Svæðisfundur suðvestursvæðis næsta laugardag

Allir Al-Anon félagar velkomnir! Haldinn verður svæðisfundur suðvestursvæðis laugardaginn 6. október n.k. kl 13:00 að Hrísholti 8, Selfossi og eru allir Al-Anon félagar velkomnir.   Dagskrá fundarins verður:   13:00  Fundur settur með Æðruleysisbæninni    Fundarritari og fundarstjóri kosinn    Erfðavenjur og þjónustuhugtök lesin 13:10  Fundarfólk kynnir sig og sína deild 13:30  Hlutverk svæðisfulltrúa og svæðisfundar kynnt 13:50 Kosinn svæðisfulltrúi og varasvæðisfulltrúi …

Svæðisfundur Norðaustur-svæðis verður á Siglufirði 11. júní 2012

Svæðisfundur/Vorfundur Norðaustur-svæðisins verður haldinn á Siglufirði í húsnæði Rauða krossins, Aðalgötu 32, efri hæð 11. júní 2012 kl. 18:00.   Á fundinum verður Landþjónusturáðstefnan 2012 kynnt fyrir félögum og kosnir þrír fulltrúar svæðisins á ráðstefnuna. Á fundinum verður einnig kjörinn Svæðisfulltrúi. Svæðin þurfa að skila inn fyrirspurnum og tillögum frá deildum vegna Landsþjónusturáðstefnunnar fyrir 1. júlí næstkomandi og er svæðisfundurinn vettvangur svæðisins til …

Dagskrá Svæðisfundar Reykjavíkursvæðis 2. júní

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis Al-Anon 2. júní 2012 Neskirkja     11:00   Fundur settur með æðruleysisbæninni             Fundarstjóri og fundarritari kosnir 11:05   Fundarmenn kynna sig: nafn, deild, staðsetning deildar og þjónustuhlutverk 11:30   Erfðavenjur lesnar 11:35   Fundargerð síðasta fundar lesin / umræður 12:15   Lesið upp úr Einn dagur í einu í Al-Anon 12:20   Þjónustuhugtökin lesin 12:30   Umræður um tillögur deilda fyrir svæðið   …

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis 2. júní 2012

Svæðisfundur vorsins hefur fengið stað og tíma, og verður haldinn í Neskirkju laugardaginn 2. júní 2012 frá kl. 11 til 17.   Á fundinum verður Landþjónusturáðstefnan 2012 kynnt fyrir félögum og kosnir þrír fulltrúar svæðisins á ráðstefnuna. Á fundinum verður einnig kjörinn varasvæðisfulltrúi. Svæðin þurfa að skila inn fyrirspurnum og tillögum frá deildum vegna Landsþjónusturáðstefnunnar fyrir 1. júlí næstkomandi og er …

Bókin ,,Al-Anon leiðin“ væntanleg

Hægt að kaupa hana í forsölu Kæru félagar,   Bókin, Al-Anon leiðin (ensk. How Al-Anon Works) er væntanleg í sölu í febrúar! Þetta er fyrsta útgáfa bókarinnar á íslensku sem margir hafa beðið eftir.   Bókin verður seld í forsölu fram að 1.mars nk. á kr. 4.800- Fullt verð eftir 1. mars verður kr. 5.800.   Félagar geta skráð sig fyrir …

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis 18. febrúar 2012

Kæru Al-Anon félagar!   Ákveðið hefur verið að halda svæðisfund laugardaginn 18. febrúar kl. 12-17  og verður hann haldinn í Kvennaskólanum við Fríkirkjuveg 9, Reykjavík.   Á svæðisfundum eru  bæði vandamál og lausnir deilda  rædd og skiptast deildir á upplýsingum til hjálpar samtökunum.   Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á svæðisfundi en þeir sem hafa atkvæðisrétt eru deildarfulltrúar (eða varadeildarfulltrúi ef …

Jólafundur í Árbæjardeild 6. desember 2011

Árbæjardeildin sem fundar á þriðjudögum klukkan 21 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju heldur sinn árlega jólafund í kvöld, þriðjudaginn 6. des.    Eftir fundinn er gestum boðið upp á kaffiveitingar.   Fundurinn er öllum opinn og er Al-Anon félagar hvattir til að mæta, taka með sér gesti og eiga notalega stund saman á aðventunni.    

Afmælisfundur Al-Anon 20. nóvember

Grafarvogskirkju kl. 20 Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 20. nóvember í Grafarvogskirkju.   Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir.  Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi og AA félagi deila reynslu, styrk og von.  Þá verður tónlistarflutningur og boðið uppá veitingar að fundi loknum.    Al-Anon félagar eru hvattir …

Landsþjónusturáðstefna 29. og 30. október 2011

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon verður haldin dagana 29. og 30. október í Grensáskirkju.   Deildarfulltrúar og  varadeildarfulltrúar hafa mátt sitja ráðstefnuna sem áheyrnarfulltrúar frá árinu 2004.   Frá og með Landsþjónusturáðstefnu 2007 hefur hinum almenna félaga einnig verið gefinn kostur á að sækja ráðstefnuna sem áheyrnarfulltrúa án málfrelsis og tillöguréttar.   Deildir bera kostnað vegna setu sinna fulltrúa á ráðstefnunni og er …