25. júlí 2017 01:46

Alateen fundir byrjar aftur

 

Alateen fundir byrjar aftur á miðvikudögum kl. 20:00 í Héðinsgötu 1-3, sal 202.

 

Fyrsti fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. ágúst 2017.

 

12. júní 2017 09:04

Sumarlokun bóksölu

sumarið 2017

 

Bóksalan (aðalþjónustuskrifstofa) verður lokuð í sumar frá og með 20. júní 2017.

 

Tilkynnt verður um vetraropnunartíma í haust.

 

Með kveðju

Al-Anon samtökin á Íslandi

28. maí 2017 02:53

Ný deild í fundaskrá

Fundir á pólsku

 

Pólska deildin "Islandia" hefur verið stofnuð. Fundir eru á miðvikudgötum kl. 18:00 í Biskupsstofu fyrir aftan Landakotskirkju.

 

Fundaskrá hefur verið uppfærð.

5. maí 2017 07:34

Breyting á fundum í Árbæjarkirkju

Sumarið 2017

 

Fundir á þriðjudagskvöldum í Árbæjarkirkju (Rvk) breytast þannig í sumar:

 

Sporafundir falla niður frá og með 16. maí til 1. sept. 2017

Nýliðafundir falla niður í júlí og ágúst.

 

Með kveðju

2. maí 2017 07:24

Svæðisfundur Suðvestursvæðis maí 2017

13. maí á Selfossi

 

Svæðisfundur Suðvestursvæðis verður haldinn 13. maí 2017 kl. 11:00 að Hrísholti 8, 800 Selfossi.

 

Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á Svæðisfund.

 

Dagskrá fundarins:

 

21. apríl 2017 07:25

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis

Apríl 2017

 

Svæðisfundur Reykjavíkur verður haldinn 25. apríl n.k. kl. 17:00-18:00 að Sundaborg 5, gengið inn austan megin við húsið.

 

Allir félagar í Al-Anon eru velkomnir en aðeins deildarfulltrúar hafa atkvæðisrétt.

 

Kveðja frá Svæðisfulltrúa

21. mars 2017 12:09

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2017

Laugardaginn 1. apríl í Reykjavík

 

Kæru félagar

 

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2017 verður haldin laugardaginn 1. apríl n.k. í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 í Reykjavík (ská á móti Pítunni í Skipholti). Vinnustofa verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 2. apríl (sjá frétt um vinnusmiðju).

 

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er:  „Trúnaðarsambandið – þáttur í bataferlinu.“

 

20. mars 2017 08:30

Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið

Sunnudag 2. apríl kl. 11:00

 

Kæru félagar.

 

Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið verður haldin sunnudaginn 2. apríl 2017, kl. 11.00-15.00 í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 (ská á móti Pítunni í Skipholti).

 

Þátttaka er opin öllum Al-Anon félögum án endurgjalds, en þakklætispotturinn verður á sínum stað.

 

Vinnusmiðjan er liður í að efla framboð af trúnaðarmönnum/konum.  Við vonumst til að sjá bæði nýliða og þá sem hafa verið lengi í samtökunum á vinnusmiðjunni, því ætlunin er að nálgast trúnaðarsambandið bæði frá sjónarhóli trúnaðarmanns/konu (sponsors) og þess sem þiggur leiðsögnina (sponsíu).  Eftirfarandi er meðal umræðuefna: