Slagorðin

 

Slagorðin eru stuttar og hnitmiðaðar setningar sem hjálpa okkur í Alateen.  Með því að lesa reynslusögurnar sérðu líka hvernig aðrir krakkar hafa nýtt sér þau til að takast á við lífið.

 

Lifðu og leyfðu öðrum að lifa:

Til að fá sem mest út úr lífi þínu skaltu ekki dæma eða setja út á aðra eða yfirhöfuð skipta þér að því hvað þeir eru að gera. Þá hefurðu líka meiri t+ima til að pæla í þér og því sem þú vilt gera ;0)

 

Byrjum á byrjuninni:

Gerðu fyrst það sem skiptir mestu máli – þú kemur meiru í verk.  Þetta er frábær aðferð til að skipuleggja tíma þinn og orku.

 

Hugsaðu:

Staldraðu við áður en þú segir eða framkvæmir það fyrsta sem kemur í huga þér. HUGSAÐU um leiðir til að bæta þig. HUGSAÐU áður en þú tekur ákvarðanir.

 

Með hægðinni hefst það:

Of mikill hraði veldur yfirleitt klúðri og óþarfa fyrirhöfn.  SLAKAÐU á, losaðu þig við æðibunugang og æsing.

 

Slepptu tökunum og leyfðu guði:

Þú getur ekki lagað allt sem er að í heiminum eða hjá fjölskyldu þinni og vinum.  SLEPPTU TÖKUNUM!  Æðri máttur getur ekki sinnt sínu ef við erum fyrir honum.

 

Einn dagur í einu:

Dagurinn í dag er mikilvægasti dagurinn í lífi þínu.  Nýttu þér hann.  Gleymdu gærdeginum – og ekki hafa áhyggjur af því sem gæti gerst á morgun.

 

 


 

ÆÐRULEYSISBÆNIN

 

Guð gefi mér æðruleysi

til að sætta mig við það,

sem ég fæ ekki breytt

kjark til að breyta því,

sem ég get breytt

og vit til að greina þar á milli

 


Sendið okkur endilega línu um hvernig þið notið slagorðin og æðruleysisbænina til þess að hjálpa ykkur al-anon@al-anon.is.
Það væri líka frábært að fá myndir (teiknaðar, málaðar, tölvugerðar) til þess að gera síðuna ykkar flottari. Ef þið sendið ljósmyndir þá mega ekki vera nein þekkjanleg andlit því við verðum að passa upp á nafnleyndina. Myndir á tölvutæku er best að hafa í .jpeg, .png, .gif eða .bmp. Athugið að við birtum ekki myndir sem hafa verið notaðar á öðrum vefsíðum.