Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis

Haustfundur 2016
 
Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis verður haldinn 12. október 2016 kl. 17:00 – 18:00 í Sundaborg  5, Reykjavík, gengið inn í austurenda hússins.
 
Allir félagar á Reykjavíkursvæðinu eru velkomnir á svæðisfundinn, en aðeins deildafulltrúar og varadeildafulltrúar hafa atkvæðisrétt (hver deild hefur eitt atkvæði). Á svæðisfundinum hafa deildir tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir og tillögur (frá samviskufundum) sem verða ræddar og fundurinn ákveður hvort verða sendar áfram til Landsþjónusturáðstefnu vorið 2017. Á fundinum verður kosinn landsþjónustufulltrúi fyrir Landsþjónusturáðstefnuna.
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 • Fundur settur með æðruleysisbæninni.
 • Fundarritari kosinn.
 • Fundarmenn kynna sig.
 • Lesið upp úr “Einn dagur í einu í Al-Anon”, erfðavenjurnar og þjónustuhugtökin.
 • Hlutverk svæðisfundar.
 • Fundargerð síðasta svæðisfundar lesin.
 • Svæðisfulltrúi fjallar um mál svæðisins.
 • Skýrsla Landsþjónusturáðstefnu 2016 kynnt.
 • Lesið um hlutverk svæðisfulltrúa og landsþjónustufulltrúa.
 • Kosning landsþjónustufulltrúa á Landsþjónusturáðstefnu 2017.
 • Útgáfumál, sagt frá þýðingu Paths to Recovery.
 • Alþjóðafulltrúi kynnir ferð á Alþjóðaráðstefnuna 4. okt sl.
 • Önnur mál.
 • Tillögur svæðis fyrir Landsþjónusturáðstefnu.
 • Dagsetning næsta fundar ákveðin.
 • Fundi slitið með æðruleysisbæninni.

 
Með kveðju
Svæðisfulltrúi Reykjavíkursvæðis