Vinnusmiðja – Al-Anon og samfélagið, almannatengsl (Public outreach)

VINNUSMIÐJA  Al-Anon 2024 verður haldin sunnudaginn 10.mars  kl. 10:00 – 13:00 í Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29, Reykjavík.

Vinnusmiðjan er liður í því að efla vitund Al-Anon félaga um uppbyggingu og starf samtakanna, hlutverk nefnda, svæða og alþjóðafulltrúa og mikilvægi þess að taka að sér þjónustu fyrir samtökin. Í þjónustuhandbókinni segir um hlutverk deildarfulltrúa og varadeildarfulltrúa „eru mikilvægir hlekkir í viðhaldi, vexti og sameiningu Al-Anon um allan heim“. Þetta efni er kjörið til að styrkja deildar- og varadeildarfulltrúa sem og aðra félaga.

 

Eftirfarandi er meðal umræðuefna:

 

  1. Hvar getum við kynnt Al-Anon?
  2. Hver er tilgangur þess að vera með kynningar fyrir Al-Anon?
  3. Hvernig er best að bera sig að við það að fara með kynningafund um Al-Anon?
  4. Hvaða efni get ég nýtt mér til að nota sem kynningarefni?
  5. Geta allir Al-Anon félagar farið með kynningarmál eða verið kynningarfulltrúar sinnar deildar?
  6. Hvernig hjálpar það mér að vera kynningarfulltrúi á mínu svæði?

Í upphafi heyrum við reynslusögur nokkurra félaga. Síðan skipta þátttakendur sér í umræðuhópa og ræða ákveðin atriði. Að loknum umræðum í hópum kynna félagar úr hverjum hópi umræður hópsins.

Al-Anon félagar eru hvattir til að mæta á vinnusmiðjuna og leggja sitt af mörkum, bæði nýliðar og þau sem hafa verið lengi í samtökunum, því reynsla okkar allra er jafn mikilvæg.

Ekki er innheimt þátttökugjald, en þakklætispotturinn verður á sínum stað. Boðið er uppá veitingar í kaffihléi um kl. 11:30. Gott er að hafa með sér skriffæri og pappír.

Kveðja,

Ráðstefnunefnd