg  5, Reykjavík, gengið inn í austurenda hússins.   Allir félagar á Reykjavíkursvæðinu eru velkomnir á svæðisfundinn, en aðeins deildafulltrúar og varadeildafulltrúar hafa atkvæðisrétt (hver deild hefur eitt atkvæði). Á svæðisfundinum hafa deildir tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir og tillögur (frá samviskufundum) sem verða …

Svæðisfundur Suðvestursvæðis

Akranesi, 22. okt 2016   Svæðisfundur Suðvestursvæðis verður haldinn 22. október 2016 kl. 12:30 að Suðurgötu 108, Akranesi.   Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á Svæðisfund.   Dagskrá fundarins: Fundur settur með æðruleysisbæn Fundarmenn kynna sig Fundarritari kosinn Lesið upp úr einn dagur í einu, Erfðavenjur og Þjónustuhugtök Hlutverk Svæðisfundar kynnt Fundargerð síðasta Svæðisfundar lesin Kosning landsþjónustufulltrúa og varalandsþjónustufulltrúa Kosning …

Fundarskrá – breytingar

  Sú breyting hefur orðið á miðvikudagsfundum í Héðinsgötu Rvk að bæði Alateen og Al-Anon fundir sem áður byrjuðu kl. 21.00 hefjast nú kl. 20.00. Nýliðafundurinn færist einnig fram og hefst nú kl. 19.00.   Frá og með 3. október 2016 verða nýliðafundir í boði á mánudögum kl. 19.00 í Suðurgötu 7 (Gúttó) í Hafnarfirði.   Kveðja frá Al-Anon  

Þjónustuhandbókin 2016-217 komin út

  Ný útgáfa af þjónustuhandbók Al-Anon á Íslandi er komin út.   Eingöngu forsíðan er breytt, sýnir núna nýjan gildistíma.   Hægt er að ná í eintak (pdf) undir hlekknum Þjónustuhandbók. Einnig má finna hana á listanum yfir lesefni á íslensku.   Þjónustuhandbókin er ókeypis.  

Nýr hádegisfundur í Reykjavík

Breyting á fundaskrá   Ný deild hefur verið stofnuð með fundi kl. 12:00 á mánudögum í Tjarnargötu 20 (gula húsinu) í Reykjavík. Fundirnir eru klukkutíma langir.     Með kveðju, Nýja deildin   

Opnunartími skrifstofu og bóksölu

Breytt opnun sumarið 2016   Bóksalan hefur gengið með eindæmum vel á vormánuðum. Nú er að koma sumar og verður opnunartími með breyttu sniði.   Bóksala og skrifstofa verður aðeins opin eftir óskum og þörfum í sumar.   Bókaverur og aðrir sem vilja kaupa bækur eru beðnir um að hafa samband með tölvupósti í boksala.alanon@gmail.com eða í síma 8484779.   …

Nýr fundur á Akranesi

  Búið er að bæta við fundi á þriðjudögum kl. 19:30 að Suðurgötu 108.   Með kveðju Akranesdeild  

Vinnusmiðja um þjónustuhugtökin tólf 10. apríl 2016

Sjómannaheimilið, Brautarholti 29, kl. 11   Kæru félagar,   Vinnusmiðja um þjónustuhugtök Al-Anon verður haldin sunnudaginn 10. apríl n.k. í Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29, Reykjavík frá kl. 11:00 til 15:00. Boðið verður upp á létt snarl í hádeginu.   Félagar úr Al-Anon munu deila reynslu sinni af þjónustuhugtökunum. Síðan verður skipt í umræðuhópa og rætt um hvernig þjónustuhugtökin geta nýst …

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2016

9. og 10. apríl í Reykjavík   Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2016 verður haldin 9. og 10. apríl í Reykjavík.   Ráðstefnan hefst á laugardeginum 9. apríl með skráningu landsþjónustufulltrúa.   Dagskrá ráðstefnunnar verður send til landsþjónustufulltrúa á næstu dögum.   Með kveðju frá Ráðstefnunefnd  

Þjónustuhandbókin – ný útgáfa

Þjónustuhandbók 2014-2015 komin út   Ný útgáfa af þjónustuhandbók Al-Anon á Íslandi er komin út.   Það má ná í hana á vefsíðunni með því að velja hlekkinn Lesefni > Lesefni á íslensku. Þjónustuhandbókin er ókeypis.   Það má einnig nálgast hana gegnum hlekkinn Al-Anon starfið > Landsþjónusta.    

