Leiðbeiningar til að tengjast ZOOM fjarfundum

 

ANDROID

 1. Opnaðu "Play Store" appið með Android tækinu þínu
 2. Finndu og sæktu "Zoom Cloud Meetings" í Android tækið þitt
 3. Opnaðu "Zoom Cloud Meetings"
 4. Ýttu á bláa flipann þar sem stendur "Join a Meeting"
 5. Sláðu inn talnakóðann sem þú getur fundið í Fundaskrá (merkt "hlekkur á fundarboð") eða sem Al-Anon félagar hafa útvegað þér

 

iOS (iPhone, iPad)

 1. Opnaðu "App Store" með iOS tækinu þínu
 2. Finndu og sæktu "Zoom Cloud Meetings" í iOS tækið þitt
 3. Opnaðu "Zoom Cloud Meetings"
 4. Ýttu á bláa flipann þar sem stendur "Join a Meeting"
 5. Sláðu inn talnakóðann sem þú getur fundið í Fundaskrá (merkt "hlekkur á fundarboð")

 

PC TÖLVUR

 1. Finndu slóð á fjarfund í Fundaskrá (merkt "hlekkur á fundarboð") eða notaðu slóð sem Alanon félagar hafa útvegað þér
 2. Afritaðu slóðina (draga bláan borða yfir slóðina og smella á hægri músarhnapp til að gera "copy")
 3. Opnaðu nýjan flipa í netvafranum þínum, límdu slóðina þar (paste) og ýttu á "Enter"
 4. Eftir að ýtt hafi verið á Enter þá byrjar Zoom forritið að niðurhalast og keyra inn á PC vélina. Eftir þetta getur þú farið á fjarfund með Meeting ID sem er í Fundaskrá eða þér var úthlutað

 

 

Sækja leiðbeiningar sem PDF skjal

 


 

FUNDASKRÁ - ÝMSAR SKÝRINGAR

 

Hver deild heldur fund á sama tíma og sama stað í hverri viku, allan ársins hring. Flestar deildir eru með einn fund á viku. Algengast er að fundir standi yfir í 60 mín. Frávik og breytingar eru auglýstar á vefsíðunni. Fundirnir eru fyrir alla Al-Anon/Alateen félaga og væntanlega félaga af báðum kynjum. Sé fundarform öðruvísi er það tekið fram í fundarskránni.

 

Héðinsgata 1-3, Reykjavík: Í anddyri hússins hangir listi sem sýnir hvar fundirnir eru í húsinu. Öll fundarherbergi eru númeruð.

 
Fundarform útskýrð
 • Þemafundir: Félagar deila reynslu sem tengist tilteknu þema, venjulega hugtaki eða tilfinningu, sem er ákveðið í upphafi fundar.
 • Rúllandi sporafundir: Reynslusporin notuð sem umræðuefni á hverjum fundi.
 • Sporafundur: Eitthvert af Reynslusporunum tólf haft sem umræðuefni.
 • Erfðavenjufundur: Einhver af Erfðavenjunum tólf notuð sem umræðuefni.
 • Þjónustuhugtakafundur: Eitthvert af Þjónustuhugtökunum tólf haft sem umræðuefni.
 • Slagorðafundur: Eitthvert tiltekið slagorð haft sem umræðuefni.
 • OPINN FUNDUR: Opinn fyrir allan almenning, fagfólk og fjölmiðlafólk. 
 • Nýliðafundir: Reyndir félagar bjóða væntanlega félaga velkomna og kynna samtökin fyrir þeim. Nýliðafundir eru yfirleitt 30 mín. að lengd en geta verið lengri.
 • Kvennafundir/karlafundir eru eingöngu fyrir konur/karla.

 

 

= Aðgengi fyrir hjólastóla