Hvað er Al-Anon?

Al-Anon hefur aðeins einn tilgang: Að hjálpa fjölskyldum og vinum alkóhólista

Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru félagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. Al-Anon leiðin er sjálfshjálparaðferð byggð á tólf reynslusporum AA-samtakanna. Til þess að gerast félagi þarf aðeins eitt, að ættingi eða vinur hafi átt eða eigi í vanda vegna alkóhólisma.

Á fundum Al-Anon fjölskyldudeildanna hittir þú aðra sem eru að takast á við sömu vandamál. Við eigum betur með aðtakast á við vandamál okkar og endurbæta líf okkar þegar við förum að fá betri skilning á fjölskyldusjúkdómnum alkóhólisma. Þú getur öðlast skilning og fengið styrk með því að hlusta og deila reynslu þinni á Al-Anon fundum, auk þess að nýta þér lesefni Al-Anon samtakanna.

Ef þú berð umhyggju fyrir einhverjum sem á við áfengisvanda að stríða getur Al-Anon leiðin hjálpað þér.

Nafnleyndar er gætt í Al-Anon. Við stöndum vörð um nafnleynd allra Al-Anon, Alateen og AA félaga og engin félagaskrá er haldin.

Nafn samtakanna er dregið af orðunum ,,Alcoholics Anonymus“ enda voru fjölskyldudeildirnar upphaflega hluti af AA samtökunum. Leiðir skildu fyrir meira en hálfri öld þegar ljóst var að aðstandendur og alkóhólistar þurfa að takast á við alkóhólisma frá ólíku sjónarhorni. Alkóhólistinn þarf að öðlast bata frá fíkn sinni en fjölskylda og vinir frá þeim brengluðu samskiptum sem drykkja annarra veldur.


Á hverju byggir Al-Anon leiðin?
Hún byggir á þremur arfleifðum samtakanna en þær sjá Al-Anon og Alateen félögum og deildum fyrir andlegum grunni. Reynslusporin tólf og erfðavenjurnar tólf fela í sér þær meginreglur sem leiða til bata og þroska hvers og eins, hjálpa hverju og einu okkar að uppgötva og verða það sem við viljum verða. Með því að beita þessum meginreglum í lífi okkar og starfi, getum við bætt sjálfstraust okkar og séð aðstæður okkar í öðru ljósi.

  • Reynslusporin tólf þjóna hverjum félaga. Þau eru hjarta Al-Anon bataleiðarinnar og aðferð til að ná tökum á persónulegri hugarró og betri líðan.

  • Erfðavenjurnar tólf þjóna deildunum.Eins og sporin þjóna persónulegum bata félaga þjóna erfðavenjurnar þeim tilgangi að halda deildunum heilbrigðum, að grundvallareðli þeirra sé tryggt og þær séu það batasamfélag sem aðstandendur þurfa á að halda.

  • Þjónustuhugtökin eru viðmið fyrir starfsemi samtakanna í heild. Með þeim stöndum við vörð um sátt og samlyndi deildanna og tryggjum að Al-Anon bataleiðin haldist jákvæð og óhögguð.


Þú iðkar Al-Anon aðferðina með því að:

  • Sækja reglulegaAl-Anon fundi. Reyndu að finna þér deild þar sem þér líður vel.
  • Hafa samband við aðra Al-Anon félaga og lesa ráðstefnusamþykkt lesefni á milli funda.
  • Muna að við höfum ekki valdið sjúkdómnum,við getum ekki stjórnað honum og við getum ekki læknað hann
  • Fá þér trúnaðarmann við fyrsta tækifæri, hann getur stutt við bakið á þér í bataferlinu og leiðbeint þér í gegnum reynslusporin. Venjan er að hafa trúnaðarmann af sama kyni og maður er sjálfur.
  • Taka þátt í þjónustu innan deildarinnar og samtakanna.Með því viðheldur þú bata þínum og kynnist öðrum félögum.

Þegar einhver, einhvers staðar
leitar eftir hjálp,
megi hönd Al-Anon og Alateen
ávallt vera til staðar og
megi það byrja hjá mér

 


Öll réttindi áskilin.Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að sé sótt um heimild til Al-Anon samtakanna á Íslandi © Al-Anon Inc.

Al-Anon félögum er frjálst að prenta út og dreifa efninu innan samtakanna og til félaga.