21. ágúst 2018 01:25

Bóksalan heldur áfram

 

Kæru félagar.

 

Ákveðið hefur verið að hafa bóksöluna áfram með sama hætti og fyrir sumarfrí. Bækur verða afgreiddar annan hvern föstudag en einnig verður opið á skrifstofunni fyrsta fimmtudag hvers mánaðar á milli 16 og 18.

 

Afgreiðsludagar pantana verða sem hér segir:

16. júní 2018 07:43

Afmæli Laugardagsdeildar Hafnarfirði

23. júní 2018

 

 

12. júní 2018 12:15

Bóksala - sumarafgreiðsla 2018

Júní, júlí og ágúst

 

Bóksalan verður í sumarham í júní, júlí og ágúst. Bókapantanir verða afgreiddar fyrsta föstudag í mánuði. Bóksala á skrifstofu verður enn sem áður opin fyrsta fimmtudag í mánuði milli kl. 16 og 18.

 

Bestu kveðjur,

Framkvæmdanefnd

17. maí 2018 07:51

Svæðisfundur Suðvestursvæðis

Í Mosfellsbæ 30. maí

 

Svæðisfundur Suðvestursvæðis verður haldinn 30. maí 2018 kl. 18:15  í Lágafellskirkju Lágafelli Mosfellsbæ.

 

Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á Svæðisfund.

 

Dagskrá fundarins:

8. maí 2018 07:13

Svæðisfundur Reykjavíkur

þriðjud. 8. maí 2018

 

Kæru félagar, minnum á svæðisfundinn sem haldinn verður á morgun, þann 8. maí kl. 17:00-18:00 að  Sundaborg 5,  gengið inn austan megin við húsið (beint á móti Laugarásbíói við Kleppsveg).

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

17. mars 2018 11:10

Alþjóðleg 12 spora ráðstefna

Júlí 2018 í Baltimore

 

Á þriggja ára fresti heldur Alþjóðaþjónustuskrifstofa Al-Anon 12 spora ráðstefnu sem er opin fyrir alla Al-Anon félaga.

 

Næsta ráðstefna verður haldinn 5.-8. júlí 2018 í Baltimore í Bandaríkjunum. Opnað hefur verið fyrir skráningu. Ódýrast er að skrá sig sem fyrst.

 

Skráningarsíða

20. febrúar 2018 12:42

OPIN VINNUSMIÐJA: ,,Nafnleyndin – hinn andlegi grundvöllur"

Sunnudag 11. mars kl. 10:00 - 13:00

 

Kæru félagar

 

Vinnusmiðja um nafnleyndina verður haldin sunnudaginn 11. mars 2018, kl. 10.00- 13.00. Vinnusmiðjan er liður í því að styrkja félaga til að setja málefni og markmið ofar einstaklingum og að styðja við einstaklingsbata hvort sem um nýliða eða lengra komna er að ræða.

 

20. febrúar 2018 12:38

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2018

Laugardaginn 10. mars í Reykjavík

 

Kæru félagar

 

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2018 verður haldin laugardaginn 10. mars n.k. og vinnusmiðja verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 11. mars í í Sjómannaheimilinu Örkin Brautarholti 29 Reykjavík.

 

Yfirskrift ráðstefnunnar og vinnusmiðjunnar í ár er:

Nafnleyndin  - hinn andlegi grundvöllur