Hvað á ég að gera ef vinir mínir vilja ekki koma í heimsókn?

Reyndu að taka ekki höfnun þeirra persónulega. Það getur vel verið að vinir þínir skilji ekki sjúkdóminn alkóhólisma. Það getur verið að þeim líði bara illa heima hjá þér en ekki með þér. Kannski er betra að þú hittir þá annars staðar.
Ekki hætta að hitta vini þína eða taka þátt í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi. Jákvæð afstaða þín gæti einmitt verið það sem aðrir sem eiga við sömu vandamál að stríða þyrftu á að halda.