Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið

Sunnudag 2. apríl kl. 11:00
 
Kæru félagar.
 
Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið verður haldin sunnudaginn 2. apríl 2017, kl. 11.00-15.00 í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 (ská á móti Pítunni í Skipholti).
 
Þátttaka er opin öllum Al-Anon félögum án endurgjalds, en þakklætispotturinn verður á sínum stað.
 
Vinnusmiðjan er liður í að efla framboð af trúnaðarmönnum/konum.  Við vonumst til að sjá bæði nýliða og þá sem hafa verið lengi í samtökunum á vinnusmiðjunni, því ætlunin er að nálgast trúnaðarsambandið bæði frá sjónarhóli trúnaðarmanns/konu (sponsors) og þess sem þiggur leiðsögnina (sponsíu).  Eftirfarandi er meðal umræðuefna:
 

  • Hvenær er ég tilbúinn til að gerast trúnaðarmaður?
  • Hvernig vel ég mér trúnaðarmann?
  • Hvað ef ég þarf að slíta trúnaðarsambandi? Má ég skipta um  trúnaðarmann?
  • Hverjar eru væntingar trúnaðarmannsins til mín? Og hvert er hlutverk trúnaðarmannsins?
  • Hvernig hjálpar trúnaðarsambandið trúnaðarmanninum?

 
Við heyrum í upphafi reynslusögur fjögurra félaga af trúnaðarsambandinu.  Síðan skipta þátttakendur sér í umræðuhópa og ræða ákveðin atriði um trúnaðarsambandið.  Að loknum umræðum í hópum kynna félagar úr hverjum hópi helstu niðurstöður.
 
Við hvetjum alla til að mæta og leggja sitt af mörkum til að hrinda af stað öflugri sporavinnu meðal félaga.  Boðið er uppá léttar veitingar í hádegishléi og gott er að hafa með sér skriffæri.
 
Með kveðju