17. mars 2018 11:10

Alþjóðleg 12 spora ráðstefna

Júlí 2018 í Baltimore

 

Á þriggja ára fresti heldur Alþjóðaþjónustuskrifstofa Al-Anon 12 spora ráðstefnu sem er opin fyrir alla Al-Anon félaga.

 

Næsta ráðstefna verður haldinn 5.-8. júlí 2018 í Baltimore í Bandaríkjunum. Opnað hefur verið fyrir skráningu. Ódýrast er að skrá sig sem fyrst.

 

Skráningarsíða

20. febrúar 2018 12:42

OPIN VINNUSMIÐJA: ,,Nafnleyndin – hinn andlegi grundvöllur"

Sunnudag 11. mars kl. 10:00 - 13:00

 

Kæru félagar

 

Vinnusmiðja um nafnleyndina verður haldin sunnudaginn 11. mars 2018, kl. 10.00- 13.00. Vinnusmiðjan er liður í því að styrkja félaga til að setja málefni og markmið ofar einstaklingum og að styðja við einstaklingsbata hvort sem um nýliða eða lengra komna er að ræða.

 

20. febrúar 2018 12:38

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2018

Laugardaginn 10. mars í Reykjavík

 

Kæru félagar

 

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2018 verður haldin laugardaginn 10. mars n.k. og vinnusmiðja verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 11. mars í í Sjómannaheimilinu Örkin Brautarholti 29 Reykjavík.

 

Yfirskrift ráðstefnunnar og vinnusmiðjunnar í ár er:

Nafnleyndin  - hinn andlegi grundvöllur

 

 

4. janúar 2018 02:28

Breyting í fundaskrá: Ný deild

 

Ný deild hefur verið stofnuð á Selfossi. Fundir eru á laugardögum kl. 10:00 að Hrísholti 8 (AA húsinu).

 

Sporafundir eru 1. laugardag í mánuði og erfðavenjufundir 3. laugardag í mánuði.

 

Með kveðju

7. nóvember 2017 07:42

Afmælisfundur Al-Anon á Íslandi

sunnudag 19. nóvember 2017

 

Kæru félagar,

 

Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember í Grafarvogskirkju.
Samtökin voru stofnuð þann 18. nóvember 1972 og verða því 45 ára á þessu ári. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir. Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi og AA félagi deila reynslu, styrk og von. Lifandi tónlistarflutningur verður í lok fundarins.

 

Þarna er kærkomið tækifæri til að bjóða öðrum í fjölskyldunni eða vinum til að gleðjast með okkur, sem erum á bataleið Al-Anon.

 

3. nóvember 2017 08:05

Bóksalan lokuð

 

Bóksölu á skrifstofu hefur verið lokað vegna starfsmannaleysis. Við látum vita þegar hún opnar aftur.

 

Kveðja

Al-Aon á Íslandi

27. október 2017 07:33

Svæðisfundur suðvestursvæðis

Akranesi

 

Svæðisfundur suðvestursvæðis verður haldinn 28.október kl.12.30 á Suðurgötu 108, Akranesi. Allir velkomnir á deildarfundinn sem verður á sama stað kl.11.00 til 12.00

 

Kveðja

Svæðisfulltrúi suðvestursvæðis

26. september 2017 07:28

Svæðisfundur Reykjavíkur

Haust 2017

 

Svæðisfundur Reykjavíkur verður haldinn 17. október 2017 kl. 17:00 - 18:30 að Sundaborg 5 (gengið inn frá austurenda).

 

Allir félagar á Reykjavíkursvæðinu eru velkomnir á svæðisfundinn en aðeins deildarfulltrúar og varadeildarfulltrúar hafa atkvæðisrétt (hver deild hefur eitt atkvæði).

 

Á svæðisfundinum hafa deildirnar tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir og tillögur frá samviskufundum. Þær verða ræddar og sendar áfram á Landsþjónusturáðstefnuna 2018.