Viljum fá að heyra af ykkar reynslu

Vantar meira efni á vefinn
Hefur þú ekki sögu að segja?
Okkur bráðvantar fleiri reynslusögu krakka á vefinn. Skrifið um það sem ykkur langar varðandi reynsluna af drykkju annarra í ykkar lífi. Það þarf ekki að vera langt. Má vera ljóð eða teiknimyndasögur.
 Ekki hafa áhyggjur af stafsetningu, við lögum hana áður en framlag ykkar er sett á vefinn.  Munið að það er fullt af krökkum út um allt land sem eiga alkóhólista sem foreldra, systkini eða vini. Kannski hafið þið eitthvað að segja sem getur hjálpað þeim. Þið getið líka sent hugmyndir um það sem ykkur finnst vanta á vefsíðuna til vefumsjon@al-anon.is.