VINNUSMIÐJA

Sunnudag 31. mar 2019
 
Kæru félagar.
 
Vinnusmiðja um Leiðarljós Al-Anon verður haldin sunnudaginn 31. mars 2019 kl. 10:00- 13:00.
 
Hún er liður í því að styrkja hugmyndafræði Al-Anon starfsins, tilgang þess sem andlegrar aðferðar til sjálfshjálpar og bata og einnig til að styrkja starfsemi deilda jafnt og einingu samtakanna í heild.
 
Eftirfarandi er meðal umræðuefna:

  • Hvernig standa samtökin best vörð um tilgang og einingu Al-Anon?
  • Hvernig eru leiðarljós Al-Anon notuð í deildinni minni?
  • Hvernig nota ég leiðarljós Al-Anon til að styðja við bata minn?
 
Við heyrum í upphafi reynslusögur nokkurra félaga. Síðan skipta þátttakendur sér í umræðuhópa og ræða ákveðin atriði. Að loknum umræðum í hópum kynna félagar úr hverjum hópi umræður hópsins.
 
Við hvetjum Al-Anon félaga til að mæta á vinnusmiðjuna og leggja sitt af mörkum. Það virkar hvetjandi fyrir þá sem skipuleggja svona verkefni að fá sem flesta til að taka þátt og um leið eflir það samtökin sem heild. Við vonumst til að sjá bæði nýliða og þá sem hafa verið lengi í samtökunum því reynsla allra er jafn mikilvæg.
Vinnusmiðjan er haldin í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 Reykjavík.
 
Ekki er innheimt þátttökugjald, en þakklætispotturinn verður á sínum stað. Boðið er uppá veitingar í kaffihléi um kl. 11:30. Gott er að hafa með sér skriffæri og pappír.
 
Kveðja,
Ráðstefnunefnd