Leiðir til bata vinnuhefti (P-93) komið út á íslensku

Leiðarvísir um spor, erfðavenjur og þjónustuhugtök Al-Anon
 
Í þessum leiðarvísi, Leiðir til bata vinnuhefti (P-93), er að finna allar spurningar bókarinnar Leiðir til bata (B-24) um hvert spor, erfðavenju og þjónustuhugtak auk pláss til að skrá svör við þeim.  Vinnuheftið er ekki bara hugsað til hægðarauka heldur líka sem viðbótarverkfæri á þroskaleiðinni.
 
Heftið er 112 blaðsíður og kostar 2.300 kr. Hægt er að panta vinnuheftið með pöntunarformi á heimasíðunni. Einnig er hægt að kaupa það í bóksölunni Sundaborg 5, Rvk, sem er opin fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar milli klukkan 16:00 og 18:00.
 
Með kveðju,
útgáfunefnd