Spurningalisti

Ef einhver nákominn þér á eða hefur átt við áfengisvanda að stríða geta eftirfarandi spurningar hjálpað þér að ákveða hvort alkóhólismi hafi haft áhrif á líf þitt og hvort
Al-Anon sé fyrir þig.
  1. Hefur þú áhyggjur af drykkju einhvers?
  2. Átt þú í fjárhagsvanda vegna drykkju annarra?
  3. Segir þú ósatt til að fela drykkju einhvers?
  4. Kennir þú slæmum félagsskap um hegðun þess sem drekkur?
  5. Reynir þú að þefa eftir áfengislykt svo lítið beri á?
  6. Leitar þú að földu áfengi?
  7. Hræðist þú að koma einhverjum í uppnám því það gæti leitt til drykkju?
  8. Hefur hegðun þess sem drekkur valdið þér skömm eða sárindum?
  9. Líða frídagar og samverustundir fyrir drykkju?
  10. Sækist þú stöðugt eftir hrósi eða viðurkenningu og efast þú um eigið ágæti?
  11. Óttast þú gagnrýni?
  12. Þekkir þú takmörk þín?
  13. Finnst þér þú þurfa að vera fullkomin/n?
  14. Átt þú auðveldara með að bera umhyggju fyrir öðrum en sjálfri/um þér?
  15. Einangrar þú þig frá öðrum?
  16. Verður þér órótt í viðurvist ráðamanna og reiðs fólks?
  17. Átt þú erfitt með að vera í nánu sambandi?
  18. Ruglar þú saman vorkunnsemi og ást í sambandi þínu við þann sem drakk eða drekkur?
  19. Laðast þú að og sækist eftir fólki sem er oft stjórnlaust?
  20. Heldur þú dauðahaldi í sambönd af því að þú hræðist einveru?
  21. Vantreystir þú oft eigin tilfinningum og þeim tilfinningum sem aðrir láta í ljósi?
  22. Átt þú erfitt með að tjá tilfinningar þínar?
  23. Heldur þú að drykkja foreldris hafi haft áhrif á þig?
  24. Hefur þú hugleitt að hringja í lögreglu eftir hjálp vegna ótta við ofbeldi?
  25. Hefur þú setið í bíl þar sem ökumaðurinn var drukkinn?
  26. Finnst þér þú vera misheppnaður einstaklingur vegna þess að þér tekst ekki að stjórna drykkju annarra?
  27. Heldur þú að önnur vandamál leysist ef drykkjan hættir?
  28. Hótar þú að skaða þig til að hræða þann sem drekkur?
  29. Finnurðu stöðugt fyrir reiði, ráðaleysi og depurð?
Ef einhverjar af þessum spurningum snertu við þér kynntu þér þá endilega meira af efni síðunnar t.d. svör við helstu spurningum sem nýliðar spyrja oft.

Þessar spurningar eru byggðar á S-17, Al-Anon er það fyrir þig?
og S-25, Ólst þú upp við drykkjuvandamál?
Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc