Svæðisfundur suðvestursvæðis næsta laugardag

Allir Al-Anon félagar velkomnir!
Haldinn verður svæðisfundur suðvestursvæðis laugardaginn 6. október n.k. kl 13:00 að Hrísholti 8, Selfossi og eru allir Al-Anon félagar velkomnir.
 
Dagskrá fundarins verður:

 

13:00  Fundur settur með Æðruleysisbæninni
   Fundarritari og fundarstjóri kosinn

   Erfðavenjur og þjónustuhugtök lesin

13:10  Fundarfólk kynnir sig og sína deild

13:30  Hlutverk svæðisfulltrúa og svæðisfundar kynnt

13:50 Kosinn svæðisfulltrúi og varasvæðisfulltrúi

14:00  Landsþjónusturáðstefna kynnt

14:10 Kosnir 3 fulltrúar til setu á Landsþjónusturáðstefnu

14:30  Lesið úr bókinni  „Al-Anon leiðin“

15:00 Kaffihlé/bóksala

15:30  Umræður og önnur mál

   Næsti fundur og fundarstaður ákveðinn.

16:30  Fundi slitið með Æðruleysisbæninni