Samkomubannið og fundaskráin

 
Síðan síðasta frétt um breytingar á fundaskrá vegna Covid-19 var send út, þá hafa orðið frekari breytingar á fundaskránni. Fundaskráin er stöðugt að breytast eftir því sem deildirnar aðlaga fundi sína að samkomubanninu. Við vonum að þið sýnið því skilning að ekki er hægt að gefa út tilkynningu fyrir hverja einustu breytingu. Best er að heimsækja fundaskrána á vefsíðunni reglulega til að sjá hvaða deildir eru búnar að flytja fundina sína á netið.
 
Með kveðju
Vefumsjón Al-Anon á Íslandi