Breyttur fundartími hjá kvennadeildinni Kjarki

Kaffistofu Samhjálpar, Borgartúni 1   Það hefur verið ákveðið að færa fundi Kvennadeildarinnar Kjarks sem haldnir eru í kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni 1, sem áður voru á þriðjudagskvöldum kl. 21.00 yfir á mánudagskvöld kl. 19.30 á sama stað. Breytingin mun taka gildi í febrúar og verður fyrsti fundurinn miðað við breytingu 1. febrúar 2016. Fundir í janúar verða því á óbreyttum …

Nýlegar breytingar á fundarskrá

  Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á fundarskránni núna í janúar 2016:   Fundir á íslensku í Osló hafa færst frá miðvikudögum kl. 21 til fimmtudaga kl. 20:15. Hádegisfundir á mánudögum í Reykjavík (Héðinsgötu) hafa fallið niður. Þemafundir á mánudögum í Kaffistofu Samhjálpar hafa fallið niður.   Með Al-Anon kveðju  

Breyttur fundartími á Jóladag

Föstudagsdeildin Sprotinn   Al-Anon fundur í föstudagsdeildinni Sprotanum, Tjarnargötu 20, verður haldinn kl. 15:00 í stað hefðbundins fundartíma kl. 18:00 á jóladag, 25. desember. Allir velkomnir.   Með kveðju Föstudagsdeildin Sprotinn  

Vantar fólk í ráðstefnunefnd

Sjálfboðaliðar óskast   Ráðstefnunefnd bráðvantar fleiri félaga. Áhugasamir vinsamlegast sendi tölvupóst á al-anon@al-anon.is með nafni og símanúmeri.   Kveðja Ráðstefnunefnd  

Jólafrí hjá miðvikudagsdeild í Neskirkju

  Miðvikudagsdeildin „Hafðu það einfalt“ í Neskirkju hefur ákveðið að fella niður fundi 23. desember og 30. desember 2015.   Með jólakveðju Miðvikudagsdeild Neskirkju  

Afmælisfundur Al-Anon á Íslandi

Grafarvogskirkju sunnudag 15. nóvember kl. 20:00   Kæru félagar,   Samtökin voru stofnuð þann 18. nóvember 1972 og verða því 43 ára á þessu ári. Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember í Grafarvogskirkju.   Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir.  Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi …

Svæðisfundur Suð-Vestursvæðis haust 2015

28. nóvember, Suðurgötu 7, Hafnarf.   Svæðisfundur Suð-Vestur Svæðis verður haldinn þann 28. nóvember 2015 kl. 15:15 að Suðurgötu 7 (Góðtemplarahúsinu) Hafnarfirði.   Dagskrá fundarins: Fundur settur með Æðruleysisbæn Fundarmenn kynna sig Fundarritari kosinn Lesið upp úr Einn dagur í einu, Erfðavenjur og Þjónustuhugtök Hlutverk Svæðisfundar kynnt Fundargerð síðasta Svæðisfundar lesin Önnur mál Deildarfulltrúar minntir á að miðla niðurstöðum Svæðisfundar …

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis haust 2015

17. nóvember í Sundaborg 5   Ágætu deilda- og varadeildafulltrúar,   Vinsamlega lesið upp á næstu fundum því mikilvægt er að sem flestir félagar sjái sér fært að koma á svæðisfundinn.   Svæðisfundur Reykjavíkursvæðisins verður haldinn þann 17. nóvember 2015 kl. 17:30 til 19:00 í Sundaborg 5, 104 Reykjavík (gengið inn í austurenda hússins). Húsið opnar kl. 17:00 og verða …

Aukinn persónulegur þroski

  Langar þig að  prófa eitthvað nýtt í Al-Anon og auka í leiðinni við persónulegan þroska þinn? Okkur vantar fleiri hendur til að sinna starfinu. Útgáfunefnd, almannatengslanefnd og framkvæmdanefnd leita að nýjum félögum.   Félagar sem hafa verið í a.m.k. tvö ár í Al-Anon eru hvattir til að gefa kost á sér til setu í nefndum. Munið að við berum …

Opnunardögum bóksölu fækkað

opið á þriðjud. kl. 16:00 til 18:00   Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að koma lesefni Al-Anon á framfæri og nota það í efnistökum fundanna til að vekja athygli nýrra félaga á þeim fjársjóði sem liggur í ráðstefnusamþykkta lesefninu okkar.   Bóksalan hefur verið opin tvo daga í viku frá því í ágúst, en viðskiptin hafa verið dræm. …

