Lesefni er líka hægt að panta á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/qRyVoFFlCIg5vIGC3
Netpantanir eru afgreiddar aðra hverja viku og sendar út á föstudegi.
Ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna má senda fyrirspurnir á al-anon@al-anon.is.
ATHUGIÐ: Bankareikningsnúmer bóksölu er 0101-05-267926 (gildir frá 9. maí 2020)
Ferlið er svohljóðandi:
-
Kaupandi fyllir út eyðublað og pöntunin verður til.
-
Al-anon fer yfir pöntun og sendir til baka yfirfarna pöntun og verð með sendingarkostnaði.
-
Kaupandi millifærir inn á samtökin inn á 0101-05-267926, kt.: 680978 0429 – skýring „bækur“ og sendir kvittun á boksala.alanon@gmail.com
-
Al-anon sendir bækur næsta sendingardag.
– uppfært 28. ágúst 2020
Um Al-Anon lesefnið
Allt frá stofnun 1951 hafa Al-Anon fjölskyldudeildirnar gefið út meira en 100 bækur og bæklinga í einum tilgangi: að hjálpa fjölskyldum og vinum að ná bata frá áhrifunum af drykkju annarrar manneskju. Bækur og bæklingar geta styrkt bata okkar en það kemur ekki í staðinn fyrir þá hjálp sem fæst á Al-Anon fundum og þann bata sem gerist þegar bataleiðinni í heild er beitt. Skilningur og virkni Al-Anon lesefnis er mest þegar það er notað í sameiningu með öðrum verkfærum bataleiðarinnar, s.s. fundarsókn. Lesefni er selt á mörgum Al-Anon fundum.
Við vekjum líka athygli á Hlekknum, veftímariti Al-Anon á Íslandi. Þar er að finna reynslusögur sem félagar hafa sent inn. Allir sem reynt hafa Al-Anon bataleiðina geta sent inn sögu sína og þannig deilt með okkur hinum reynslu sinni, styrk og von. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að Hlekknum og fá senda tilkynningu í hvert sinn sem nýju efni er bætt við. Sendu okkur þína reynslusögu á al-anon@al-anon.is með yfirskriftinni „Reynslusaga“.
Ráðstefnusamþykkt lesefni
Á fundum og í þjónustu Al-Anon samtakanna er eingöngu stuðst við ráðstefnusamþykkt lesefni sem er merkt með merki samtakanna og textanum ,,ráðstefnusamþykkt lesefni“ (CAL). Þetta þýðir að fyrir útgáfu hefur efnið farið í gegnum ákveðið ferli innan samtakanna þar sem það hefur verið skoðað með tilliti til erfðavenja og meginreglna Al-Anon. Þetta efni er skrifað af Al-Anon félögum, samþykkt af Al-Anon félögum, er fyrir Al-Anon félaga og er skrifað frá sjónarhorni Al-Anon samtakanna.
Á bernskuárum Al-Anon samtakanna áður en Alþjóðaþjónusturáðstefnan (WSC) var stofnuð skrifuðu og dreifðu margar deildir sínu eigin lesefni. Þetta efni var jafn misjafnt og þeir sem skrifuðu. Sumt endurspeglaði sjónarmið Al-Anon, annað ekki og á árunum 1962 til 1965 var samþykkt á Alþjóðaþjónusturáðstefnu Al-Anon að eingöngu yrði notast við ráðstefnusamþykkt lesefni. Þetta styrkir einingu samtakanna og að boðskapurinn verði skýr og sjálfum sér samkvæmur.
Af hverju getum við ekki notað hvaða lesefni sem er á fundum?
Al-Anon og Alateen ráðstefnusamþykkt lesefni, Hlekkurinn (vefrit Al-Anon á Íslandi) og The Forum (tímarit samtakanna á heimsvísu) er það sem mælst er til að sé notað á Al‑Anon og Alateen fundum. Okkur finnst lesefnið ásamt reynslu félaganna það besta fyrir nýliðann svo hann þrói með sér jákvæða sýn á fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma. Al-Anon og Alateen lesefni er samþykkt af Alþjóðaráðstefnu okkar þar sem það endurspeglar bataleiðina bæði í hugmynd og framkvæmd. Persónuleg reynsla sem endurspeglast í The Forum og Hlekknum hjálpar okkur að skilja hvernig öðrum hefur tekist að tileinka sér bataleiðina.
Það er mjög misjafnt hvort eða hvernig ,,utanaðkomandi“ lesefni lýsir boðskap Al-Anon. Notkun á því á fundum getur leitt til klofnings og haft áhrif á einingu deildanna og það getur sérstaklega ruglað nýliðann í ríminu. Með því að nota eingöngu ráðstefnusamþykkt Al-Anon lesefni á fundum tryggjum við einingu og framtíð samtakanna. Al-Anon félagar geta gengið að því vísu að hvar í heiminum sem þeir fara á fund verði ómengaður boðskapur Al-Anon um von og hjálp til staðar.
Þegar við þroskumst í Al-Anon eru minni líkur á að við verðum rugluð og yfirkomin af utanaðkomandi lesefni. Félagar eru þó hvattir til að lesa allt sem þeir finna um málefnið í sínum eigin tíma. Hinsvegar eru fundirnir of mikilvægir til að eyða tímanum í umræður um bækur, myndir, bæklinga eða eitthvað annað sem ekki tengist Al-Anon, hversu mikið sem slíkt hefur nýst einu eða mörgum okkar.
Að nota eingöngu ráðstefnusamþykkt lesefni er í samræmi við fyrstu erfðavenjuna:
Sameiginleg velferð okkar situr í fyrirrúmi. Bati hvers og eins byggist á einingu samtakanna.
Allar nánari upplýsingar um ráðstefnusamþykkt lesefni þar á meðal um hvernig félagar geti lagt sitt af mörkum til útgáfu lesefnis, er að finna í bæklingnum Hvers vegna ráðstefnusamþykkt lesefni (P-53). Ef Al-Anon þríhyrninginn er ekki á lesefninu, þá er það ekki samþykkt lesefni.
Rafrænir Al-Anon fundir þurfa að fá leyfi til þess að nota ráðstefnusamþykkt lesefni á opnum vefsíðum. Leiðarljós fyrir gerð útdrátta og endurprentunar er fáanlegt frá Alþjóðaþjónustuskrifstofunni (WSO).