Deildin er grunnneining Al-Anon samtakanna. Deildin er rekin sem sjálfstæð eining innan Al-Anon samtakanna. Deildin á að vera sjálfbær og skal leggja fé til samtakanna eftir getu. Það er engin stjórnandi eða stjórn yfir deildinni nema æðri máttur. Deildin tekur ákvarðanir um mál sem koma upp innan deildarinnar með því að efna til svokallaðs samviskufundar.
Til að stofna Al-Anon deild þarf að fylla út Skráningarblað deilda og senda á skrifstofu. Skráningarblaðið er í Þjónustuhandbók Al-Anon á Íslandi.
Samviskufundi má halda eins oft eða sjaldan og ástæða þykir til en flestar deildir halda þá einu sinni í mánuði. Samviskufundur, sem á ensku kallast „Business Meeting,“ er oftast haldinn í kjölfarið á almennum fundi deildarinnar. Á samviskufundi ræður sameiginleg viska deildarinnar sem þýðir að samviskufundurinn er vettvangur allrar ákvarðanatöku í málefnum deildarinnar. Í stuttu máli: allir almennir fundarfélagar eru gjaldgengir á samviskufund því það eru félagarnir sem stýra deildinni.
Deildin ákveður sjálf hvernig hún vill haga sínum fundum. Fyrir utan Inngangsorðin og Lokaorðin er fyrirkomulag fundarins frjálst. Eingöngu þarf að gæta þess að Erfðavenjum sé fylgt í hvívetna. Leiðarljós: að gera athugun á deildinni (G-8a) og Leiðarljós: að gera athugun á deildinni – aðferðir og vangaveltur (G-8b) eru góð verkfæri til að hjálpa deildum að viðhalda starfi sínu í samræmi við Erfðavenjurnar. Leiðarljósin má sækja hérna hægra megin á síðunni.
Hægra megin á þessari síðu geta deildir hlaðið niður gagnlegu efni fyrir deildina og fundi hennar. Hér verður ávallt hægt að nálgast nýjustu samþykktu tillögu að inngangs- og lokaorðum funda. Athugið að um er að ræða ZIP skrár sem innihalda bæði texta skrá og PDF skrá. Leiðarljós (e. Guidelines) sem hafa verið þýdd á íslensku verða sömuleiðis sett hérna til niðurhals.
- Skráningareyðublað deilda
- Tillaga að Inngangs- og Lokaorðum funda (ZIP skrá)
- G-1 Leiðarljós: Félagar sem hafa áhuga á að tala
- G-2 Leiðarljós: Nýliðafundir
- G-3 Leiðarljós: Samvinna milli
- Al-Anon og AA
- G-8a Leiðarljós: Að gera athugun á deildinni
- G-8b Leiðarljós: Að gera athugun á deildinni – aðferðir og vangaveltur
- G-22 Leiðarljós: Að fara með kynningarfund
- G-39 Leiðarljós: Rafrænn fundur