Á DAGSKRÁ

 

OPIN VINNUSMIÐJA:

Nafnleyndin – hinn andlegi grundvöllur

Sunnudag 11. mars kl. 10:00 – 13:00

 
Kæru félagar

Vinnusmiðja um nafnleyndina verður haldin sunnudaginn 11. mars 2018, kl. 10.00- 13.00. Vinnusmiðjan er liður í því að styrkja félaga til að setja málefni og markmið ofar einstaklingum og að styðja við einstaklingsbata hvort sem um nýliða eða lengra komna er að ræða.

 

Eftirfarandi er meðal umræðuefna:

  • Hvað felur nafnleyndin í sér; á fundum, í einkalífi, í fjölmiðlum?
  • Hvernig hjálpar nafnleyndin til við batann; þróa auðmýkt, traust, trú á æðri mátt?
  • Hvað gerir deildin/ég ef nafnleyndar er ekki gætt og vart verður við slúður?
  • Hvernig getum við notað erfðavenjuna um nafnleyndina í fjölskyldunni?

 

Við heyrum í upphafi reynslusögur nokkurra félaga. Síðan skipta þátttakendur sér í umræðuhópa og ræða ákveðin atriði. Að loknum umræðum í hópum kynna félagar úr hverjum hópi helstu niðurstöður.

 

Við hvetjum alla til að mæta og leggja sitt af mörkum. Það virkar hvetjandi fyrir þá sem skipuleggja svona verkefni að fá sem flesta til að taka þátt. Um leið eflir það samtökin sem heild. Við vonumst til að sjá bæði nýliða og þá sem hafa verið lengi í samtökunum því reynsla allra er jafn mikilvæg.

 

Vinnusmiðjan er haldin í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 Reykjavík ská á móti Pítunni í Skipholti. Þátttaka er opin öllum Al-Anon félögum án endurgjalds, en þakklætispotturinn verður á sínum stað. Boðið er uppá veitingar í kaffihléi um kl. 11:30 og gott er að hafa með sér skriffæri og pappír.

 

Kveðja,
ráðstefnunefnd

 

20. feb. 2018

 

 

 


ELDRI VINNUSMIÐJUR

 

Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið

2. apríl 2017 kl. 11-15 í Sjómannaheimilinu Örkinni

 
Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið verður haldin sunnudaginn 2. apríl 2017, kl. 11.00-15.00 í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 (ská á móti Pítunni í Skipholti). Húsið opnar kl. 10:30.

 

Þátttaka er opin öllum Al-Anon félögum án endurgjalds, en þakklætispotturinn verður á sínum stað.

 

Vinnusmiðjan er liður í að efla framboð af trúnaðarmönnum/konum.  Við vonumst til að sjá bæði nýliða og þá sem hafa verið lengi í samtökunum á vinnusmiðjunni, því ætlunin er að nálgast trúnaðarsambandið bæði frá sjónarhóli trúnaðarmanns/konu (sponsors) og þess sem þiggur leiðsögnina (sponsíu).  Eftirfarandi er meðal umræðuefna:
  • Hvenær er ég tilbúinn til að gerast trúnaðarmaður?
  • Hvernig vel ég mér trúnaðarmann?
  • Hvað ef ég þarf að slíta trúnaðarsambandi? Má ég skipta um  trúnaðarmann?
  • Hverjar eru væntingar trúnaðarmannsins til mín? Og hvert er hlutverk trúnaðarmannsins?
  • Hvernig hjálpar trúnaðarsambandið trúnaðarmanninum?
 
Við heyrum í upphafi reynslusögur fjögurra félaga af trúnaðarsambandinu.  Síðan skipta þátttakendur sér í umræðuhópa og ræða ákveðin atriði um trúnaðarsambandið.  Að loknum umræðum í hópum kynna félagar úr hverjum hópi helstu niðurstöður.

 

Við hvetjum alla til að mæta og leggja sitt af mörkum til að hrinda af stað öflugri sporavinnu meðal félaga.  Boðið er uppá léttar veitingar í hádegishléi og gott er að hafa með sér skriffæri.

 

Með Al-Anon kveðju
auglýst 20. mars 2017

 

Vinnusmiðja um erfðavenjurnar, 22. mars 2015 kl. 11

Vinnusmiðja um erfðavenjur Al-Anon verður haldin sunnudaginn 22.mars n.k. í Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29, Reykjavík frá kl. 11 – 15.
Þáttökugjald er ekkert en þakklætispotturinn verður á sínum stað.
Félagar úr Al-Anon munu deila reynslu, styrk og von út frá erfðavenjunum, skipt verður í umræðuhópa um hvernig við getum nýtt okkur erfðavenjurnar í lífi okkar og starfi.
Húsið opnar kl: 10:30, allir eru velkomnir.
Boðið verður upp á létt snarl í hádeginu.
Mætið með skrifblokk og penna.
 
Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta.

- Framkvæmda- og ráðstefnunefnd
auglýst 8. mars 2015

 

Meira um erfðavenjuvinnustofur

Fyrsta vinnustofa um erfðavenjurnar tólf var haldin fimmtudaginn 8. janúar 2015 í Sundaborg 5. Sextán félagar hittust og lásu í gegnum fyrstu erfðavenjuna, reynslusögur um hana og svöruðu spurningum úr lesefninu. Vinnustofur verða á hverju fimmtudagskvöldi til 19. mars 2015.
Lesefni er dreift á fundarstað. Þann 22. mars verður haldin speakerfundur um erfðavenjurnar með aðstoð þeirra sem taka þátt í vinnustofunum. Ekki er skilyrði um að taka þátt í öllum vinnustofunum til að vera með. Vinnustofurnar standa frá kl. 20.00 til 21.30. Allir velkomnir.

Vinnustofurnar standa frá kl. 20.00 til 21.30. Mætið tímanlega, húsið lokar kl. 20.00 vegna sjálfvirkrar læsingar á útihurð. Allir velkomnir.


Með Al-Anon kveðju
auglýst 10. janúar 2015

 

 

Vinnustofur um erfðavenjurnar 12

Fyrsta vinnustofa 8. janúar 2015

Á vinnusmiðju um rekstrargrundvöll Al-Anon samtakanna, sem haldin var þann 13. september kom fram sú umræða að mikilvægt væri að finna leiðir til að ýta undir tilfinningu félaga til sameiginlegrar ábyrgðar á rekstri samtakanna. Einnig kom fram áhugi félaga á vinnusmiðjunni um að efla fundi sem fjalla um erfðavenjur og mikilvægi þess að fjölga þeim aðilum sem treysta sér til að leiða fundi á grundvelli erfðavenja. Af þessu tilefni teljum við mikilvægt að auka umræðu og þekkingu félaga á erfðavenjunum tólf.
Ákveðið hefur verið að hafa 12 vinnustofur þar sem fjallað verður um eina erfðavenju hvert kvöld. Farið verður í gegnum reynslusögur og spurningar úr Paths to Recovery. Áætlað er að fyrsta vinnustofan verði fimmtudagskvöldið 8. janúar 2015.
Vinnustofurnar verða haldnar í húsnæði Al-Anon í Sundaborg 5, frá kl. 20:00 til 21:30 frá 8. janúar til 26. mars 2015.
Ekki er skilyrði að mæta á allar vinnustofurnar. Þeir sem vilja gefa kost á sér í þjónustu á vinnustofunum eru beðnir um að senda póst á al-anon@al-anon.is með efnislínunni "Vinnustofur um erfðavenjur".

 

Með Al-Anon kveðju

auglýst 23. nóvember 2014