7. nóvember 2017 07:42

Afmælisfundur Al-Anon á Íslandi

sunnudag 19. nóvember 2017

 

Kæru félagar,

 

Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember í Grafarvogskirkju.
Samtökin voru stofnuð þann 18. nóvember 1972 og verða því 45 ára á þessu ári. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir. Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi og AA félagi deila reynslu, styrk og von. Lifandi tónlistarflutningur verður í lok fundarins.

 

Þarna er kærkomið tækifæri til að bjóða öðrum í fjölskyldunni eða vinum til að gleðjast með okkur, sem erum á bataleið Al-Anon.

 

3. nóvember 2017 08:05

Bóksalan lokuð

 

Bóksölu á skrifstofu hefur verið lokað vegna starfsmannaleysis. Við látum vita þegar hún opnar aftur.

 

Kveðja

Al-Aon á Íslandi

27. október 2017 07:33

Svæðisfundur suðvestursvæðis

Akranesi

 

Svæðisfundur suðvestursvæðis verður haldinn 28.október kl.12.30 á Suðurgötu 108, Akranesi. Allir velkomnir á deildarfundinn sem verður á sama stað kl.11.00 til 12.00

 

Kveðja

Svæðisfulltrúi suðvestursvæðis

26. september 2017 07:28

Svæðisfundur Reykjavíkur

Haust 2017

 

Svæðisfundur Reykjavíkur verður haldinn 17. október 2017 kl. 17:00 - 18:30 að Sundaborg 5 (gengið inn frá austurenda).

 

Allir félagar á Reykjavíkursvæðinu eru velkomnir á svæðisfundinn en aðeins deildarfulltrúar og varadeildarfulltrúar hafa atkvæðisrétt (hver deild hefur eitt atkvæði).

 

Á svæðisfundinum hafa deildirnar tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir og tillögur frá samviskufundum. Þær verða ræddar og sendar áfram á Landsþjónusturáðstefnuna 2018.

 

25. september 2017 09:32

Árbæjardeild lögð niður

 

Fundir í Árbæjarkirkju á þriðjudögum falla niður því deildin hefur verið lögð niður.

 

Með kveðju

4. september 2017 08:16

Opnunartímar bóksölu

 

Bóksalan hefur verið opnuð aftur eftir sumarfrí. Hún verður opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16:00 - 18:00.

 

Kveðja

Framkvæmdanefnd 

1. september 2017 08:37

Svæðisfundur Norðaustursvæðis maí 2017

16. september á Húsavík

 

Fundarboð

 

Svæðisfundur  Norðaustursvæðis  verður haldin á Húsavík  laugardaginn 16.september í Kirkjubæ/ Baldursbrekku kl 14.00.

Al-anon fundur verður haldinn á eftir svæðisfundinum.

 

Fundarefni:

25. júlí 2017 01:46

Alateen fundir byrjar aftur

 

Alateen fundir byrjar aftur á miðvikudögum kl. 20:00 í Héðinsgötu 1-3, sal 202.

 

Fyrsti fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. ágúst 2017.