- Allt starf innan Al-Anon fjölskyldudeildanna er unnið í sjálfboðaliðavinnu. Hjá Al-Anon og Alateen köllum við það að taka þátt í þjónustu.
- Þjónustan er hluti af andlegum meginreglum Al-Anon. Í tólfta og seinasta reynslusporinu segir: Við urðum fyrir andlegri vakningu er við stigum þessi spor og reyndum því að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.
- Við tökum þátt í þjónustunni til þess að sýna þakklæti okkar í verki fyrir þau nýju og breyttu lífsviðhorf sem við höfum öðlast í Al-Anon og Alateen. Ný lífsviðhorf sem leitt hafa til andlegs bata, breyttrar hegðunar og æðruleysis.
- Með því að taka þátt í þjónustunni þá tryggjum við að samtökin verði áfram til staðar fyrir þá aðstandendur sem þurfa á hjálp að halda. Þátttakan styrkir líka okkar eigin bata og viðheldur honum.
- Félagar sem hafa tekið þátt í þjónustu eru sammála um að hún eflir einnig persónulega ábyrgð og er gullið tækifæri til þess að kynnast erfðavenjunum sem eru mikilvægur hlekkur í meginreglum Al-Anon bataleiðarinnar.
- Al-Anon starfið á Íslandi fer fram í deildunum, á svæðunum og í landsþjónustunni.
- Á Íslandi eru 3 svæði: Reykjavíkursvæði, Suðvestursvæði og Norðaustursvæði.
- Einn þáttur í þjónustu er að fara með kynningarfund á sjúkrahús og stofnanir, t.d. Vog, Krýsuvík og Hlaðgerðarkot.
Gagnleg skjöl (pdf)