Opnunardögum bóksölu fækkað

opið á þriðjud. kl. 16:00 til 18:00
 
Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að koma lesefni Al-Anon á framfæri og nota það í efnistökum fundanna til að vekja athygli nýrra félaga á þeim fjársjóði sem liggur í ráðstefnusamþykkta lesefninu okkar.
 
Bóksalan hefur verið opin tvo daga í viku frá því í ágúst, en viðskiptin hafa verið dræm. Nú hefur verið ákveðið að draga úr þjónustunni og hafa opið einn dag í viku, á þriðjudögum frá kl. 16:00 til 18:00. Þessi opnun er tilraunaverkefni til áramóta, en ef ekki reynist þörf fyrir það verður bóksöludögum fækkað.
 
Með kveðju
Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon á Íslandi