Vinnusmiðjur

Á DAGSKRÁ

VINNUSMIÐJA Al-Anon 2022 verður haldin sunnudaginn 3. Apríl 2022 kl. 10:00 – 13:00 í Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29, Reykjavík.

Yfirskrift: ”Nafnleynd- hinn andlegi grundvöllur”.

Vinnusmiðjan er liður í því að efla vitund Al-Anon félaga um uppbyggingu og starf samtakanna, hlutverk nefnda, svæða og alþjóðafulltrúa og mikilvægi þess að taka að sér þjónustu fyrir samtökin. Í þjónustuhandbókinni segir um hlutverk deildarfulltrúa og varadeildarfulltrúa „eru mikilvægir hlekkir í viðhaldi, vexti og sameiningu Al-Anon um allan heim“. Þetta efni er kjörið til að styrkja deildar- og varadeildarfulltrúa sem og aðra félaga.

Eftirfarandi er meðal umræðuefna:

– Nafnleyndin- hinn andlegi grundvöllur
a) Hvað felur nafnleynd í sér; á fundum, í einkalífi, í fjölmiðlum?
b) Hvernig hjálpar nafnleyndin til við batann; þróa auðmýkt, traust, trú á æðri mátt?
c) Hvað gerir deildin/ég ef nafnleyndar er ekki gætt og vart verður við slúður?
d) Hvernig getum við notað erfðavenjuna um nafnleyndina í fjölskyldunni?

Í upphafi heyrum við reynslusögur nokkurra félaga. Síðan skipta þátttakendur sér í umræðuhópa og ræða ákveðin atriði. Að loknum umræðum í hópum kynna félagar úr hverjum hópi umræður hópsins.

Al-Anon félagar eru hvattir til að mæta á vinnusmiðjuna og leggja sitt af mörkum, bæði nýliðar og þeir sem hafa verið lengi í samtökunum, því reynsla allra er jafn mikilvæg.

Vinnusmiðjan er haldin í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 Reykjavík.

Ekki er innheimt þátttökugjald, en þakklætispotturinn verður á sínum stað. Boðið er uppá veitingar í kaffihléi um kl. 11:30. Gott er að hafa með sér skriffæri og pappír.

auglýst 21. mars 2022


ELDRI VINNUSMIÐJUR

Nafnleyndin – hinn andlegi grundvöllur
Sunnudag 11. mars 2018 kl. 10:00 – 13:00

Kæru félagar

Vinnusmiðja um nafnleyndina verður haldin sunnudaginn 11. mars 2018, kl. 10.00- 13.00. Vinnusmiðjan er liður í því að styrkja félaga til að setja málefni og markmið ofar einstaklingum og að styðja við einstaklingsbata hvort sem um nýliða eða lengra komna er að ræða.

Eftirfarandi er meðal umræðuefna:

  • Hvað felur nafnleyndin í sér; á fundum, í einkalífi, í fjölmiðlum?
  • Hvernig hjálpar nafnleyndin til við batann; þróa auðmýkt, traust, trú á æðri mátt?
  • Hvað gerir deildin/ég ef nafnleyndar er ekki gætt og vart verður við slúður?
  • Hvernig getum við notað erfðavenjuna um nafnleyndina í fjölskyldunni?

Við heyrum í upphafi reynslusögur nokkurra félaga. Síðan skipta þátttakendur sér í umræðuhópa og ræða ákveðin atriði. Að loknum umræðum í hópum kynna félagar úr hverjum hópi helstu niðurstöður.

Við hvetjum alla til að mæta og leggja sitt af mörkum. Það virkar hvetjandi fyrir þá sem skipuleggja svona verkefni að fá sem flesta til að taka þátt. Um leið eflir það samtökin sem heild. Við vonumst til að sjá bæði nýliða og þá sem hafa verið lengi í samtökunum því reynsla allra er jafn mikilvæg.

Vinnusmiðjan er haldin í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 Reykjavík ská á móti Pítunni í Skipholti. Þátttaka er opin öllum Al-Anon félögum án endurgjalds, en þakklætispotturinn verður á sínum stað. Boðið er uppá veitingar í kaffihléi um kl. 11:30 og gott er að hafa með sér skriffæri og pappír.

Kveðja,
ráðstefnunefnd

20. feb. 2018


Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið

2. apríl 2017 kl. 11-15 í Sjómannaheimilinu Örkinni

Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið verður haldin sunnudaginn 2. apríl 2017, kl. 11.00-15.00 í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 (ská á móti Pítunni í Skipholti). Húsið opnar kl. 10:30.

Þátttaka er opin öllum Al-Anon félögum án endurgjalds, en þakklætispotturinn verður á sínum stað.

Vinnusmiðjan er liður í að efla framboð af trúnaðarmönnum/konum. Við vonumst til að sjá bæði nýliða og þá sem hafa verið lengi í samtökunum á vinnusmiðjunni, því ætlunin er að nálgast trúnaðarsambandið bæði frá sjónarhóli trúnaðarmanns/konu (sponsors) og þess sem þiggur leiðsögnina (sponsíu). Eftirfarandi er meðal umræðuefna:

  • Hvenær er ég tilbúinn til að gerast trúnaðarmaður?
  • Hvernig vel ég mér trúnaðarmann?
  • Hvað ef ég þarf að slíta trúnaðarsambandi? Má ég skipta um trúnaðarmann?
  • Hverjar eru væntingar trúnaðarmannsins til mín? Og hvert er hlutverk trúnaðarmannsins?
  • Hvernig hjálpar trúnaðarsambandið trúnaðarmanninum?

Við heyrum í upphafi reynslusögur fjögurra félaga af trúnaðarsambandinu. Síðan skipta þátttakendur sér í umræðuhópa og ræða ákveðin atriði um trúnaðarsambandið. Að loknum umræðum í hópum kynna félagar úr hverjum hópi helstu niðurstöður.

Við hvetjum alla til að mæta og leggja sitt af mörkum til að hrinda af stað öflugri sporavinnu meðal félaga. Boðið er uppá léttar veitingar í hádegishléi og gott er að hafa með sér skriffæri.

Með Al-Anon kveðju

auglýst 20. mars 2017