Þjónustuhugtökin eru til leiðbeiningar um hvernig Al-Anon fjölskyldudeildirnar starfa í heild sem samtök. Þau eru lýðræðislegur grunnur þar sem er gætt jafnræðis á milli Al-Anon deilda.
|
Þjónustuhugtökin tólf |
- Endanleg ábyrgð og forræði alþjóðaþjónustu Al-Anon er í höndum Al-Anon deilda.
- Al-Anon fjölskyldudeildirnar hafa falið ráðstefnu og þjónustugeira hennar fullt stjórnunar- og framkvæmdavald.
- Rétturinn til ákvarðana er forsenda áhrifamikillar forystu.
- Þátttaka er lykillinn að jafnvægi.
- Áfrýjunar- og bænarskrárrétturinn verndar minnihlutann og tryggir að álit hans heyrist.
- Ráðstefnan viðurkennir að stjórnunarleg ábyrgð sé fyrst og fremst í höndum fulltrúa stjórnarnefndarinnar.
- Réttur fulltrúa stjórnarnefndarinnar ákvarðast af lögum en réttur ráðstefnunnar er byggður á erfðavenjum.
- Stjórnarnefnd felur framkvæmdanefnd fullt vald yfir daglegum rekstri Alþjóðaþjónustuskrifstofu Al-Anon.
- Góð forysta er nauðsynleg á öllum stigum þjónustunnar. Í alþjóðaþjónustu tekur stjórnarnefndin að sér aðalforystu.
- Ábyrgð þjónustunnar er tryggt jafnvægi með því að afmarka valdsvið hennar nákvæmlega og þannig er komið í veg fyrir tvöfalda stjórnun.
- Alþjóðaþjónustuskrifstofan (WSO) samanstendur af fastanefndum, framkvæmdastjórn og starfsfólki.
- Andlegur grundvöllur alþjóðaþjónustu Al-Anon er fólginn í almennum ábyrgðaryfirlýsingum ráðstefnunnar, 12. grein stofnskrárinnar.
|
|
Almennar ábyrgðaryfirlýsingar |
Í allri framkvæmd mun Alþjóðaþjónusturáðstefna Al-Anon starfa í anda erfðavenjanna og gæta þess: |
|
- að meginreglan í fjármálum sé sú að ávallt sé tiltækt nægjanlegt rekstrarfé, auk varasjóðs.
- að enginn landsþjónustufulltrúi sé settur í stöðu sem gefi honum ótakmarkað vald yfir öðrum félögum.
- að allar ákvarðanir séu teknar að undangengnum umræðum, atkvæðagreiðslu og séu, þegar því er viðkomið, einróma.
- að engri ákvörðun ráðstefnu sé beint sem refsingu gegn einstaklingum eða stuðli að deilum á opinberum vettvangi.
- að ráðstefnan gegni ekki stjórnunarhlutverki, heldur sé hún eins og samtökin, sem hún þjónar, lýðræðisleg í starfi og anda.
|