Tólf reynsluspor Alateen
|
Alateen leiðin er grundvölluð á reynslusporununum tólf sem félagarnir ræða um, tileinka sér og nota í samskiptum við aðra. Þetta getur hjálpað Alateen félögum til að öðlast styrk til að fást við vandamál sín af þroska og raunsæi. |
|
1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi. |
2. Við fórum að trúa að máttur, okkur æðri, gæti gert okkur andlega heil að nýju. |
3. Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum. |
4. Við gerðum óttalaust nákvæman siðferðislegan lista yfir skapgerðareinkenni okkar. |
5. Við viðurkenndum afdráttarlaust fyrir guði, sjálfum okkur og öðrum einstaklingi yfirsjónir okkar. |
6. Við vorum þess albúin að láta guð fjarlægja alla okkar skapgerðarbresti. |
7. Við báðum guð í auðmýkt að fjarlægja brestina. |
8. Við gerðum lista yfir alla þá sem við höfðum skaðað og urðum fús til að bæta fyrir brot okkar. |
9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, þar sem því var við komið, svo fremi það særði engan. |
10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust. |
11. Við leituðumst við, með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum aðeins um þekkingu á því sem hann ætlar okkur og styrk til að framkvæma það. |
12. Við fundum að sá árangur sem náðist, með hjálp reynslusporanna, var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi. |
|