13. febrúar 2019 06:21

VINNUSMIÐJA

Sunnudag 31. mar 2019

 

Kæru félagar.

 

Vinnusmiðja um Leiðarljós Al-Anon verður haldin sunnudaginn 31. mars 2019 kl. 10:00- 13:00.

 

Hún er liður í því að styrkja hugmyndafræði Al-Anon starfsins, tilgang þess sem andlegrar aðferðar til sjálfshjálpar og bata og einnig til að styrkja starfsemi deilda jafnt og einingu samtakanna í heild.

 

Eftirfarandi er meðal umræðuefna:

  • Hvernig standa samtökin best vörð um tilgang og einingu Al-Anon?
  • Hvernig eru leiðarljós Al-Anon notuð í deildinni minni?
  • Hvernig nota ég leiðarljós Al-Anon til að styðja við bata minn?
3. febrúar 2019 01:53

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2019

haldin 30. mars í Brautarholti, Reykjavík

 

Kæru félagar

 

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2019 verður haldin laugardaginn 30. mars n.k. kl. 9:30 – 16:00 og vinnusmiðja verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 31. mars kl. 10:00 – 13:00 í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29, Reykjavík.

 

Yfirskrift ráðstefnunnar og vinnusmiðjunnar í ár er:

 

„Leiðarljós AL-Anon“

 

25. janúar 2019 12:35

Bókin "Leiðir til bata" er komin út

Reynsluspor, erfðavenjur og þjónustuhugtök Al-Anon

 

Bókin Leiðir til bata – Reynsluspor, erfðavenjur og þjónustuhugtök Al-Anon er nú komin út. Um er að ræða íslenska þýðingu á Paths to Recovery-Al-Anon's Steps, Traditions and Concepts þar sem fjallað er um hinar þrjár arfleifðir Al-Anon: reynslusporin, erfðavenjurnar og þjónustuhugtökin.

 

19. desember 2018 01:57

Húsavík: breytingar á fundartíma

 

Við vekjum athygli á breyttum fundartíma hjá Al-Anon á Húsavík. Frá janúar 2019 verða haldnir fundir 1. og 3. mánudag í mánuði kl. 20:00. Staðsetning verður sem áður í Kirkjubæ.

 

Jólin 2018: athugið að fundir falla niður á Aðfangadag og Gamlársdag.

 

Kveðja

Húsavíkurdeild

19. desember 2018 01:54

Breyttur fundartími um jólin 2018

Kvennadeildin Kjarkur

 

Áríðandi tilkynning

 

Kvennadeildin Kjarkur mun funda á Þorláksmessukvöld kl. 19:30 og á kvöldi þess 30. desember en EKKI á Aðfangadagskvöld né Gamlárskvöld.

 

Kveðja

Kvennadeildin Kjarkur 

21. ágúst 2018 01:25

Bóksalan heldur áfram

 

Kæru félagar.

 

Ákveðið hefur verið að hafa bóksöluna áfram með sama hætti og fyrir sumarfrí. Bækur verða afgreiddar annan hvern föstudag en einnig verður opið á skrifstofunni fyrsta fimmtudag hvers mánaðar á milli 16 og 18.

 

Afgreiðsludagar pantana verða sem hér segir:

16. júní 2018 07:43

Afmæli Laugardagsdeildar Hafnarfirði

23. júní 2018

 

 

12. júní 2018 12:15

Bóksala - sumarafgreiðsla 2018

Júní, júlí og ágúst

 

Bóksalan verður í sumarham í júní, júlí og ágúst. Bókapantanir verða afgreiddar fyrsta föstudag í mánuði. Bóksala á skrifstofu verður enn sem áður opin fyrsta fimmtudag í mánuði milli kl. 16 og 18.

 

Bestu kveðjur,

Framkvæmdanefnd