Vinnustofur um erfðavenjurnar 12

Fyrsta vinnustofa 8. janúar 2015
 
Á vinnusmiðju um rekstrargrundvöll Al-Anon samtakanna, sem haldin var þann 13. september kom fram sú umræða að mikilvægt væri að finna leiðir til að ýta undir tilfinningu félaga til sameiginlegrar ábyrgðar á rekstri samtakanna. Einnig kom fram áhugi félaga á vinnusmiðjunni um að efla fundi sem fjalla um erfðavenjur og mikilvægi þess að fjölga þeim aðilum sem treysta sér til að leiða fundi á grundvelli erfðavenja. Af þessu tilefni teljum við mikilvægt að auka umræðu og þekkingu félaga á erfðavenjunum tólf.
 
Ákveðið hefur verið að hafa 12  vinnustofur þar sem fjallað verður um eina erfðavenju hvert kvöld. Farið verður í gegnum reynslusögur og spurningar úr Paths to Recovery. Áætlað er að fyrsta vinnustofan verði fimmtudagskvöldið 8. janúar 2015.
 
Vinnustofurnar verða haldnar í húsnæði Al-Anon í Sundaborg 5, frá kl. 20:00 til 21:30 frá 8. janúar til 26. mars 2015.
 
Ekki er skilyrði að mæta á allar vinnustofurnar. Þeir sem vilja gefa kost á sér í þjónustu á vinnustofunum eru beðnir um að senda póst á al-anon@al-anon.is með efnislínunni „Vinnustofur um erfðavenjur“.
 
Með Al-Anon kveðju