Bóksalan fer í sumarfrí

 
Kæru félagar athugið!
 
Netbóksalan ætlar í smá sumarfrí í sumar, síðasta afgreiðsla bóka sem pantaðar eru í gegnum pöntunarformið á heimasíðunni okkar verður afgreidd föstudaginn 14. júní. Bóksalan verður hinsvegar opin á skrifstofunni að Sundaborg 5, 6. júní og 4. júlí. Netpantanir verða síðan afgreiddar að nýju föstudaginn 23. ágúst og þá mun opna salan á skrifstofunni halda áfram uppteknum hætti fyrsta fimmtudag hvers mánaðar frá og með 5. september. Við mælum því með því fyrir þær deildir/einstaklinga sem vilja fylla á lagerinn fyrir sumarið að gera það núna, næstu tvær afgreiðslur eru póstlagðar föstudaginn 31. maí og 14. júní.
 
Bestu kveðjur,
Framkvæmdanefnd