Þjónustuhugtökin (P-57) bæklingur kominn út á íslensku

Bæklingurinn The Concepts Al-Anon´s Best Kept Secret? (P-57) er nú kominn út á íslensku undir heitinu: Þjónustuhugtökin, best varðveitta leyndarmál Al-Anon? (P-57). Hann er 24 blaðsíður og myndskreyttur. Í bæklingnum er þriðju arfleifð Al-Anon lýst á einfaldan og aðgengilegan hátt til að auðvelda skilning á þjónustuhugtökunum tólf. Bæklingurinn getur nýst félögum og deildum sem fyrsta skref við að kynna sér og tileinka þjónustuhugtökin tólf.
 
Með kveðju
útgáfunefnd