Aukinn persónulegur þroski

 
Langar þig að  prófa eitthvað nýtt í Al-Anon og auka í leiðinni við persónulegan þroska þinn? Okkur vantar fleiri hendur til að sinna starfinu. Útgáfunefnd, almannatengslanefnd og framkvæmdanefnd leita að nýjum félögum.
 
Félagar sem hafa verið í a.m.k. tvö ár í Al-Anon eru hvattir til að gefa kost á sér til setu í nefndum. Munið að við berum sameiginlega ábyrgð á því að samtökin geti haldið starfseminni gangandi til lengri tíma. Upplýsingar um hlutverk nefnda er að finna á heimasíðu samtakanna undir hlekkunum „Al-Anon starfið“, „Landþjónusta“. Áhugasamir sendi póst á al-anon@al-anon.is.