Afmælisfundur Al-Anon á Íslandi

sunnudag 19. nóvember 2017
 
Kæru félagar,
 
Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember í Grafarvogskirkju.
Samtökin voru stofnuð þann 18. nóvember 1972 og verða því 45 ára á þessu ári. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir. Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi og AA félagi deila reynslu, styrk og von. Lifandi tónlistarflutningur verður í lok fundarins.
 
Þarna er kærkomið tækifæri til að bjóða öðrum í fjölskyldunni eða vinum til að gleðjast með okkur, sem erum á bataleið Al-Anon.
 
Sameiginlegt kaffihlaðborð verður eftir fundinn þar sem Al-Anon félagar koma sjálfir með eitthvað góðgæti til að leggja á borð. Félagar eru hvattir til að baka/kaupa eitthvað og leggja þannig sitt af mörkum. Þeir sem ná að baka eða kaupa eitthvað með kaffinu komi með góðgætið í Grafarvogskirkju klukkan hálf átta á sunnudagskvöldið. Þetta er kjörið 12. spors starf.
 
Á heimasíðu al-anon eru upplýsingar um fundinn. Þar er einnig hægt að gerast áskrifandi að tilkynningum, þmt áminningu um afmælisfundinn sunnudaginn 19. Nóvember, http://www.al-anon.is/hlekkurinn/askrift/gerast-askrifandi/
 
Við hvetjum ykkur til að gerast áskrifandi á heimasíðunni til að fá áminningu um fundinn í tölvupósti amk. Einnig hvetjum við ykkur til að bjóða með ykkur félaga, vinum og fjölskyldumeðlimum.
Gerum okkar besta til að tryggja góða þátttöku á fundinn og þannig miðlað reynslu, styrk og von sem getur nýst öðrum.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á afmælisfundinum þann 19. nóvember.
 
Með þökkum
almannatengslanefnd