Er Alateen fyrir mig?

Alateen er fyrir unglinga 12-18 ára sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju annarra.

Eftirfarandi spurningar eru hannaðar til að hjálpa þér að ákveða hvort Alateen sé fyrir þig.

  1. Finnst þér óhugsandi að nokkur geti skilið hvernig þér líður?
  2. Leynir þú raunverulegum tilfinningum þínum með því að láta sem þér standi á sama?
  3. Finnst þér eins og engum þyki í raun og veru vænt um þig eða hirði um hvað um þig verður?
  4. Lýgur þú til að fela drykkju einhvers eða halda leyndu því sem gerist heima hjá þér?
  5. Ert þú eins mikið að heiman og mögulegt er af því að þér líður illa þar?
  6. Hræðist þú eða finnst þér vandræðalegt að taka vini með þér heim?
  7. Hefur drykkja annarrar manneskju komið þér úr jafnvægi?
  8. Hefur drykkja einhvers eða viðbrögð annarra við drykkjunni eyðilagt matmálstíma, afmæli og frídaga?
  9. Hræðist þú að koma einhverjum í uppnám af ótta við að þá gæti hann/hún ,,dottið í það“?
  10. Telur þú hegðun þess sem drekkur vera þér að kenna, öðrum í fjölskyldunni, vinum eða vegna óheppni í lífinu?
  11. Ert þú með hótanir eins og: ,,Ef þú hættir ekki að drekka, slást o.s.fr. fer ég að heiman”?
  12. Gefur þú loforð eins og: ,,Ég skal standa mig betur í skólanum, fara í kirkju eða taka til í herberginu mínu,” gegn loforði um að drykkjan og slagsmálin hætti?
  13. Finnst þér að ef drykkjumanneskjan þætti vænt um þig myndi hún eða hann hætta að drekka?
  14. Hótar þú einhvern tíma að skaða þig eða gerir jafnvel alvöru úr því til að foreldrar, systkini eða vinir þínir verði hræddir og segi: ,,Fyrirgefðu” eða ,,Mér þykir vænt um þig”?
  15. Átt þú eða fjölskylda þín í peningavandræðum vegna drykkju einhvers?
  16. Ertu hrædd(ur) við að vera farþegi í bíl sem drykkjumanneskjan keyrir?
  17. Hefur þér dottið í hug að kalla á lögreglu vegna drykkjuláta?
  18. Forðastu að eyða tíma með öðrum eða eiga góða vini af ótta við að þau gætu uppgötvað drykkjuna og slagsmálin?
  19. Heldur þú að öll önnur vandamál leysist ef drykkjan hættir?
  20. Hefurðu einhvern tímann komið illa fram við kennara, skólafélaga, vin af því að þú ert reið(ur) út af drykkju annarrar manneskju?

 

Ef þú hefur svarað einhverjum þessara spurninga játandi gæti Alateen hjálpað þér. Við hvetjum þig til að skoða reynslusögurnar á Spurt og svarað á þessari síðu.

 Byggt á S-20, Er Alateen fyrir þig? Birt með gófúslegur leyfi Al-Anon Inc.


Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að geta heimilda www.al-anon.is.

Al-Anon samtökin á Íslandi©

Al-Anon og Alateen félögum er frjálst að prenta út og dreifa efninu innan samtakanna og til félaga.