Af hverju drekkur pabbi minn of mikið?

Margir drekka vegna þess að þeim líður betur þegar þeir eru drukknir.  En sumir sem drekka hafa enga stjórn á því. Ef pabbi þinn drekkur svo mikið að hann lendir í vandræðum og líf hans verður stjórnlaust, þá getur verið að hann sé alkóhólisti. 

Af hverju getur mamma mín ekki hætt að drekka?

Vegna þess að löngunin til að drekka er óviðráðanleg hjá henni.  Það getur vel verið að hún vilji ekki drekka. Hins vegar er löngun hennar í brennivín, vín eða bjór svo yfirþyrmandi að hún getur ekki haft stjórn á því.  Þetta er löngun sem er sterkari en nokkuð annað í lífi hennar, alveg sama hversu mikið hún eða aðrir þurfa …

Báðir foreldrar mínir drekka of mikið. Af hverju gera þau sér ekki grein fyrir því að þau eru alkóhólistar og gera eitthvað í málunum?

Það getur vel verið að þau geri sér grein fyrir því að það er eitthvað rangt við það hvernig þau drekka.  En þau skammast sín kannski eða eru alls ekki tilbúin að viðurkenna það.  Fáir eru tilbúnir til þess. Kannski eru þau í afneitun.  Það þýðir að þau sjá ekki að þau eiga við vandamál að stríða.  Mamma þín eða …

Er hægt að lækna þennan sjúkdóm?

Þrátt fyrir það að hægt sé að hætta að drekka, þá er ekki hægt að lækna alkóhólisma. Sumir aðrir sjúkdómar eins og sykursýki eru eins. Það er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum en ekki lækna hann.  Það er nóg að taka einn sopa til þess að drykkjan byrji aftur.

Hvað get ég gert til þess að hjálpa?

Byrjaðu á því að kynna þér alkóhólisma.  Það mun hjálpa þér að skilja hvernig sjúkdómurinn er.  Lestu Alateen og Al-Anon lesefni.  Það er hægt að fá lesefnislista frá Al-Anon skrifstofunni eða kíkja á lesefnislistann á síðunni.  Taktu þátt í Alateen eða Al-Anon deild og stundaðu fundi reglulega. Talaðu við fólk, hlustaðu og lærðu hvernig þau tókust á við vandamál svipuðum …

Hvað ef alkóhólistinn í fjölskyldunni okkar hættir aldrei að drekka?

Það er til von fyrir alla alkóhólista.  Alveg sama hversu illa hlutirnir líta út í augnablikinu.  Með því að fara í Alateen og Al-Anon lærum við að sinna okkur sjálfum, alveg sama hvort alkóhólistinn hættir að drekka eða ekki. Við höldum áfram að fara á fundi, lifa einn dag í einu með því að vera í sambandi við aðra Alateen …

Hvað á ég að gera ef vinir mínir vilja ekki koma í heimsókn?

Reyndu að taka ekki höfnun þeirra persónulega. Það getur vel verið að vinir þínir skilji ekki sjúkdóminn alkóhólisma. Það getur verið að þeim líði bara illa heima hjá þér en ekki með þér. Kannski er betra að þú hittir þá annars staðar. Ekki hætta að hitta vini þína eða taka þátt í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi. Jákvæð afstaða þín gæti …

Hvernig á ég að trúa því að foreldrum mínum þyki vænt um mig ef þau fara illa með mig?

Sjúkdómurinn alkóhólismi afskræmir kærleikann. Alkóhólistar hata oft sjálfa sig og það virðist sem þau hati líka alla aðra.  Þau bregðast við á óskynsamlegan hátt.  Við sem búum við alkóhólisma högum okkur oft líka á óskynsamlegan hátt  Alkóhólistar taka oft fjandsemi sína út á öðrum.  Þegar einhver er stjórnlaus þá er skynsamlegt að reyna að forðast samskipti við þá ef mögulegt.  …

Hvað á ég að gera ef kringumstæður verða ofbeldisfullar?

Reyndu að forða þér.  Stundum er nauðsynlegt að yfirgefa herbergi þitt eða heimili um stundarsakir.  Hafðu samband við einhvern sem þú treystir. Það gæti verið einhver í Al-Anon eða Alateen, trúnaðarmaður, félagsráðgjafi, kennari eða lögreglan.  Vertu búin/nn að gera upp við þig hvað þú ætlar að gera ef þessar kringumstæður koma upp.  Vertu tilbúin/nn með símanúmer og heimilisfang á öruggum …

Ef annað hvort foreldri mitt er alkóhólisti verð ég þá líka alkóhólisti?

Alkóhólismi hefur áhrif á alla í fjölskyldunni.  Kannski finnst hinu foreldri þínu það vera einmana, hrætt, ráðvillt eða reitt og það gæti hagað sér á taugaveiklaðan, pirraðan og fjandsamlegan hátt.  Ef við fáum ekki hjálp þá er líf með virkum alkóhólista of erfitt fyrir flest okkar.  Sumir foreldrar tala illa um hitt foreldrið til þess að upphefja sig í þínum …

Hvar getur alkóhólistinn leitað sér hjálpar?

Það eru margir staðir þar sem alkóhólistinn getur leitað sér hjálpar.  Ein þekktasta hjálparaðferðin er AA (Alcoholics Anonymous).  Alkóhólistar í bata segja að mestar líkur á árangri í AA eru þegar alkóhólistinn er tilbúinn til að biðja um hjálp og þiggja hana.   

Hvernig get ég hjálpað mér?

Þú getur fengið hjálp með því að fara á Alateen og Al-Anon fundi.  Fundarskrá funda getur þú séð hér: Alateen fundir og Al-Anon fundir.  Þú getur líka sent okkur í Alateen nefndinni tölvupóst á alateen@al-anon.is eða al-anon@al-anon.is.  Einnig er sniðugt að kynna sér efni þessarar síðu vel.  Þó nokkuð lesefni er til fyrir Alateen og Al-Anon félaga sem við hvetjum …