Raunveruleg hjálp

 Alateen hefur hjálpað mér mikið. Ég hef mætt á fundi í þrjá mánuði. Vinkona mín sagði mér frá þessum fundum og ég ákvað að kíkja. Vinkona mín sagði að Alateen hefði hjálpað sér mikið, núna þegar ég hef sjálf farið á fundi skil ég af hverju.
Foreldrar mínir skildu. Ég hitti pabba minn eiginlega aldrei af því að hann var alltaf fullur. Þegar ég kom í Alateen lærði ég að ég olli ekki drykkjunni hans, ég gat ekki stjórnað henni og ég gat ekki læknað hana. Eftir að hafa deilt minni reynslu og hlustað á vandamál annarra krakka skildi ég hvað var átt við. Ég hélt ég gæti læknað drykkjuna en ég vissi að ég olli henni allavega ekki,  jafnvel þó að pabbi kenndi alltaf öllum öðrum um að hann drakk.
 
Ég vissi að pabbi drakk mjög mikið en ég vissi ekki hvernig ég gæti hjálpað honum. Við vorum mjög náin áður en drykkjan varð vandamál. Ég vildi finna hjálp handa honum en ég var of hrædd. Pabbi minn dó af því að drekka of mikið áfengi.
Það hefur hjálpað mér mikið að koma á þessa fundi og hitta aðra krakka sem hafa glímt við sömu vandamál og ég. Mér finnst þægilegt að segja þeim hvernig aðstæður mínar eru svo ég næ alltaf að létta heilmikið á hjarta mínu. Ég gat ekki alltaf sagt vinum mínum frá vandamálunum því að þeir hefðu ekki allir skilið mig. Þeir áttu fullkomnar fjölskyldur og vissu ekki hvað ég gekk í gegn um.
Ég er ánægð með það að ég get treyst fólkinu hér til að kjafta ekki frá, af því að það skilur hvað ég er að fara. Ég skammast mín ekki fyrir að segja þeim hluti sem ég myndi ekki segja nokkrum öðrum. Mér finnst gott að koma á þessa fundi og þeir hjálpa mér heilmikið, svo að ég veit að ég mun koma á marga fleiri. Takk fyrir að vera til staðar fyrir mig og fyrir að skilja mig.

Díana
Öll réttindi áskilin! Al-Anon og Alateen félögum er frjálst að prenta út og dreifa efninu innan samtakanna og til félaga. 
Al-Anon samtökin á Íslandi©