Breytingar á fundarskrá 10. september 2015

Nýir fundir á mánudögum   Ný deild hefur verið stofnuð. Hún með fundi að Suðurgötu 7 í Hafnarfirði (Gúttó) á mánudagskvöldum kl. 20:00   Með Al-Anon kveðju    

Opnunartími skrifstofu

Lokað í sumar, opnar 18. ágúst   Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að nokkrir félagar hafa gefið kost á sér til að sinna sjálfboðaliðastarfi í bóksölu á skrifstofu samtakanna.   Það verður lokað í sumar en frá og með 18. ágúst 2015 verður opið tvo daga í viku, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16.00-18.00.   Það er …

Breytingar á fundarskrá 25. maí 2015

  Breytingar voru gerðar á fundarskránni 25. maí 2015.   Laugardagsdeild í Hafnarfirði er flutt úr Kaplahrauninu í Suðurgötu 7 sem er Góðtemplarahúsið eða „Gúttó“. Fyrsti fundur í nýja húsnæðinu var 23. maí s.l.   Árbæjardeildin í Reykjavík (þriðjudagar) mun leggja niður sporafundi í júní, júlí og ágúst. Sporafundir hefjast aftur í byrjun september á sama tíma og áður.   …

Skrifstofa opin fyrir bóksölu 9. apríl 2015

Sjálfboðaliðar óskast til að sinna bóksölu   Kæru félagar   Bóksalan verður opin fimmtudaginn 9. apríl frá kl. 16:00 til 17:00.   Einnig leitum við að sjálfboðaliðum til að hjálpa okkur að hafa bóksöluna opna tvisvar sinnum í viku.   Það væri gott að heyra frá ykkur ef þið getið aðstoðað. Sendið póst á al-anon@al-anon.is ef þið getið lagt okkur lið. …

Svæðisfundur Suðvestursvæðis, Selfossi

Laugard. 25. apríl kl. 13-15   Al-Anon svæðisfundur Suðvestursvæðis verður haldinn í Hrísholti 8 á Selfossi laugardaginn 25. apríl 2015 kl. 13:00-15:00.   Al-Anon félagar eru hvattir til að mæta.   Dagskrá fundarins er sem hér segir: Fundur settur með Æðruleysisbæninni. Fundaritari kosinn. Lesin fundargerð síðasta svæðisfundar. Lesnar 12 erfðavenjur. Lesin 12 þjónustuhugtök. Lesið um hlutverk svæðisfulltrúa og varasvæðisfulltrúa. Kosinn …

Vinnusmiðja um erfðavenjur sunnudag 22. mars

Sjómannaheimilið, Brautarholti 29, kl. 11   Kæru félagar,   Vinnusmiðja um erfðavenjur Al-Anon verður haldin sunnudaginn 22.mars n.k. í Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29, Reykjavík frá kl. 11 – 15.   Þáttökugjald er ekkert en þakklætispotturinn verður á sínum stað.   Félagar úr Al-Anon munu deila reynslu, styrk og von út frá erfðavenjunum, skipt verður í umræðuhópa um hvernig við getum …

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2015

21. og 22. mars í Reykjavík Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2015 verður haldin 21. og 22. mars í Reykjavík.   Ráðstefnan hefst á laugardeginum 21. mars kl. 9:30 með skráningu landsþjónustufulltrúa.   Dagskrá ráðstefnunnar verður send til landsþjónustufulltrúa í febrúar eða byrjun mars.   – Ráðstefnunefnd  

Auglýsum eftir sjálfboðaliðum

Félaga vantar í nefndir   Auglýst er eftir sjálfboðaliðum til starfa í nefndum Al-Anon á Íslandi. Félaga vantar í framkvæmdanefnd, ráðstefnunefnd, almannatengslanefnd og einnig vantar félaga í yfirlestur á þýðingu á „Paths to recovery“. Nánari lýsing á hlutverki einstakra nefnda má sjá hér (undir Al-Anon starfið > Landsþjónusta).   Þetta er tilvalið 12 spors starf í anda 12 reynsluspora og 12 …

Vinnustofur um erfðavenjurnar 12

Fyrsta vinnustofa 8. janúar 2015   Á vinnusmiðju um rekstrargrundvöll Al-Anon samtakanna, sem haldin var þann 13. september kom fram sú umræða að mikilvægt væri að finna leiðir til að ýta undir tilfinningu félaga til sameiginlegrar ábyrgðar á rekstri samtakanna. Einnig kom fram áhugi félaga á vinnusmiðjunni um að efla fundi sem fjalla um erfðavenjur og mikilvægi þess að fjölga …