Hvað ef alkóhólistinn í fjölskyldunni okkar hættir aldrei að drekka?

Það er til von fyrir alla alkóhólista.  Alveg sama hversu illa hlutirnir líta út í augnablikinu.  Með því að fara í Alateen og Al-Anon lærum við að sinna okkur sjálfum, alveg sama hvort alkóhólistinn hættir að drekka eða ekki.
Við höldum áfram að fara á fundi, lifa einn dag í einu með því að vera í sambandi við aðra Alateen og Al-Anon félaga.  Við förum að trúa að eina lífið sem við berum ábyrgð á eða getum stjórnað er okkar eigið.  Það gæti verið að þú þyrftir að fá hjálp hjá fagfólki þér til frekari stuðnings.