Besta próf sem ég hef fallið á!

Þýtt úr Alateen Talk, vol 43, nr 4.

Fyrir nokkrum árum var ég orðin alveg ráðalaus varðandi heimilisaðstæður mínar. Ég er einkabarn og bjó heima hjá mömmu minni og pabba. Mér leið eins og heimilið væri fangelsi. Foreldrar mínir töluðu sjaldan saman og þegar þeir gerðu það var það aðeins til að skiptast á móðgunum eða standa saman gegn mér. Alla vega upplifði ég það þannig. Pabbi og ég áttum eins lítil samskipti og hægt var. Við rifumst mikið og mamma miðlaði málum. Það virtist bara gera hlutina enn verri.

 

 

 

Raunveruleg hjálp

 Alateen hefur hjálpað mér mikið. Ég hef mætt á fundi í þrjá mánuði. Vinkona mín sagði mér frá þessum fundum og ég ákvað að kíkja. Vinkona mín sagði að Alateen hefði hjálpað sér mikið, núna þegar ég hef sjálf farið á fundi skil ég af hverju.

Foreldrar mínir skildu. Ég hitti pabba minn eiginlega aldrei af því að hann var alltaf fullur. Þegar ég kom í Alateen lærði ég að ég olli ekki drykkjunni hans, ég gat ekki stjórnað henni og ég gat ekki læknað hana. Eftir að hafa deilt minni reynslu og hlustað á vandamál annarra krakka skildi ég hvað var átt við. Ég hélt ég gæti læknað drykkjuna en ég vissi að ég olli henni allavega ekki,  jafnvel þó að pabbi kenndi alltaf öllum öðrum um að hann drakk.

Að ná að aftengja sig þegar foreldrar rífast

Foreldrar mínir rifust nánast á hverjum degi þegar ég var lítill. Ég var hræddur við pabba af því að hann drakk. Ég vissi aldrei hvað hann myndi gera við mömmu. Ég fékk á tilfinninguna að hann myndi berja hana eða jafnvel enn verra en það, drepa hana.

 

Vantar meira efni á vefinn

Viljum fá að heyra af ykkar reynslu

Hefur þú ekki sögu að segja?

Okkur bráðvantar fleiri reynslusögu krakka á vefinn. Skrifið um það sem ykkur langar varðandi reynsluna af drykkju annarra í ykkar lífi. Það þarf ekki að vera langt. Má vera ljóð eða teiknimyndasögur.

Úr Forum

Í Alateen lærði ég að alkhólismi er sjúkdómur

Júlí 2008

Fram til sjö ára aldurs fannst mér að líf mitt væri dásamlegt. Ég bjó hjá móður minni, frænku og afa, átti marga vini og fékk góðar einkunnir. Ég lifði áhyggjulausu lífi þar til móðir mín sá hann aftur. 
 

Forum

Úr reiði í þolinmæði

September 1993

Áður en ég kom í Alateen lokaði ég allar tilfinningar inni. Ég var reið og ég hafði aðeins einn tilgang í lífinu, kenna öðrum um. Ég gat ekki sætt mig við nokkurn skapaðan hlut. Ég neitði öllu sem ég gerði af mér. Ég fann ekki til sektarkenndar en var full af biturleik. Ég hafði bara enga stjórn á mér.